Hangir á hvolfi til að losna við ritstíflu Bergsteinn Sigurðsson skrifar 14. maí 2013 15:00 Nýjustu bókar Dan Brown, Inferno, er beðið með mikilli eftirvæntingu og er hún þegar komin í efsta sæti á metsölulista Amazon í krafti forsölu. Metsöluhöfundurinn Dan Brown beitir óvenjulegri aðferð til að losna við ritstíflu; hann hangir á hvolfi í sérútbúinni grind sem hann er með á skrifstofu sinni. Brown sagði blaðamanni Sunday Times frá þessu óvanalega húsráði í viðtali um helgina. Tilefnið var næsta bók höfundarins, Inferno, sem kemur út á morgun. Bóksalar gera ráð fyrir að hún verði mest selda bók ársins, en hún trónir nú þegar á toppi metsölulista Amazon í krafti forsölu. Fyrsti dómurinn birtist í New York Times á sunnudag. Ritrýnirinn er hæstánægður með verkið, segir Brown vefa alla þræði haganlega og hann sé nógu gáskafullur til að gera bókina að góðri afþreyingu; honum hafi tekist að skrifa eins konar „50 gráa skugga táknfræðinnar“. Brown er annars þögull sem gröfin um söguþráð bókarinnar, fyrir utan að bókin byggir á Gleðileiknum guðdómlega eftir Dante, og segir að þetta verði sín „myrkasta bók hingað til“. Dan Brown er einn alvinsælasti rithöfundur heims. Da Vinci lykillinn hefur selst í um 82 milljónum eintaka en síðasta bók hans, Týnda táknið, hefur verið prentuð í yfir 30 milljónum eintaka á mörgum tungumálum. Til marks um eftirvæntinguna eftir bókinni stóð erlendum útgefendum til boða að senda þýðendur í eins konar „þýðendabúðir“, þar sem þeir fengu aðgang að handritinu. Á meðan á því stóð höfðu þeir ekki aðgang að netinu og máttu ekki hafa símasamband við neinn nema fjölskyldu sína og útgefendur. Bjartur er útgefandi Dans Brown á Íslandi og er Inferno væntanleg í íslenskri þýðingu síðsumars eða í haust. „Við erum á of litlum markaði til að senda þýðanda út,“ segir Guðrún Vilmundardóttir hjá Bjarti, sem fær handritið sent til þýðingar á miðnætti í kvöld – um leið og bókin kemur út. Ingunn Snædal og Arnar Matthíasson þýða bókina saman. Menning Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fleiri fréttir Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Sjá meira
Metsöluhöfundurinn Dan Brown beitir óvenjulegri aðferð til að losna við ritstíflu; hann hangir á hvolfi í sérútbúinni grind sem hann er með á skrifstofu sinni. Brown sagði blaðamanni Sunday Times frá þessu óvanalega húsráði í viðtali um helgina. Tilefnið var næsta bók höfundarins, Inferno, sem kemur út á morgun. Bóksalar gera ráð fyrir að hún verði mest selda bók ársins, en hún trónir nú þegar á toppi metsölulista Amazon í krafti forsölu. Fyrsti dómurinn birtist í New York Times á sunnudag. Ritrýnirinn er hæstánægður með verkið, segir Brown vefa alla þræði haganlega og hann sé nógu gáskafullur til að gera bókina að góðri afþreyingu; honum hafi tekist að skrifa eins konar „50 gráa skugga táknfræðinnar“. Brown er annars þögull sem gröfin um söguþráð bókarinnar, fyrir utan að bókin byggir á Gleðileiknum guðdómlega eftir Dante, og segir að þetta verði sín „myrkasta bók hingað til“. Dan Brown er einn alvinsælasti rithöfundur heims. Da Vinci lykillinn hefur selst í um 82 milljónum eintaka en síðasta bók hans, Týnda táknið, hefur verið prentuð í yfir 30 milljónum eintaka á mörgum tungumálum. Til marks um eftirvæntinguna eftir bókinni stóð erlendum útgefendum til boða að senda þýðendur í eins konar „þýðendabúðir“, þar sem þeir fengu aðgang að handritinu. Á meðan á því stóð höfðu þeir ekki aðgang að netinu og máttu ekki hafa símasamband við neinn nema fjölskyldu sína og útgefendur. Bjartur er útgefandi Dans Brown á Íslandi og er Inferno væntanleg í íslenskri þýðingu síðsumars eða í haust. „Við erum á of litlum markaði til að senda þýðanda út,“ segir Guðrún Vilmundardóttir hjá Bjarti, sem fær handritið sent til þýðingar á miðnætti í kvöld – um leið og bókin kemur út. Ingunn Snædal og Arnar Matthíasson þýða bókina saman.
Menning Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fleiri fréttir Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Sjá meira