Heilbrigðiskerfið í landinu hrundi víst Sunna Valgerðardóttir skrifar 18. apríl 2013 06:00 Sigríður Ingibjörg ræddi við starfsmenn spítalans í gær ásamt Helga Hjörvari, kollega sínum. Boðið var upp á spurningar að kynningu lokinni, en ekki var mikill áhugi fyrir því svo frambjóðendurnir ákváðu þá að ganga á milli borða og spjalla við starfsmenn. Fréttablaðið/Stefán „Ég er ósammála. Mér finnst velferðarkerfið hafa hrunið. Það hefur verið mikið af duglegu fólki hér að gera sitt besta, en hvað varðar búnað og tæki erum við komin langt aftur úr öðrum þjóðum og það er skelfilegt að horfa upp á,“ segir Kristín Magnúsdóttir, geislafræðingur á Landspítalanum (LSH), um orð Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur í kynningu frambjóðenda Samfylkingarinnar á LSH í gær. Fréttablaðið slóst með í för og tók nokkra starfsmenn spítalans tali að kynningu lokinni. Kristín segir heimsóknir stjórnmálaflokka á spítalann hafi ekki nokkur einustu áhrif á sig, jafnvel þótt hún sé enn óákveðin í afstöðu sinni til komandi kosninga. Þingmenn Samfylkingarinnar í Reykjavík suður, þau Sigríður Ingibjörg, formaður velferðarnefndar og oddviti flokksins, og Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, heimsóttu starfsmenn LSH í hádeginu í gær og spjölluðu við þá yfir steiktum fiski og gúrkusósu. Sigríður sagði í kynningu sinni að velferðarkerfið hefði staðið af sér hrunið. „Það er merkilegt að gjaldmiðillinn og fjármálakerfið hrundi hér haustið 2008, en það kerfi sem hrundi ekki var velferðarkerfið. Það sýndi sig að heilbrigðiskerfið, menntakerfið og aðrir partar velferðarkerfisins stóðu eins og ekkert hefði í skorist,“ sagði Sigríður.Kristín Magnúsdóttir, geislafræðingur og Einar Oddsson, sérfræðilæknir.Einar Oddsson sérfræðilæknir gefur ekki mikið fyrir orð Sigríðar, líkt og Kristín. „Hún hefur þá ekki heyrt það sem fyrrverandi forstjóri spítalans sagði; þegar hún tók við var spítalinn gjaldþrota. Ef hún segir að velferðarkerfið hafi ekki hrunið þá er hún á svolítið veikum ís,“ segir hann. Einar hefur þó skilning á því að flokkarnir komi á vinnustaði og kynni stefnumál sín. „Ætli þeir verði ekki að gera þetta, blessaðir. Maður skilur þetta upp að vissu marki, en þetta er auðvitað truflandi og ég trúi ekki að þetta hafi nokkur einustu áhrif á afstöðu fólks.“Maria Sastre.Má ekki kjósa fyrr en á næsta ári Maria Sastre starfar sem eðlisfræðingur á LSH. Hún er frá Spáni og fær ekki kosningarétt fyrr en á næsta ári. „Ég þarf því miður að bíða, en ég hef aðeins fylgst með þó að ég hafi ekki tekið hundrað prósenta afstöðu,“ segir Maria. Hún lítur heimsóknir stjórnmálaflokka á matmálstíma starfsmanna jákvæðum augum. „Fólk er samt að reyna að borða og sumum finnst þetta truflandi. En persónulega finnst mér þetta rétt, að koma og tala. En kannski vantar meira samtal á milli fólksins og stjórnmálamannanna.“ Sigríður Ingibjörg og Helgi buðu upp á spurningar að lokinni kynningu sinni en enginn nýtti sér þann kost. Þau gengu því á milli borða og ræddu við starfsmenn um helstu stefnumál flokksins áður en þau héldu áfram baráttu sinni í borginni.Enginn tími til að kynna sér framboðinFjórir sjúkraliðanemar sátu að snæðingi á meðan Sigríður og Helgi gerðu sig klár fyrir kynninguna. Þeir hafa ekki haft tíma til að kynna sér kosningabaráttuna undanfarnar vikur, enda bæði í námi og vinnu. Konurnar fjórar ætla allar að kjósa en engin þeirra hefur þó tekið ákvörðun um hvert atkvæði þeirra ratar á kjördag. „Ætli það verði ekki sá sem lýgur minnst,“ segir Sigríður Þorgilsdóttir, einn nemanna. „Maður verður að fara að skoða þetta. Ætli svona fundir séu ekki bara ágætir fyrir upptekið fólk eins og okkur, ákveðin kynning og fræðsla.“ Kosningar 2013 Tengdar fréttir Ein heimsókn breytir ekki pólitískri afstöðu Frambjóðendur Bjartrar framtíðar kynntu helstu stefnumál sín á Hjúkrunarheimilinu Eir í gær. Fréttablaðið slóst með í för og tók íbúa tali. Flestir voru á því að stutt heimsókn stjórnmálaflokka gerði ekki mikið til að breyta afstöðu þeirra. 