Geimverurnar lenda á Snæfellsnesi Bergsteinn Sigurðsson skrifar 20. júní 2013 11:00 Víkingur Kristjánsson og Kári Viðarsson „Þessi atburður hefur alltaf setið í mér og mig hefur lengi langað til að gera leiksýningu um hann,“ segir Kári Viðarsson, sem ásamt Víkingi Kristjánssyni semur og setur upp leiksýninguna 21.07, sem frumsýnd verður í Frystiklefanum á Rifi fimmtudaginn 27. júní. Verkið fjallar um fræga og undarlega uppákomu sem varð fyrir tæpum tuttugu árum síðan, nánar tiltekið 5. nóvember 1993. Þá hópaðist á sjötta hundrað áhugamanna um geimverur og fljúgandi furðuhluti vestur á Snæfellsjökul til að verða vitni að heimsókn úr geimnum, sem sjáendur víðs vegar um heiminn höfðu séð fyrir. Tímasetning lendingarinnar var nákvæm en gestirnir áttu að lenda á slaginu 21.07 um kvöldið. Íbúar á utanverðu Snæfellsnesi fóru ekki varhluta af þessum viðburði, og þeirri athygli sem hann vakti í innlendum og erlendum fjölmiðlum. Þegar á hólminn var komið létu engar geimverur sjá sig. Atburðurinn er ljóslifandi í minni Kára; árið 1993 var hann átta ára gamall og bjó á Hellissandi, þar sem dreifibréf var borið í hvert hús og koma geimveranna var kunngjörð. „Ég man að þetta hafði djúp áhrif á mig á sínum tíma,“ rifjar Kári upp. „Ég var dálítið ímyndunarveikt barn og varð sannfærður um að heimsendir væri yfirvofandi. Fyrir vikið hef ég alltaf haft það á bak við eyrað að gera leiksýningu um þetta mál. Mín sýn var að skoða þetta frá fleiri vinklum en að þetta hafi bara verið fyndin uppákoma heldur gera ólíkum sjónarhornum skil, þar á meðal mínu persónulega sjónarhorni.“Á sjotta hundrað manns safnaðist saman við norðurjaðar Snæfellsjökul 5. nóvember 1993, þar sem sjáendur höfðu sagt að geimverur myndu lenda.Verkið gerist klukkustundina áður en geimverurnar eiga að lenda. „Við fáum að kynnast fjölda persóna og upplifum atburðinn með þeirra augum,“ segir Kári. „Þarna fléttast saman sex eða sjö sögur þar sem sjónarhornið breytist eftir því hver á í hlut og viðhorf viðkomandi til þess sem er að gerast.“ Það mæðir mikið á Víkingi og Kára, því þeir leika öll hlutverkin en alls koma á bilinu fimmtán til tuttugu persónur við sögu, sem allar eiga sér raunverulegar fyrirmyndir en margra mánaða heimildarvinna liggur að baki sýningunni. „Ég tók fullt af viðtölum við fólk sem kom við sögu, bæði heimamenn og fólk sem býr í Reykjavík. Ég fór líka í gegnum gagnasafn RÚV og við fengum heimamenn til að senda okkur efni, ýmist sögur, ljósmyndir eða vídeóupptökur. Sýningin byggir á þessari vinnu en svo auðvitað ýkjum við ýmislegt og stækkum til að búa til núningsfleti og togstreitu fyrir sýninguna.“ Fimm sýningar eru á dagskrá í Frystiklefanum en Kári segir koma til greina að fjölga sýningum ef aðsókn verður góð. „Ég geri samt ekki ráð fyrir að við sýnum þetta verk oftar en sjö sinnum í sumar.“ En á sýningin eftir að fara á flakk? „Nei, ekki séns. Það er stutt á Rif úr Reykjavík og reynslan hefur sýnt að fólk er reiðubúið að leggja land undir fót til að sjá sýningar í Frystiklefanum. Þessi sýning fer ekki neitt.“ Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Þessi atburður hefur alltaf setið í mér og mig hefur lengi langað til að gera leiksýningu um hann,“ segir Kári Viðarsson, sem ásamt Víkingi Kristjánssyni semur og setur upp leiksýninguna 21.07, sem frumsýnd verður í Frystiklefanum á Rifi fimmtudaginn 27. júní. Verkið fjallar um fræga og undarlega uppákomu sem varð fyrir tæpum tuttugu árum síðan, nánar tiltekið 5. nóvember 1993. Þá hópaðist á sjötta hundrað áhugamanna um geimverur og fljúgandi furðuhluti vestur á Snæfellsjökul til að verða vitni að heimsókn úr geimnum, sem sjáendur víðs vegar um heiminn höfðu séð fyrir. Tímasetning lendingarinnar var nákvæm en gestirnir áttu að lenda á slaginu 21.07 um kvöldið. Íbúar á utanverðu Snæfellsnesi fóru ekki varhluta af þessum viðburði, og þeirri athygli sem hann vakti í innlendum og erlendum fjölmiðlum. Þegar á hólminn var komið létu engar geimverur sjá sig. Atburðurinn er ljóslifandi í minni Kára; árið 1993 var hann átta ára gamall og bjó á Hellissandi, þar sem dreifibréf var borið í hvert hús og koma geimveranna var kunngjörð. „Ég man að þetta hafði djúp áhrif á mig á sínum tíma,“ rifjar Kári upp. „Ég var dálítið ímyndunarveikt barn og varð sannfærður um að heimsendir væri yfirvofandi. Fyrir vikið hef ég alltaf haft það á bak við eyrað að gera leiksýningu um þetta mál. Mín sýn var að skoða þetta frá fleiri vinklum en að þetta hafi bara verið fyndin uppákoma heldur gera ólíkum sjónarhornum skil, þar á meðal mínu persónulega sjónarhorni.“Á sjotta hundrað manns safnaðist saman við norðurjaðar Snæfellsjökul 5. nóvember 1993, þar sem sjáendur höfðu sagt að geimverur myndu lenda.Verkið gerist klukkustundina áður en geimverurnar eiga að lenda. „Við fáum að kynnast fjölda persóna og upplifum atburðinn með þeirra augum,“ segir Kári. „Þarna fléttast saman sex eða sjö sögur þar sem sjónarhornið breytist eftir því hver á í hlut og viðhorf viðkomandi til þess sem er að gerast.“ Það mæðir mikið á Víkingi og Kára, því þeir leika öll hlutverkin en alls koma á bilinu fimmtán til tuttugu persónur við sögu, sem allar eiga sér raunverulegar fyrirmyndir en margra mánaða heimildarvinna liggur að baki sýningunni. „Ég tók fullt af viðtölum við fólk sem kom við sögu, bæði heimamenn og fólk sem býr í Reykjavík. Ég fór líka í gegnum gagnasafn RÚV og við fengum heimamenn til að senda okkur efni, ýmist sögur, ljósmyndir eða vídeóupptökur. Sýningin byggir á þessari vinnu en svo auðvitað ýkjum við ýmislegt og stækkum til að búa til núningsfleti og togstreitu fyrir sýninguna.“ Fimm sýningar eru á dagskrá í Frystiklefanum en Kári segir koma til greina að fjölga sýningum ef aðsókn verður góð. „Ég geri samt ekki ráð fyrir að við sýnum þetta verk oftar en sjö sinnum í sumar.“ En á sýningin eftir að fara á flakk? „Nei, ekki séns. Það er stutt á Rif úr Reykjavík og reynslan hefur sýnt að fólk er reiðubúið að leggja land undir fót til að sjá sýningar í Frystiklefanum. Þessi sýning fer ekki neitt.“
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp