Sindri fer í fleiri heimsóknir í haust 17. júlí 2013 20:30 Sindri heimsækir Agnesi M. Sigurðardóttur biskup í fyrsta þætti haustsins. Þættirnir Heimsókn í umsjón hins geðþekka Sindra Sindrasonar hafa notið mikilla vinsælda í vetur. Í þáttunum heimsótti Sindri bæði þekkta og óþekkta Íslendinga, fékk að skoða heimili þeirra og fræðast um líf þeirra og tilveru. Því ættu margir að gleðjast yfir þeim fréttum að þátturinn heldur áfram á Stöð tvö í haust. „Það hefur verið ótrúlega skemmtileg upplifun að fá að heimsækja allt þetta fólk,“ segir Sindri, sem fór í fjörutíu heimsóknir síðastliðinn vetur og var alltaf vel tekið. „Þátturinn snýst ekki um að heimsækja heimili sem eru að mínum eigin smekk heldur reyni ég að heimsækja fólk sem hefur mismunandi bakgrunn, smekk og áherslur á sínu heimili,“ segir Sindri og bætir við að heimilið geti sagt ansi margt um manneskjuna sjálfa.Hvernig gengur að fá fólk til að bjóða landanum inn á gafl? „Það gengur alltaf betur og betur að fá fólk til að taka þátt. Vissulega eru sumir feimnir en fólk er æ oftar tilbúið til að láta slag standa, sérstaklega þegar það hefur séð hvernig til hefur tekist í vetur,“ segir Sindri og telur Heimsókn skemmtilega blöndu af Innliti/útliti og Sjálfstæðu fólki. „Við ræðum við fólkið bæði um hönnun og hugmyndir á heimilinu en ekki síður um líf þess og hvað það stendur fyrir.“ Þættirnir hefjast að nýju í september og tökur eru þegar hafnar. „Í fyrsta þætti haustsins förum við í heimsókn til Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands,“ segir Sindri en meðal gestgjafa hans í vetur verður allt frá listamönnum og fólki í viðskiptalífinu upp í pólitíkusa og allt þar á milli. Sindri segist mjög þakklátur þeim sem veita honum ábendingar um skemmtileg heimili. Þeir sem vita af slíkum mega hafa samband við hann á sindri@stod2.is. Hér fyrir neðan má sjá síðasta þátt fyrstu þáttaraðar, sem fór í loftið fyrr í sumar, en þar rifjar Sindri upp þær 40 heimsóknir sem hann hefur farið í. Heimsókn Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Sjá meira
Þættirnir Heimsókn í umsjón hins geðþekka Sindra Sindrasonar hafa notið mikilla vinsælda í vetur. Í þáttunum heimsótti Sindri bæði þekkta og óþekkta Íslendinga, fékk að skoða heimili þeirra og fræðast um líf þeirra og tilveru. Því ættu margir að gleðjast yfir þeim fréttum að þátturinn heldur áfram á Stöð tvö í haust. „Það hefur verið ótrúlega skemmtileg upplifun að fá að heimsækja allt þetta fólk,“ segir Sindri, sem fór í fjörutíu heimsóknir síðastliðinn vetur og var alltaf vel tekið. „Þátturinn snýst ekki um að heimsækja heimili sem eru að mínum eigin smekk heldur reyni ég að heimsækja fólk sem hefur mismunandi bakgrunn, smekk og áherslur á sínu heimili,“ segir Sindri og bætir við að heimilið geti sagt ansi margt um manneskjuna sjálfa.Hvernig gengur að fá fólk til að bjóða landanum inn á gafl? „Það gengur alltaf betur og betur að fá fólk til að taka þátt. Vissulega eru sumir feimnir en fólk er æ oftar tilbúið til að láta slag standa, sérstaklega þegar það hefur séð hvernig til hefur tekist í vetur,“ segir Sindri og telur Heimsókn skemmtilega blöndu af Innliti/útliti og Sjálfstæðu fólki. „Við ræðum við fólkið bæði um hönnun og hugmyndir á heimilinu en ekki síður um líf þess og hvað það stendur fyrir.“ Þættirnir hefjast að nýju í september og tökur eru þegar hafnar. „Í fyrsta þætti haustsins förum við í heimsókn til Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands,“ segir Sindri en meðal gestgjafa hans í vetur verður allt frá listamönnum og fólki í viðskiptalífinu upp í pólitíkusa og allt þar á milli. Sindri segist mjög þakklátur þeim sem veita honum ábendingar um skemmtileg heimili. Þeir sem vita af slíkum mega hafa samband við hann á sindri@stod2.is. Hér fyrir neðan má sjá síðasta þátt fyrstu þáttaraðar, sem fór í loftið fyrr í sumar, en þar rifjar Sindri upp þær 40 heimsóknir sem hann hefur farið í.
Heimsókn Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Sjá meira