17. apríl 2013 07:00 Ekki mikill áhugi á sjóræningjapólitík Það virtist ekki vera mikill áhugi meðal gesta Kolaportsins á að ræða við frambjóðendur Pírata í kynningarbás sínum á Gleðistíg á laugardag. Básinn var staðsettur á móti kynningarsvæði Dögunar og ekki leið á löngu þar til heyrðist frá keppinautunum. "Endilega kíkið hingað,“ kallaði einn frambjóðandi Dögunar til blaðakonu og ljósmyndara Fréttablaðsins þar sem þau reyndu árangurslaust að fá fólk í viðtöl vegna píratanna. 22. apríl 2013 07:00 Skuldirnar leiðréttar yfir heitri kakósúpu "Ég verð að segja að ég er ekki að kaupa þetta. Mér finnst persónulega tekið ansi stórt upp í sig þegar fólki eru gefnar miklar væntingar sem eru ekki í hendi, eins og sérfræðingar tjáðu sig um nýlega. Ég er á því að það sé betra að lofa minna og fara frekar í eitthvað sem er meira í hendi og raunhæfara,“ segir Guðmundur Ragnar Guðmundsson, eigandi Prentmets, um útskýringar frambjóðenda Framsóknarflokksins um skuldaniðurfellingar á komandi kjörtímabili. 20. apríl 2013 07:00 "Svaraðu já eða nei" Kennarar í MR spurðu menntamálaráðherra beittra spurninga á hádegisfundi með VG í gær. Helst var rætt um lyf, samgöngumál, umhverfismál og mikla óánægju með menntamál. Fréttablaðið var á fundinum og lagði við hlustir. 19. apríl 2013 07:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
„Ég er ósammála. Mér finnst velferðarkerfið hafa hrunið. Það hefur verið mikið af duglegu fólki hér að gera sitt besta, en hvað varðar búnað og tæki erum við komin langt aftur úr öðrum þjóðum og það er skelfilegt að horfa upp á,“ segir Kristín Magnúsdóttir, geislafræðingur á Landspítalanum (LSH), um orð Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur í kynningu frambjóðenda Samfylkingarinnar á LSH í gær. Fréttablaðið slóst með í för og tók nokkra starfsmenn spítalans tali að kynningu lokinni. Kristín segir heimsóknir stjórnmálaflokka á spítalann hafi ekki nokkur einustu áhrif á sig, jafnvel þótt hún sé enn óákveðin í afstöðu sinni til komandi kosninga. Þingmenn Samfylkingarinnar í Reykjavík suður, þau Sigríður Ingibjörg, formaður velferðarnefndar og oddviti flokksins, og Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, heimsóttu starfsmenn LSH í hádeginu í gær og spjölluðu við þá yfir steiktum fiski og gúrkusósu. Sigríður sagði í kynningu sinni að velferðarkerfið hefði staðið af sér hrunið. „Það er merkilegt að gjaldmiðillinn og fjármálakerfið hrundi hér haustið 2008, en það kerfi sem hrundi ekki var velferðarkerfið. Það sýndi sig að heilbrigðiskerfið, menntakerfið og aðrir partar velferðarkerfisins stóðu eins og ekkert hefði í skorist,“ sagði Sigríður.Kristín Magnúsdóttir, geislafræðingur og Einar Oddsson, sérfræðilæknir.Einar Oddsson sérfræðilæknir gefur ekki mikið fyrir orð Sigríðar, líkt og Kristín. „Hún hefur þá ekki heyrt það sem fyrrverandi forstjóri spítalans sagði; þegar hún tók við var spítalinn gjaldþrota. Ef hún segir að velferðarkerfið hafi ekki hrunið þá er hún á svolítið veikum ís,“ segir hann. Einar hefur þó skilning á því að flokkarnir komi á vinnustaði og kynni stefnumál sín. „Ætli þeir verði ekki að gera þetta, blessaðir. Maður skilur þetta upp að vissu marki, en þetta er auðvitað truflandi og ég trúi ekki að þetta hafi nokkur einustu áhrif á afstöðu fólks.“Maria Sastre.Má ekki kjósa fyrr en á næsta ári Maria Sastre starfar sem eðlisfræðingur á LSH. Hún er frá Spáni og fær ekki kosningarétt fyrr en á næsta ári. „Ég þarf því miður að bíða, en ég hef aðeins fylgst með þó að ég hafi ekki tekið hundrað prósenta afstöðu,“ segir Maria. Hún lítur heimsóknir stjórnmálaflokka á matmálstíma starfsmanna jákvæðum augum. „Fólk er samt að reyna að borða og sumum finnst þetta truflandi. En persónulega finnst mér þetta rétt, að koma og tala. En kannski vantar meira samtal á milli fólksins og stjórnmálamannanna.“ Sigríður Ingibjörg og Helgi buðu upp á spurningar að lokinni kynningu sinni en enginn nýtti sér þann kost. Þau gengu því á milli borða og ræddu við starfsmenn um helstu stefnumál flokksins áður en þau héldu áfram baráttu sinni í borginni.Enginn tími til að kynna sér framboðinFjórir sjúkraliðanemar sátu að snæðingi á meðan Sigríður og Helgi gerðu sig klár fyrir kynninguna. Þeir hafa ekki haft tíma til að kynna sér kosningabaráttuna undanfarnar vikur, enda bæði í námi og vinnu. Konurnar fjórar ætla allar að kjósa en engin þeirra hefur þó tekið ákvörðun um hvert atkvæði þeirra ratar á kjördag. „Ætli það verði ekki sá sem lýgur minnst,“ segir Sigríður Þorgilsdóttir, einn nemanna. „Maður verður að fara að skoða þetta. Ætli svona fundir séu ekki bara ágætir fyrir upptekið fólk eins og okkur, ákveðin kynning og fræðsla.“
Kosningar 2013 Tengdar fréttir Ein heimsókn breytir ekki pólitískri afstöðu Frambjóðendur Bjartrar framtíðar kynntu helstu stefnumál sín á Hjúkrunarheimilinu Eir í gær. Fréttablaðið slóst með í för og tók íbúa tali. Flestir voru á því að stutt heimsókn stjórnmálaflokka gerði ekki mikið til að breyta afstöðu þeirra. 17. apríl 2013 07:00 Ekki mikill áhugi á sjóræningjapólitík Það virtist ekki vera mikill áhugi meðal gesta Kolaportsins á að ræða við frambjóðendur Pírata í kynningarbás sínum á Gleðistíg á laugardag. Básinn var staðsettur á móti kynningarsvæði Dögunar og ekki leið á löngu þar til heyrðist frá keppinautunum. "Endilega kíkið hingað,“ kallaði einn frambjóðandi Dögunar til blaðakonu og ljósmyndara Fréttablaðsins þar sem þau reyndu árangurslaust að fá fólk í viðtöl vegna píratanna. 22. apríl 2013 07:00 Skuldirnar leiðréttar yfir heitri kakósúpu "Ég verð að segja að ég er ekki að kaupa þetta. Mér finnst persónulega tekið ansi stórt upp í sig þegar fólki eru gefnar miklar væntingar sem eru ekki í hendi, eins og sérfræðingar tjáðu sig um nýlega. Ég er á því að það sé betra að lofa minna og fara frekar í eitthvað sem er meira í hendi og raunhæfara,“ segir Guðmundur Ragnar Guðmundsson, eigandi Prentmets, um útskýringar frambjóðenda Framsóknarflokksins um skuldaniðurfellingar á komandi kjörtímabili. 20. apríl 2013 07:00 "Svaraðu já eða nei" Kennarar í MR spurðu menntamálaráðherra beittra spurninga á hádegisfundi með VG í gær. Helst var rætt um lyf, samgöngumál, umhverfismál og mikla óánægju með menntamál. Fréttablaðið var á fundinum og lagði við hlustir. 19. apríl 2013 07:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Ein heimsókn breytir ekki pólitískri afstöðu Frambjóðendur Bjartrar framtíðar kynntu helstu stefnumál sín á Hjúkrunarheimilinu Eir í gær. Fréttablaðið slóst með í för og tók íbúa tali. Flestir voru á því að stutt heimsókn stjórnmálaflokka gerði ekki mikið til að breyta afstöðu þeirra. 17. apríl 2013 07:00
Ekki mikill áhugi á sjóræningjapólitík Það virtist ekki vera mikill áhugi meðal gesta Kolaportsins á að ræða við frambjóðendur Pírata í kynningarbás sínum á Gleðistíg á laugardag. Básinn var staðsettur á móti kynningarsvæði Dögunar og ekki leið á löngu þar til heyrðist frá keppinautunum. "Endilega kíkið hingað,“ kallaði einn frambjóðandi Dögunar til blaðakonu og ljósmyndara Fréttablaðsins þar sem þau reyndu árangurslaust að fá fólk í viðtöl vegna píratanna. 22. apríl 2013 07:00
Skuldirnar leiðréttar yfir heitri kakósúpu "Ég verð að segja að ég er ekki að kaupa þetta. Mér finnst persónulega tekið ansi stórt upp í sig þegar fólki eru gefnar miklar væntingar sem eru ekki í hendi, eins og sérfræðingar tjáðu sig um nýlega. Ég er á því að það sé betra að lofa minna og fara frekar í eitthvað sem er meira í hendi og raunhæfara,“ segir Guðmundur Ragnar Guðmundsson, eigandi Prentmets, um útskýringar frambjóðenda Framsóknarflokksins um skuldaniðurfellingar á komandi kjörtímabili. 20. apríl 2013 07:00
"Svaraðu já eða nei" Kennarar í MR spurðu menntamálaráðherra beittra spurninga á hádegisfundi með VG í gær. Helst var rætt um lyf, samgöngumál, umhverfismál og mikla óánægju með menntamál. Fréttablaðið var á fundinum og lagði við hlustir. 19. apríl 2013 07:00