Millilending fyrir næstu plötur Freyr Bjarnason skrifar 4. júlí 2013 09:00 Tónlistarmaðurinn Ummi hefur gefið út sína aðra sólóplötu. fréttablaðið/pjetur Tónlistamaðurinn Ummi Guðjónsson hefur sent frá sér sína aðra sólóplötu, Stundum er minna meira. Hún kemur út á vínyl og geisladiski og inniheldur tólf frumsamin lög. Platan var tekin upp í Litla-Skarði í Borgarfirði vorið 2011 og í Hafnarfirði, Kaupmannahöfn og London í fyrra. „Ég valdi lög til upptöku fyrir þessa plötu með það fyrir augum að loka því sem ég byrjaði á með fyrstu sólóplötu minni og á sama tíma fara í átt að næstu plötum sem ég er með í vinnslu um þessar mundir. Þannig er þessi plata að mörgu leyti millilending eða tengiflug við það sem koma skal,“ segir Ummi. Hann er fæddur og uppalinn á Djúpavogi en hefur verið búsettur erlendis síðastliðin sextán ár. Hann gaf út sína fyrstu sólóplötu árið 2010 og var á árum áður annar helmingur og lagasmiður hljómsveitarinnar Sólstrandargæjarnir ásamt Jónasi Sigurðssyni. Ummi er menntaður í teiknimyndagerð og er með BA-gráðu í computer animation frá Bournemouth-háskóla í Englandi. Hann hefur starfað við tæknibrellugerð í London síðastliðin tíu ár og unnið við nokkrar af stærstu kvikmyndum samtímans á borð við Avatar og Harry Potter. Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Tónlistamaðurinn Ummi Guðjónsson hefur sent frá sér sína aðra sólóplötu, Stundum er minna meira. Hún kemur út á vínyl og geisladiski og inniheldur tólf frumsamin lög. Platan var tekin upp í Litla-Skarði í Borgarfirði vorið 2011 og í Hafnarfirði, Kaupmannahöfn og London í fyrra. „Ég valdi lög til upptöku fyrir þessa plötu með það fyrir augum að loka því sem ég byrjaði á með fyrstu sólóplötu minni og á sama tíma fara í átt að næstu plötum sem ég er með í vinnslu um þessar mundir. Þannig er þessi plata að mörgu leyti millilending eða tengiflug við það sem koma skal,“ segir Ummi. Hann er fæddur og uppalinn á Djúpavogi en hefur verið búsettur erlendis síðastliðin sextán ár. Hann gaf út sína fyrstu sólóplötu árið 2010 og var á árum áður annar helmingur og lagasmiður hljómsveitarinnar Sólstrandargæjarnir ásamt Jónasi Sigurðssyni. Ummi er menntaður í teiknimyndagerð og er með BA-gráðu í computer animation frá Bournemouth-háskóla í Englandi. Hann hefur starfað við tæknibrellugerð í London síðastliðin tíu ár og unnið við nokkrar af stærstu kvikmyndum samtímans á borð við Avatar og Harry Potter.
Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira