Gerðu myndband fyrir vinsæla danska sveit Álfrún Pálsdóttir skrifar 2. maí 2013 11:00 „Þeir höfðu samband við okkur og við ákváðum að gera myndband á Íslandi enda eru þeir aðdáendur landsins,“ segir Ellen Loftsdóttir, stílisti og leikstjóri, sem í samvinnu við kærasta sinn, Þorbjörn Ingason, gerði myndband fyrir hina vinsælu dönsku hljómsveit Reptile Youth. Myndbandið var tekið upp um áramótin á Íslandi þar sem íslensk náttúra leikur stórt hlutverk ásamt hljómsveitinni og fyrirsætunni Kolfinnu Kristófersdóttur. Myndbandið, sem er við lagið Fear, hefur vakið athygli erlendra miðla á borð við Nylon Magazine, Euroman, ID Magazine og Vice Magazine en það var frumsýnt á mánudagskvöldið. „Það er gaman hversu mikla athygli þetta vekur en hljómsveitin er mjög vinsæl hérna í Danmörku,“ segir Ellen. Þau Þorbjörn mynda teymið Narvi Creative og er meðal annars með vinsælt myndband sveitarinnar GusGus við lagið Over á ferilskránni. Þau fluttu til Kaupmannahafnar síðasta haust en ásamt því að vera í Narva Creative starfar Þorbjörn hjá hönnunarskrifstofunni Thank You og Ellen er að koma sér áfram sem stílisti í Kaupmannahöfn. „Okkur hefur gengið vel að koma okkur áfram hér og þetta myndband á örugglega eftir að opna einhverjar dyr. Tísku-og tónlistarsenan hér er stór og í augnablikinu er Kaupmannahöfn staðurinn fyrir okkur.“ Tónlist Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Þeir höfðu samband við okkur og við ákváðum að gera myndband á Íslandi enda eru þeir aðdáendur landsins,“ segir Ellen Loftsdóttir, stílisti og leikstjóri, sem í samvinnu við kærasta sinn, Þorbjörn Ingason, gerði myndband fyrir hina vinsælu dönsku hljómsveit Reptile Youth. Myndbandið var tekið upp um áramótin á Íslandi þar sem íslensk náttúra leikur stórt hlutverk ásamt hljómsveitinni og fyrirsætunni Kolfinnu Kristófersdóttur. Myndbandið, sem er við lagið Fear, hefur vakið athygli erlendra miðla á borð við Nylon Magazine, Euroman, ID Magazine og Vice Magazine en það var frumsýnt á mánudagskvöldið. „Það er gaman hversu mikla athygli þetta vekur en hljómsveitin er mjög vinsæl hérna í Danmörku,“ segir Ellen. Þau Þorbjörn mynda teymið Narvi Creative og er meðal annars með vinsælt myndband sveitarinnar GusGus við lagið Over á ferilskránni. Þau fluttu til Kaupmannahafnar síðasta haust en ásamt því að vera í Narva Creative starfar Þorbjörn hjá hönnunarskrifstofunni Thank You og Ellen er að koma sér áfram sem stílisti í Kaupmannahöfn. „Okkur hefur gengið vel að koma okkur áfram hér og þetta myndband á örugglega eftir að opna einhverjar dyr. Tísku-og tónlistarsenan hér er stór og í augnablikinu er Kaupmannahöfn staðurinn fyrir okkur.“
Tónlist Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira