Komust í klikkaðar græjur frá Kraftwerk Kristjana Arnarsdóttir skrifar 22. júlí 2013 07:30 Þeir Berndsen og Hermigervill vinna að nýrri plötu. Titillag hennar er tekið upp með græjum sem áður voru í eigu Kraftwerk. Fréttablaðið/gva „Þegar ég sá þessar græjur hugsaði ég með mér að ég yrði hreinlega að fá að nota þær," segir tónlistarmaðurinn Davíð Berndsen, sem um þessar mundir vinnur að gerð nýrrar plötu ásamt Sveinbirni Thorarensen, öllu þekktari undir listamannsnafninu Hermigervill. Davíð var nýverið í Hollandi þar sem hann komst í kynni við heimamann sem hafði keypt græjur úr upptökustúdíói þýsku rafhljómsveitarinnar Kraftwerks. Það varð úr að Davíð fékk leyfi til þess að nota græjurnar við upptökur á eigin efni. „Sveinbjörn bjó í Antwerpen og hann tók bara fyrstu lest yfir og við fórum strax að vinna í efninu," segir Davíð. Þeir félagar luku við titillag plötunnar og ber lagið heitið Planet Earth. „Þarna fengum við loksins þetta „sound" sem við vorum að leita að og er lagið undir miklum áhrifum frá Kraftwerk," bætir Davíð við. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem tvíeykið starfar saman en Sveinbjörn var Davíð innan handar við gerð plötunnar Lover in the Dark sem kom út árið 2009. Platan sem nú er í undirbúningi kemur með haustinu en titillagið, Planet Earth, fer í spilun á næstu dögum. Hann segir þá félaga deila gríðarlegum áhuga á gömlum græjum líkt og þeirri sem var í eigu Kraftwerk. „Tónlistin sem við gerum er undir miklum áhrifum eitís-tónlistar og við erum aðallega að nota svona gamlar græjur. Við eyðum nánast öllum laununum okkar í að kaupa svona gamalt drasl," segir Davíð hress að lokum. Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira
„Þegar ég sá þessar græjur hugsaði ég með mér að ég yrði hreinlega að fá að nota þær," segir tónlistarmaðurinn Davíð Berndsen, sem um þessar mundir vinnur að gerð nýrrar plötu ásamt Sveinbirni Thorarensen, öllu þekktari undir listamannsnafninu Hermigervill. Davíð var nýverið í Hollandi þar sem hann komst í kynni við heimamann sem hafði keypt græjur úr upptökustúdíói þýsku rafhljómsveitarinnar Kraftwerks. Það varð úr að Davíð fékk leyfi til þess að nota græjurnar við upptökur á eigin efni. „Sveinbjörn bjó í Antwerpen og hann tók bara fyrstu lest yfir og við fórum strax að vinna í efninu," segir Davíð. Þeir félagar luku við titillag plötunnar og ber lagið heitið Planet Earth. „Þarna fengum við loksins þetta „sound" sem við vorum að leita að og er lagið undir miklum áhrifum frá Kraftwerk," bætir Davíð við. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem tvíeykið starfar saman en Sveinbjörn var Davíð innan handar við gerð plötunnar Lover in the Dark sem kom út árið 2009. Platan sem nú er í undirbúningi kemur með haustinu en titillagið, Planet Earth, fer í spilun á næstu dögum. Hann segir þá félaga deila gríðarlegum áhuga á gömlum græjum líkt og þeirri sem var í eigu Kraftwerk. „Tónlistin sem við gerum er undir miklum áhrifum eitís-tónlistar og við erum aðallega að nota svona gamlar græjur. Við eyðum nánast öllum laununum okkar í að kaupa svona gamalt drasl," segir Davíð hress að lokum.
Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira