Þjóðlagatengd leikhústónlist í forgrunni Gunnþóra Guðmundsdóttir skrifar 25. júní 2013 12:00 Framkvæmdastjórinn Gunnsteinn með dóttur sína, Áslaugu Elísabetu, sem kippir í kynið því hún hefur gaman af að spila á flygil heimilisins. Fréttablaðið/Arnþór „Þjóðlagahátíðin í ár er tileinkuð að stórum hluta leikhústengdri tónlist,“ byrjar Gunnsteinn Ólafsson tónlistarmaður inntur eftir hápunktum Þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði 2013 sem stendur frá 3. til 7. júlí. Hann nefnir lög úr leikritinu Þið munið hann Jörund með textum eftir Jónas Árnason. Edda Þórarinsdóttir ætlar að syngja þau, eins og hún gerði í tríóinu Þremur á palli þegar leikritið var sýnt hér fyrst um 1970. Nú er hún með þrjá tónlistarmenn með sér og saman kalla þau sig Fjögur á palli. Tvennir aðrir tónleikar eru svipaðs eðlis að sögn Gunnsteins. „Við erum með tónlist úr Grikkjanum Zorba eftir Theodorakis, úr samnefndri kvikmynd. Hún er flutt á grísk hljóðfæri á upprunalegan hátt, meðal annars af Ásgeiri Ásgeirssyni. Svo eru tónleikar með tónlist úr Fiðlaranum á þakinu sem verður leikin og sungin með kletzmerblæ því það er tónlist gyðinga. Þetta eru þeir þrennir tónleikar sem tengjast þema hátíðarinnar beint, þeir fara allir fram í bátahúsinu á Siglufirði og dreifast yfir hátíðina.“ Spilmenn Ríkínís, þau Örn Magnússon og Marta Guðrún Halldórsdóttir hefja hátíðina klukkan 20 á miðvikudagskvöld og flytja lög úr Þjóðlagasafni Bjarna Þorsteinssonar. „Ríkínís var tónlistarmaður sem kom hingað á 14. eða 15. öld, var á Hólum og kenndi tónlist og þau kenna sig við hann,“ útskýrir Gunnsteinn. Daginn eftir er það sönghópurinn Kvika sem stígur á svið. „Í Kviku eru fjórir ungir söngvarar sem syngja íslensk þjóðlög, kveða tvísöng og blanda dægurlögum inn í dagskrána. Þeir verða með nýtt og gamalt efni. Þar er meðal annarra Pétur Björnsson sem er góður kvæðamaður og ágætis tenór,“ heldur Gunnsteinn áfram og nefnir líka þær Júlíu Traustadóttur og Hildi Heimisdóttur sem syngja íslensk þjóðlög og leika undir á langspil. „Hildur er útlærður sellóleikari og ég held að hún sé fyrsta stúlkan sem leggur fyrir sig á unga aldri að spila á langspil. Það er gaman að fylgjast með því.“ Eitt af atriðum hátíðarinnar er þjóðlagaakademía. Það eru háskólanámskeið sem erlendir gestir koma á og Gunnsteinn segir að þeir verði líka með áhugaverða tónleika. Hann tekur fram að það sem hér hefur verið nefnt sé bara brot af því sem í boði sé. „Mér telst til að atriðin á hátíðinni séu 24, segir hann og nefnir að síðustu lokatónleikana þann 7. júlí með Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, þar sem frumflutt verður nýtt verk eftir Huga Guðmundsson og Hnotubrjóturinn er á dagskrá. „Að þeim tónleikum loknum verður afhjúpaður minnisvarði um Bjarna Þorsteinsson þjóðlagasafnara fyrir utan Siglufjarðarkirkju,“ segir Gunnsteinn. „Bjarni bjó alla tíð hér á Siglufirði og lét eftir sig mikinn arf sem við byggjum á.“ Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Þjóðlagahátíðin í ár er tileinkuð að stórum hluta leikhústengdri tónlist,“ byrjar Gunnsteinn Ólafsson tónlistarmaður inntur eftir hápunktum Þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði 2013 sem stendur frá 3. til 7. júlí. Hann nefnir lög úr leikritinu Þið munið hann Jörund með textum eftir Jónas Árnason. Edda Þórarinsdóttir ætlar að syngja þau, eins og hún gerði í tríóinu Þremur á palli þegar leikritið var sýnt hér fyrst um 1970. Nú er hún með þrjá tónlistarmenn með sér og saman kalla þau sig Fjögur á palli. Tvennir aðrir tónleikar eru svipaðs eðlis að sögn Gunnsteins. „Við erum með tónlist úr Grikkjanum Zorba eftir Theodorakis, úr samnefndri kvikmynd. Hún er flutt á grísk hljóðfæri á upprunalegan hátt, meðal annars af Ásgeiri Ásgeirssyni. Svo eru tónleikar með tónlist úr Fiðlaranum á þakinu sem verður leikin og sungin með kletzmerblæ því það er tónlist gyðinga. Þetta eru þeir þrennir tónleikar sem tengjast þema hátíðarinnar beint, þeir fara allir fram í bátahúsinu á Siglufirði og dreifast yfir hátíðina.“ Spilmenn Ríkínís, þau Örn Magnússon og Marta Guðrún Halldórsdóttir hefja hátíðina klukkan 20 á miðvikudagskvöld og flytja lög úr Þjóðlagasafni Bjarna Þorsteinssonar. „Ríkínís var tónlistarmaður sem kom hingað á 14. eða 15. öld, var á Hólum og kenndi tónlist og þau kenna sig við hann,“ útskýrir Gunnsteinn. Daginn eftir er það sönghópurinn Kvika sem stígur á svið. „Í Kviku eru fjórir ungir söngvarar sem syngja íslensk þjóðlög, kveða tvísöng og blanda dægurlögum inn í dagskrána. Þeir verða með nýtt og gamalt efni. Þar er meðal annarra Pétur Björnsson sem er góður kvæðamaður og ágætis tenór,“ heldur Gunnsteinn áfram og nefnir líka þær Júlíu Traustadóttur og Hildi Heimisdóttur sem syngja íslensk þjóðlög og leika undir á langspil. „Hildur er útlærður sellóleikari og ég held að hún sé fyrsta stúlkan sem leggur fyrir sig á unga aldri að spila á langspil. Það er gaman að fylgjast með því.“ Eitt af atriðum hátíðarinnar er þjóðlagaakademía. Það eru háskólanámskeið sem erlendir gestir koma á og Gunnsteinn segir að þeir verði líka með áhugaverða tónleika. Hann tekur fram að það sem hér hefur verið nefnt sé bara brot af því sem í boði sé. „Mér telst til að atriðin á hátíðinni séu 24, segir hann og nefnir að síðustu lokatónleikana þann 7. júlí með Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, þar sem frumflutt verður nýtt verk eftir Huga Guðmundsson og Hnotubrjóturinn er á dagskrá. „Að þeim tónleikum loknum verður afhjúpaður minnisvarði um Bjarna Þorsteinsson þjóðlagasafnara fyrir utan Siglufjarðarkirkju,“ segir Gunnsteinn. „Bjarni bjó alla tíð hér á Siglufirði og lét eftir sig mikinn arf sem við byggjum á.“
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp