Gómsætir brúðkaups kökupinnar Marín Manda skrifar 29. júní 2013 13:00 Kökupinnar Berglindar eru algjör dásemd. „Kökupinnar eru í flestum tilfellum blanda af köku og kremi sem rúllað er í kúlur, þær settar á prik og dýft í hjúp. Möguleikar í blöndun eru hins vegar óteljandi og mæli ég með því að fólk prófi sig áfram með það sem þeim þykir best,” segir Berglind Hreiðarsdóttir, mannauðsstjóri hjá World Class.Berglind Hreiðarsdóttir.Bakstur og kökuskreytingar eru áhugamál Berglindar en hún var fengin til að útbúa þessa dásemdar kökupinna fyrir brúðkaup vinfólks hennar sem giftu sig í þessum mánuði. Boðið var upp á pinnana með fordrykknum þar sem brúðhjónunum fannst þetta falleg og nýstárleg hugmynd, ásamt því sem kökupinnar eru dásamlegir á bragðið. Í brúðkaupinu voru tvær tegundir í boði, fjólubláir pinnar fyrir brúðgumann en þeir innihéldu vanilluköku, vanillusmjörkrem, saxað suðusúkkulaði og maukuð fersk jarðarber. Að ósk brúðarinnar voru hvítirpinnar sem innihéldu vanilluköku, vanillusmjörkrem, hvítt saxað súkkulaði og þykka karamellusósu. Áhugasamir geta lært allt um kökupinna á námskeiðum hjá Gotterí og Gersemum sem hefjast að nýju í haust. Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun
„Kökupinnar eru í flestum tilfellum blanda af köku og kremi sem rúllað er í kúlur, þær settar á prik og dýft í hjúp. Möguleikar í blöndun eru hins vegar óteljandi og mæli ég með því að fólk prófi sig áfram með það sem þeim þykir best,” segir Berglind Hreiðarsdóttir, mannauðsstjóri hjá World Class.Berglind Hreiðarsdóttir.Bakstur og kökuskreytingar eru áhugamál Berglindar en hún var fengin til að útbúa þessa dásemdar kökupinna fyrir brúðkaup vinfólks hennar sem giftu sig í þessum mánuði. Boðið var upp á pinnana með fordrykknum þar sem brúðhjónunum fannst þetta falleg og nýstárleg hugmynd, ásamt því sem kökupinnar eru dásamlegir á bragðið. Í brúðkaupinu voru tvær tegundir í boði, fjólubláir pinnar fyrir brúðgumann en þeir innihéldu vanilluköku, vanillusmjörkrem, saxað suðusúkkulaði og maukuð fersk jarðarber. Að ósk brúðarinnar voru hvítirpinnar sem innihéldu vanilluköku, vanillusmjörkrem, hvítt saxað súkkulaði og þykka karamellusósu. Áhugasamir geta lært allt um kökupinna á námskeiðum hjá Gotterí og Gersemum sem hefjast að nýju í haust.
Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun