Liam Gallagher er aðdáandi Justins Bieber. Þessu greindi hinn óstýriláti fyrrverandi söngvari Oasis frá í viðtali fyrir skemmstu.
„Ég stend með honum. Hver sá sem fer á svið tveimur klukkutímum of seint er stjarna að mínu mati,“ útskýrði Gallagher og átti þar við atvikið á tónleikum Biebers í London nýlega, en þar máttu aðdáendur ungstirnisins bíða lengi eftir að goðið hefði tónleika sína.
„Allar þessar rokkhljómsveitir í dag sitja baksviðs og segja „Hei, bíðum í korter“. Skítt með það, bíðið í tvo klukkutíma og korter. Hættið að angra Bieber. Ég er Belieber,“ sagði Gallagher.
Gallagher er „Belieber“
