Stingur í augu og eyru Kjartan Guðmundsson skrifar 13. júní 2013 14:00 Jimmy Eat World Nordicphotos/getty Ein af þeim grúppum sem eru í þann mund að vaða í festivala-sumarrúntinn um Evrópu og víðar er hin erkiameríska Jimmy Eat World, band sem hefur skotið upp kollinum reglulega síðustu tuttugu árin með fremur þreytulegt háskólarokk og er kannski helst þekkt fyrir síbyljukennda smellinn The Middle („Everything, everything will be alright, alright“) sem reið húsum í upphafi aldarinnar. Undirritaður hefur þó alla tíð eingöngu haft áhuga á Jimmy Eat World vegna nafns hljómsveitarinnar, sem hlýtur að vera það allra versta sem heyrst hefur á byggðu bóli í gervallri sögu mannkyns. Í rauninni er verðugt rannsóknarefni fyrir hvers kyns fræðimenn að kanna hvernig í ósköpunum er mögulegt að láta sér detta slíkan óskapnað í hug. Jimmy Eat World. Þetta hljómsveitarnafn hefur ekkert við sig, er hvorki fyndið né frumlegt, felur ekki í sér vott af reisn (sem er reyndar býsna viðeigandi í tilfelli þessarar ákveðnu sveitar) og er ekki lýsandi fyrir eitt né neitt. Aldrei. Á tímabili voru uppi sögusagnir um að skammstöfunin, J.E.W., væri vísun til þeirrar trúar sem meðlimir bandsins aðhyllast en þær gróusögur reyndust argasta bull og vitleysa, rétt eins og fáránleg nafngiftin. Svei mér þá ef „Blubbs“ væri ekki hentugra nafn á hljómsveit. Það hefur þó einhvers konar skírskotun (fyrir suma). En auðvitað er nóg til af martraðakenndum hljómsveitanöfnum um allan heim. Í könnun Fréttablaðsins fyrir nokkrum misserum völdu álitsgjafar Pláhnetu Stebba Hilmars og félaga versta íslenska nafnið, en skammt á hæla þess fylgdu Soðin fiðla, Klamedía X, 8-villt, Gildrumezz og fleiri, og að sönnu er nærri ómögulegt að ímynda sér nokkurt þessara banda sigrandi heiminn með tónlist sinni. Þess vegna er ótrúlegt til þess að hugsa hvernig sumir, eins og meðlimir téðrar Jimmy Eat World, hafa sloppið með að velja hljómsveitum sínum ömurleg nöfn og fengið fjölda fólks til að líta fram hjá hryllingnum. Sigur Rós er til að mynda hræðilegt nafn. Líka Three Doors Down, Beady Eye, Hoobastank og Ned‘s Atomic Dustbin, sem hafa selt glás af plötum. The Beatles er meira að segja glataður fimmaur sem hefði ekki átt að fá að lifa lengur en einn konsert í Cavern-klúbbnum. „Gott kvöld, Madison Square Garden! Bjóðið velkomin á svið: Sixpence None the Richer!“ Þetta hefði alls ekki átt að ganga en gerði það samt. Aldrei segja aldrei. Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Ein af þeim grúppum sem eru í þann mund að vaða í festivala-sumarrúntinn um Evrópu og víðar er hin erkiameríska Jimmy Eat World, band sem hefur skotið upp kollinum reglulega síðustu tuttugu árin með fremur þreytulegt háskólarokk og er kannski helst þekkt fyrir síbyljukennda smellinn The Middle („Everything, everything will be alright, alright“) sem reið húsum í upphafi aldarinnar. Undirritaður hefur þó alla tíð eingöngu haft áhuga á Jimmy Eat World vegna nafns hljómsveitarinnar, sem hlýtur að vera það allra versta sem heyrst hefur á byggðu bóli í gervallri sögu mannkyns. Í rauninni er verðugt rannsóknarefni fyrir hvers kyns fræðimenn að kanna hvernig í ósköpunum er mögulegt að láta sér detta slíkan óskapnað í hug. Jimmy Eat World. Þetta hljómsveitarnafn hefur ekkert við sig, er hvorki fyndið né frumlegt, felur ekki í sér vott af reisn (sem er reyndar býsna viðeigandi í tilfelli þessarar ákveðnu sveitar) og er ekki lýsandi fyrir eitt né neitt. Aldrei. Á tímabili voru uppi sögusagnir um að skammstöfunin, J.E.W., væri vísun til þeirrar trúar sem meðlimir bandsins aðhyllast en þær gróusögur reyndust argasta bull og vitleysa, rétt eins og fáránleg nafngiftin. Svei mér þá ef „Blubbs“ væri ekki hentugra nafn á hljómsveit. Það hefur þó einhvers konar skírskotun (fyrir suma). En auðvitað er nóg til af martraðakenndum hljómsveitanöfnum um allan heim. Í könnun Fréttablaðsins fyrir nokkrum misserum völdu álitsgjafar Pláhnetu Stebba Hilmars og félaga versta íslenska nafnið, en skammt á hæla þess fylgdu Soðin fiðla, Klamedía X, 8-villt, Gildrumezz og fleiri, og að sönnu er nærri ómögulegt að ímynda sér nokkurt þessara banda sigrandi heiminn með tónlist sinni. Þess vegna er ótrúlegt til þess að hugsa hvernig sumir, eins og meðlimir téðrar Jimmy Eat World, hafa sloppið með að velja hljómsveitum sínum ömurleg nöfn og fengið fjölda fólks til að líta fram hjá hryllingnum. Sigur Rós er til að mynda hræðilegt nafn. Líka Three Doors Down, Beady Eye, Hoobastank og Ned‘s Atomic Dustbin, sem hafa selt glás af plötum. The Beatles er meira að segja glataður fimmaur sem hefði ekki átt að fá að lifa lengur en einn konsert í Cavern-klúbbnum. „Gott kvöld, Madison Square Garden! Bjóðið velkomin á svið: Sixpence None the Richer!“ Þetta hefði alls ekki átt að ganga en gerði það samt. Aldrei segja aldrei.
Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira