Samstarfið með Friðriki Dór gekk vel Sara McMahon skrifar 4. júlí 2013 08:30 Friðrik Dór syngur lagið Glaðasti hundur í heimi sem er á nýjustu barnaplötu Gunnars Hjálmarssonar, Alheimurinn! Fréttablaðið/Valli „Samstarfið gekk mjög vel. Hann þurfti náttúrulega að leggja land undir fót og kom til Keflavíkur í stúdíóið, það er alltaf létt yfir mönnum þegar þeir eru komnir út á land,“ segir tónlistarmaðurinn Gunnar Hjálmarsson um samstarf sitt og söngvarans Friðriks Dórs Jónssonar. Sá síðarnefndi syngur lagið Glaðasti hundur í heimi af barnaplötunni Alheimurinn! Platan er önnur barnaplata Gunnars, eða Dr. Gunna eins og hann er betur þekktur, en sú fyrri, Abbabbabb, kom út árið 1997. Á plötunni eru fjórtán lög sem Dr. Gunni samdi í samstarfi við tónlistarkonuna Ragnheiði Eiríksdóttur. Sex laganna eru sungin af gestasöngvurum en þegar Dr. Gunni er spurður nánar út í þá vill hann lítið láta uppi. „Það er enn þá leyndarmál. Ég get sagt þér að eitt lag er sungið af þremur stórstirnum sem aldrei hafa sungið saman áður, annað er sungið af manni sem er mjög vinsæll og enn annað er sungið af söngkonu í mjög vinsælli hljómsveit.“ Glaðasti hundur í heimi verður frumfluttur í útvarpi í dag en einnig má nálgast lagið á Spotify, Tónlist.is og Youtube. Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Samstarfið gekk mjög vel. Hann þurfti náttúrulega að leggja land undir fót og kom til Keflavíkur í stúdíóið, það er alltaf létt yfir mönnum þegar þeir eru komnir út á land,“ segir tónlistarmaðurinn Gunnar Hjálmarsson um samstarf sitt og söngvarans Friðriks Dórs Jónssonar. Sá síðarnefndi syngur lagið Glaðasti hundur í heimi af barnaplötunni Alheimurinn! Platan er önnur barnaplata Gunnars, eða Dr. Gunna eins og hann er betur þekktur, en sú fyrri, Abbabbabb, kom út árið 1997. Á plötunni eru fjórtán lög sem Dr. Gunni samdi í samstarfi við tónlistarkonuna Ragnheiði Eiríksdóttur. Sex laganna eru sungin af gestasöngvurum en þegar Dr. Gunni er spurður nánar út í þá vill hann lítið láta uppi. „Það er enn þá leyndarmál. Ég get sagt þér að eitt lag er sungið af þremur stórstirnum sem aldrei hafa sungið saman áður, annað er sungið af manni sem er mjög vinsæll og enn annað er sungið af söngkonu í mjög vinsælli hljómsveit.“ Glaðasti hundur í heimi verður frumfluttur í útvarpi í dag en einnig má nálgast lagið á Spotify, Tónlist.is og Youtube.
Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira