Hrífst af fegurðinni í óhugnaði og myrkri Friðrika Benónýsdóttir skrifar 1. ágúst 2013 12:00 Þórður Grímsson sýnir í Artímu galleríi til 4. ágúst. Fréttablaðið/Arnþór Ég hef verið að rannsaka geómetrísk tákn út frá hinni heilögu geómetríu og gullinsniði, sem sagt þeim táknum og mælieiningum sem binda heiminn saman,“ segir Þórður Grímsson myndlistarmaður sem í gærkvöldi opnaði sýninguna Skyndreymi og táknvilla í Artímu galleríi undir listamannsnafninu Svartval. „Mér finnst einhver fagurfræði í þessum táknum og formúlum þannig að ég tek þau inn og bý til minn eigin heim sem vonandi segir áhorfendunum eitthvað um þessa rannsókn.“ Inn í þennan heim Þórðar spila kenningar Jungs og Freuds en hann segir það beintengt þeim rannsóknum sem hann hefur stundað. „Það er þessi sameiginlega undirmeðvitund, það að við skynjum öll tákn á svipaðan hátt, og svo að sjálfsögðu óhugnaðurinn í listum og hverjar eru forsendur heimsins sem maður býður fólki inn í í verkunum.“ Þórður útskrifaðist úr LHÍ 2009 og hefur síðan haldið eina einkasýningu á ári auk þess að taka þátt í samsýningum. Eru viðfangsefni hans alltaf þau sömu? „Já, ég hef eiginlega alltaf verið að vinna í þessum heimi. Ekki alltaf í sama miðlinum samt, hef unnið í hina og þessa miðla. Á þessari sýningu er mikið prentverk og teikningar, en áður hef ég stundum verið í blekmálun, vídeói og bara þeim miðli sem hentar efniviðnum best hverju sinni.“ Þórður segir áhugann á þessum heimi hafa kviknað þegar hann vann að BA-ritgerð sinni sem fjallaði um óhugnað í listum. „Hvað það er sem vekur óhug og fegurð á sama tíma og hvaða fegurð leynist í myrkrinu. Það er það sem hrífur mig.“ Nafn sýningarinnar er nokkuð sérstakt, hvað liggur þar að baki? „Þetta er svona orðarugl úr orðunum skynvilla og tákndreymi. Mann dreymir tákn og ég vildi snúa þessu við og búa til einhver ekki-orð.“ Þetta listamannsnafn, Svartval, hvaða merkingu hefur það? „Þetta er bara nafn sem ég hef notað lengi og hefur vísun í Stórval þar sem hann var naívískur málari. Sjálfur er ég naívískur hugarlandslagsmálari.“ Sýningin í Artímu stendur til 4. ágúst og sýningarstjórar eru Heiða Jónsdóttir og Anna Margrét Björnsson. Menning Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fleiri fréttir Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Sjá meira
Ég hef verið að rannsaka geómetrísk tákn út frá hinni heilögu geómetríu og gullinsniði, sem sagt þeim táknum og mælieiningum sem binda heiminn saman,“ segir Þórður Grímsson myndlistarmaður sem í gærkvöldi opnaði sýninguna Skyndreymi og táknvilla í Artímu galleríi undir listamannsnafninu Svartval. „Mér finnst einhver fagurfræði í þessum táknum og formúlum þannig að ég tek þau inn og bý til minn eigin heim sem vonandi segir áhorfendunum eitthvað um þessa rannsókn.“ Inn í þennan heim Þórðar spila kenningar Jungs og Freuds en hann segir það beintengt þeim rannsóknum sem hann hefur stundað. „Það er þessi sameiginlega undirmeðvitund, það að við skynjum öll tákn á svipaðan hátt, og svo að sjálfsögðu óhugnaðurinn í listum og hverjar eru forsendur heimsins sem maður býður fólki inn í í verkunum.“ Þórður útskrifaðist úr LHÍ 2009 og hefur síðan haldið eina einkasýningu á ári auk þess að taka þátt í samsýningum. Eru viðfangsefni hans alltaf þau sömu? „Já, ég hef eiginlega alltaf verið að vinna í þessum heimi. Ekki alltaf í sama miðlinum samt, hef unnið í hina og þessa miðla. Á þessari sýningu er mikið prentverk og teikningar, en áður hef ég stundum verið í blekmálun, vídeói og bara þeim miðli sem hentar efniviðnum best hverju sinni.“ Þórður segir áhugann á þessum heimi hafa kviknað þegar hann vann að BA-ritgerð sinni sem fjallaði um óhugnað í listum. „Hvað það er sem vekur óhug og fegurð á sama tíma og hvaða fegurð leynist í myrkrinu. Það er það sem hrífur mig.“ Nafn sýningarinnar er nokkuð sérstakt, hvað liggur þar að baki? „Þetta er svona orðarugl úr orðunum skynvilla og tákndreymi. Mann dreymir tákn og ég vildi snúa þessu við og búa til einhver ekki-orð.“ Þetta listamannsnafn, Svartval, hvaða merkingu hefur það? „Þetta er bara nafn sem ég hef notað lengi og hefur vísun í Stórval þar sem hann var naívískur málari. Sjálfur er ég naívískur hugarlandslagsmálari.“ Sýningin í Artímu stendur til 4. ágúst og sýningarstjórar eru Heiða Jónsdóttir og Anna Margrét Björnsson.
Menning Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fleiri fréttir Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Sjá meira