Quasimoto snýr aftur Kjartan Guðmundsson skrifar 13. júní 2013 16:00 Margir aðdáendur hipphopp-tónlistar glöddust innilega þegar út spurðist fyrir skemmstu að von væri á nýrri plötu frá Quasimoto, teiknuðu öðru sjálfi pródúsersins Madlib, en sá heitir í raun Otis Jackson Jr., er uppalinn í Kaliforníu Bandaríkjanna og stendur á fertugu. Átta ár eru síðan sá teiknaði sendi síðast frá sér efni (The Further Adventures of Lord Quas frá 2005) en frumraun hans, The Unseen, kom út árið 2000 og vakti gríðarlega lukku. Tónlistartímaritið Spin valdi hana sem eina af bestu plötum ársins og Madlib þótti líka forsjáll í þeirri aðgerð að gera teiknimyndapersónu að andliti músíkatriðis – nokkuð sem Damon Albarn lék eftir með Gorillaz með góðum árangri örskömmu síðar. Fljótlega kom í ljós að nýja platan frá Quasimoto, Yessir Whatever, er nokkurs konar safnskífa með lögum sem orðið hafa til á síðustu tólf árum. Nokkur þeirra eru löngu ófáanlegar b-hliðar en önnur hafa aldrei komið út áður og eru hljóðblönduð í fyrsta sinn á plötunni. Því má í raun með ágætis móti kalla Yessir Whatever nýja plötu frá hinum ímyndaða rappara. Madlib, skapari Quasimoto (sem minnir meira en lítið á hina ástsælu tuskubrúðu ALF úr sjónvarpsþáttum níunda áratugarins, en ávallt með rauðan múrstein í hendi), hefur verið afkastamikill upptökustjóri frá því í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar og starfaði meðal annars með Alkaholiks og J Dilla áður en hann sendi frá sér The Unseen. Sjálfur rappar Madlib líka í lögum sem gefin eru út undir nafni Quasimoto, en þá sem hjálparhella þess teiknaða sem er öllu æstari, með hvella rödd og leyfir sér að segja ýmislegt sem upptökustjóranum dytti aldrei í hug. Yessir Whatever kemur út næsta þriðjudag en þegar hafa birst nokkrir dómar um plötuna í erlendum vefmiðlum. Flestir eru þeir jákvæðir, þótt mörgum þyki verkið ekki jafnast á við tvær fyrri plötur Quasimoto. Þá eiga dæmendurnir flestir sameiginlegt að bíða spenntir eftir annarri „alvöru“ nýrri plötu frá Quasimoto og vonast til að ekki líði önnur átta ár þar til slík lítur dagsins ljós. Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Margir aðdáendur hipphopp-tónlistar glöddust innilega þegar út spurðist fyrir skemmstu að von væri á nýrri plötu frá Quasimoto, teiknuðu öðru sjálfi pródúsersins Madlib, en sá heitir í raun Otis Jackson Jr., er uppalinn í Kaliforníu Bandaríkjanna og stendur á fertugu. Átta ár eru síðan sá teiknaði sendi síðast frá sér efni (The Further Adventures of Lord Quas frá 2005) en frumraun hans, The Unseen, kom út árið 2000 og vakti gríðarlega lukku. Tónlistartímaritið Spin valdi hana sem eina af bestu plötum ársins og Madlib þótti líka forsjáll í þeirri aðgerð að gera teiknimyndapersónu að andliti músíkatriðis – nokkuð sem Damon Albarn lék eftir með Gorillaz með góðum árangri örskömmu síðar. Fljótlega kom í ljós að nýja platan frá Quasimoto, Yessir Whatever, er nokkurs konar safnskífa með lögum sem orðið hafa til á síðustu tólf árum. Nokkur þeirra eru löngu ófáanlegar b-hliðar en önnur hafa aldrei komið út áður og eru hljóðblönduð í fyrsta sinn á plötunni. Því má í raun með ágætis móti kalla Yessir Whatever nýja plötu frá hinum ímyndaða rappara. Madlib, skapari Quasimoto (sem minnir meira en lítið á hina ástsælu tuskubrúðu ALF úr sjónvarpsþáttum níunda áratugarins, en ávallt með rauðan múrstein í hendi), hefur verið afkastamikill upptökustjóri frá því í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar og starfaði meðal annars með Alkaholiks og J Dilla áður en hann sendi frá sér The Unseen. Sjálfur rappar Madlib líka í lögum sem gefin eru út undir nafni Quasimoto, en þá sem hjálparhella þess teiknaða sem er öllu æstari, með hvella rödd og leyfir sér að segja ýmislegt sem upptökustjóranum dytti aldrei í hug. Yessir Whatever kemur út næsta þriðjudag en þegar hafa birst nokkrir dómar um plötuna í erlendum vefmiðlum. Flestir eru þeir jákvæðir, þótt mörgum þyki verkið ekki jafnast á við tvær fyrri plötur Quasimoto. Þá eiga dæmendurnir flestir sameiginlegt að bíða spenntir eftir annarri „alvöru“ nýrri plötu frá Quasimoto og vonast til að ekki líði önnur átta ár þar til slík lítur dagsins ljós.
Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira