Leikkonan Toni Collette fer með hlutverk í kvikmyndinni The Way, Way Back. Þar leikur hún aftur á móti Steve Carell, en þau léku síðast saman í gamanmyndinni Little Miss Sunshine.
The Way, Way Back segir frá ungum dreng, Duncan, sem fer í frí með móður sinni, kærasta hennar og dóttur hans. Duncan vingast við Owen, framkvæmdastjóra vatnagarðsins Water Wizz. Collette lýsir myndinni sem fullkominni.
„Líkt og Little Miss Sunshine er þessi mynd með stórt hjarta og mjög fyndin. Fyrir mér er það hin fullkomna kvikmynd,“ sagði leikkonan.
Bíó og sjónvarp