Tónlist Ylju í bresku brúðkaupi Kristjana Arnarsdóttir skrifar 31. júlí 2013 08:00 Þær Guðný Gígja Skjaldardóttir og Bjartey Sveinsdóttir eru forsprakkar hljómsveitarinnar Ylju. Hljómsveitinni bárust ansi skemmtileg skilaboð á dögunum. fréttablaðið/hag „Þetta var alveg mjög skemmtilegt. Við eigum enskan texta við lagið svo ætli við sendum það ekki á hana,“ segir Guðný Gígja Skjaldardóttir úr hljómsveitinni Ylju, en hljómsveitarmeðlimum bárust skemmtileg skilaboð á Facebook á dögunum. Bresk kona setti sig í samband við hljómsveitina og tjáði þeim að frændi sinn og kærasta hans hefðu nýverið heimsótt Ísland og hann gert sér lítið fyrir og beðið stúlkunnar í Bláa lóninu. Daginn eftir hafði hið nýtrúlofaða par síðan farið í íslenska plötuverslun þar sem starfsmaðurinn mælti með plötu Ylju sem samnefnd er sveitinni. Nú styttist í sjálft brúðkaupið og hefur hin tilvonandi brúður ákveðið að ganga upp að altarinu meðan hið vinsæla lag hljómsveitarinnar, Út, hljómar, þótt hún viti ekkert um hvað textinn fjallar. „Konan spyr svo hvort við eigum ekki mögulega enskan texta við lagið því að hana langi svo að gefa þeim hann að gjöf. Íslenska lagið er ekki beint ástarlag, textinn er kannski svolítið mikið bull og grín hjá okkur Bjarteyju. En við fengum strák til þess að þýða þetta yfir á ensku og hann gerði þetta að hálfgerðu ástarlagi svo við sýnum henni eflaust textann,“ segir Guðný Gígja. Hún segir að hljómsveitin hafi haft í nógu að snúast í sumar en nýverið fjölgaði meðlimum hennar um tvo. „Nú erum við orðin fimm en við erum búin að vera þrjú frá árinu 2011. Við höfðum lengi leitað að bassaleikara og fengum svo litla frænda minn til þess að taka það sér. Eins höfðum við Bjartey sjálfar séð um að spila aðeins á trommur en ákváðum svo að fá annan í verkið,“ segir Guðný Gígja. Hljómsveitin spilar víða um verslunarmannahelgina. „Við verðum á Laugalandi á edrúhátíðinni á föstudaginn, spilum svo á Innipúkanum á laugardaginn og á sunnudaginn verðum við á Hótel Búðum á Snæfellsnesi. Svo það er brjálað að gera hjá okkur,“ segir Guðný Gígja sæl að lokum. Hér að neðan má heyra lagið Út. Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Þetta var alveg mjög skemmtilegt. Við eigum enskan texta við lagið svo ætli við sendum það ekki á hana,“ segir Guðný Gígja Skjaldardóttir úr hljómsveitinni Ylju, en hljómsveitarmeðlimum bárust skemmtileg skilaboð á Facebook á dögunum. Bresk kona setti sig í samband við hljómsveitina og tjáði þeim að frændi sinn og kærasta hans hefðu nýverið heimsótt Ísland og hann gert sér lítið fyrir og beðið stúlkunnar í Bláa lóninu. Daginn eftir hafði hið nýtrúlofaða par síðan farið í íslenska plötuverslun þar sem starfsmaðurinn mælti með plötu Ylju sem samnefnd er sveitinni. Nú styttist í sjálft brúðkaupið og hefur hin tilvonandi brúður ákveðið að ganga upp að altarinu meðan hið vinsæla lag hljómsveitarinnar, Út, hljómar, þótt hún viti ekkert um hvað textinn fjallar. „Konan spyr svo hvort við eigum ekki mögulega enskan texta við lagið því að hana langi svo að gefa þeim hann að gjöf. Íslenska lagið er ekki beint ástarlag, textinn er kannski svolítið mikið bull og grín hjá okkur Bjarteyju. En við fengum strák til þess að þýða þetta yfir á ensku og hann gerði þetta að hálfgerðu ástarlagi svo við sýnum henni eflaust textann,“ segir Guðný Gígja. Hún segir að hljómsveitin hafi haft í nógu að snúast í sumar en nýverið fjölgaði meðlimum hennar um tvo. „Nú erum við orðin fimm en við erum búin að vera þrjú frá árinu 2011. Við höfðum lengi leitað að bassaleikara og fengum svo litla frænda minn til þess að taka það sér. Eins höfðum við Bjartey sjálfar séð um að spila aðeins á trommur en ákváðum svo að fá annan í verkið,“ segir Guðný Gígja. Hljómsveitin spilar víða um verslunarmannahelgina. „Við verðum á Laugalandi á edrúhátíðinni á föstudaginn, spilum svo á Innipúkanum á laugardaginn og á sunnudaginn verðum við á Hótel Búðum á Snæfellsnesi. Svo það er brjálað að gera hjá okkur,“ segir Guðný Gígja sæl að lokum. Hér að neðan má heyra lagið Út.
Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira