Þér mun snúast hugur Sara McMahon skrifar 16. apríl 2013 12:00 Ég hnaut um nokkuð athyglisverða grein á netinu fyrir skömmu. Umrædd grein fjallaði um ört stækkandi hóp karla og kvenna sem kjósa barnlaust líf og viðmótinu sem það mætir í samfélaginu. Í greininni, sem birtist í ástralska dagblaðinu The Age, segir að allt bendi til þess að fjórðungur þeirra kvenna í Bretlandi sem nú er á barneignaraldri muni aldrei eignast börn. Sé setningin „childless women“ (sem á íslensku yfirleggst sem barnlausar konur) slegin inn í leitarvélina Google reynir forritið að botna setninguna á þennan veg: „are selfish“. Barnlausar konur þykja sjálfselskar fyrir þær sakir einar að lúta ekki reglum samfélagsins sem kveða á um að einstaklingurinn finni sér maka og fjölgi mannkyninu. Þeir sem kjósa að búa einir eða vera barnlausir mæta ekki miklum skilningi og fáir virðast trúa því að þetta sé raunverulegt val fólks. Barnlaust fólk er iðulega fullvissað af þeim sem eiga börn að það muni brátt skipta um skoðun og það getur vel verið að sá barnlausi geri það, líkt og fólki snýst hugur um margt annað, en það er þó alls ekki sjálfgefið. Nútíma samfélag virðist enn jafn upptekið af barneignum og það var fyrir tíð getnaðarvarnarpillunnar. Skoði maður síður glanstímarita er maður fljótur að verða var við þennan mikla áhuga á barneignum. Náið er fylgst með meðgöngu Kim Kardashian og á forsíðum blaða má oft lesa fyrirsagnir á borð við „Ólétt!“ og skiptir þá engu hvort nokkuð sé hæft í fullyrðingunni eða ekki. Ekki má svo gleyma þeim mikla fjölda frétta um barnleysi leikkvennanna Jennifer Aniston og Cameron Diaz. Leikkonurnar hafa þurft að svara fyrir barnleysi sitt í hverju blaðaviðtalinu á fætur öðru þrátt fyrir að eiga langan og farsælan feril að baki. Á fréttasíðu Yale-háskólans í Bandaríkjunum er einnig fjallað um þessa þróun og þann efnahagslega vanda sem gæti fylgt því að skattgreiðendur framtíðarinnar verði færri en ellilífeyrisþegarnir. Í Frakklandi hefur ríkisstjórnin brugðið á það ráð að styðja barnafjölskyldur fjárhagslega til að sporna við fólksfækkun í landinu. Stuðningurinn er meðal annars í formi hærri barnabóta og skólastyrkja. Tímarnir breytast og mennirnir með og með komu getnaðarvarna gefst fólki nú kostur á að ganga í hjónaband án þess að ávöxtur þess sé lítið barn. Kjósi fólk þann kost ber að virða það, sama hversu skrítið það kann að virðast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun
Ég hnaut um nokkuð athyglisverða grein á netinu fyrir skömmu. Umrædd grein fjallaði um ört stækkandi hóp karla og kvenna sem kjósa barnlaust líf og viðmótinu sem það mætir í samfélaginu. Í greininni, sem birtist í ástralska dagblaðinu The Age, segir að allt bendi til þess að fjórðungur þeirra kvenna í Bretlandi sem nú er á barneignaraldri muni aldrei eignast börn. Sé setningin „childless women“ (sem á íslensku yfirleggst sem barnlausar konur) slegin inn í leitarvélina Google reynir forritið að botna setninguna á þennan veg: „are selfish“. Barnlausar konur þykja sjálfselskar fyrir þær sakir einar að lúta ekki reglum samfélagsins sem kveða á um að einstaklingurinn finni sér maka og fjölgi mannkyninu. Þeir sem kjósa að búa einir eða vera barnlausir mæta ekki miklum skilningi og fáir virðast trúa því að þetta sé raunverulegt val fólks. Barnlaust fólk er iðulega fullvissað af þeim sem eiga börn að það muni brátt skipta um skoðun og það getur vel verið að sá barnlausi geri það, líkt og fólki snýst hugur um margt annað, en það er þó alls ekki sjálfgefið. Nútíma samfélag virðist enn jafn upptekið af barneignum og það var fyrir tíð getnaðarvarnarpillunnar. Skoði maður síður glanstímarita er maður fljótur að verða var við þennan mikla áhuga á barneignum. Náið er fylgst með meðgöngu Kim Kardashian og á forsíðum blaða má oft lesa fyrirsagnir á borð við „Ólétt!“ og skiptir þá engu hvort nokkuð sé hæft í fullyrðingunni eða ekki. Ekki má svo gleyma þeim mikla fjölda frétta um barnleysi leikkvennanna Jennifer Aniston og Cameron Diaz. Leikkonurnar hafa þurft að svara fyrir barnleysi sitt í hverju blaðaviðtalinu á fætur öðru þrátt fyrir að eiga langan og farsælan feril að baki. Á fréttasíðu Yale-háskólans í Bandaríkjunum er einnig fjallað um þessa þróun og þann efnahagslega vanda sem gæti fylgt því að skattgreiðendur framtíðarinnar verði færri en ellilífeyrisþegarnir. Í Frakklandi hefur ríkisstjórnin brugðið á það ráð að styðja barnafjölskyldur fjárhagslega til að sporna við fólksfækkun í landinu. Stuðningurinn er meðal annars í formi hærri barnabóta og skólastyrkja. Tímarnir breytast og mennirnir með og með komu getnaðarvarna gefst fólki nú kostur á að ganga í hjónaband án þess að ávöxtur þess sé lítið barn. Kjósi fólk þann kost ber að virða það, sama hversu skrítið það kann að virðast.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun