Ný stuttskífa frá Kimono Sara McMahon skrifar 31. júlí 2013 11:00 Kimono gefur út stuttskífuna Aquarium í dag. Sveitin kemur svo fram á tónleikum annað kvöld. Mynd/valdís Thor Hljómsveitin Kimono gefur út stuttskífuna Aquarium í dag og spilar á útgáfutónleikum á Faktorý annað kvöld. Sveitin hyggst jafnframt nýta tækifærið til að kveðja tónleikastaðinn sem rennur brátt sitt skeið. Nýja stuttskífan inniheldur tuttugu mínútna langt lag sem er afrakstur áframhaldandi vinnu tríósins með hið lifandi upptökuform sem heyra mátti á síðustu plötu þeirra, Easy Music for Difficult People. „Þetta gerist bara stundum. Við höfum alltaf troðið mikið af hugmyndum inn í hvert lag og þarna gleymdum við okkur og fórum langt yfir strikið,“ segir Gylfi Blöndal, gítar- og bassaleikari, þegar hann er spurður út í lengd lagsins. Hann segir enn óákveðið hvort lagið verði spilað á tónleikunum annað kvöld. „Við erum að velta þessu fyrir okkur. Það gæti þó vel verið að við tökum það í einhverri mynd á tónleikunum.“ Fólki gefst kostur á að streyma stuttskífuna á Soundcloud og Youtube í dag eða kaupa hana til niðurhals á Bandcamp. Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 22 á Faktorý annað kvöld og er aðgangseyrir 1500 krónur. Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Hljómsveitin Kimono gefur út stuttskífuna Aquarium í dag og spilar á útgáfutónleikum á Faktorý annað kvöld. Sveitin hyggst jafnframt nýta tækifærið til að kveðja tónleikastaðinn sem rennur brátt sitt skeið. Nýja stuttskífan inniheldur tuttugu mínútna langt lag sem er afrakstur áframhaldandi vinnu tríósins með hið lifandi upptökuform sem heyra mátti á síðustu plötu þeirra, Easy Music for Difficult People. „Þetta gerist bara stundum. Við höfum alltaf troðið mikið af hugmyndum inn í hvert lag og þarna gleymdum við okkur og fórum langt yfir strikið,“ segir Gylfi Blöndal, gítar- og bassaleikari, þegar hann er spurður út í lengd lagsins. Hann segir enn óákveðið hvort lagið verði spilað á tónleikunum annað kvöld. „Við erum að velta þessu fyrir okkur. Það gæti þó vel verið að við tökum það í einhverri mynd á tónleikunum.“ Fólki gefst kostur á að streyma stuttskífuna á Soundcloud og Youtube í dag eða kaupa hana til niðurhals á Bandcamp. Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 22 á Faktorý annað kvöld og er aðgangseyrir 1500 krónur.
Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira