Líður vel á Indlandi Ásgerður Ottesen skrifar 3. ágúst 2013 11:00 Heba Björg Hallgrímsdóttir vinnur og starfar innan tískuiðnaðarins á Indlandi. „Eins og er, er ég að framleiða fyrir nokkra aðila á Íslandi, til að mynda fatamerkið Helicopter og E-label ásamt nokkrum aðilum í London. Þetta hefur svona hægt og rólega verið að vinda upp á sig og alltaf fleiri að hafa samband það er ekki hlaupið að því að finna góða framleiðendur,“ segir Heba Björg Hallgrímsdóttir sem flutti til Indlands í byrjun árs. „Ég var svo heppin að kynnast strák í borginni Pondycherry hér Indlandi, sem hafði verið að vinna við framleiðslu í Delhi síðastliðin tuttugu ár. Ég flutti með allt mitt hafurtask til Delhi og hef verið heppin að fá frábær viðskiptatengsl þar. Nú starfa ég við að finna verkmiðjur og efni fyrir íslenska fatahönnuði og sé einnig um að fylgja framleiðsluferlinu eftir.“ Hebu líður mjög vel á Indlandi en segir að það sé ekki alltaf auðvelt að vera kona þar. „Maður er náttúrulega vanur því að geta farið ferða sinna hvar og hvenær sem er án þess að vera í fylgd karlmans, sem er ekki alltaf í boði þar sem ég bý,“ segir Heba, sem er þó ekki á heimleið strax. „Ég stefni á að vera hér fram að jólum,“ segir hún að lokum. Mest lesið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Menning Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
„Eins og er, er ég að framleiða fyrir nokkra aðila á Íslandi, til að mynda fatamerkið Helicopter og E-label ásamt nokkrum aðilum í London. Þetta hefur svona hægt og rólega verið að vinda upp á sig og alltaf fleiri að hafa samband það er ekki hlaupið að því að finna góða framleiðendur,“ segir Heba Björg Hallgrímsdóttir sem flutti til Indlands í byrjun árs. „Ég var svo heppin að kynnast strák í borginni Pondycherry hér Indlandi, sem hafði verið að vinna við framleiðslu í Delhi síðastliðin tuttugu ár. Ég flutti með allt mitt hafurtask til Delhi og hef verið heppin að fá frábær viðskiptatengsl þar. Nú starfa ég við að finna verkmiðjur og efni fyrir íslenska fatahönnuði og sé einnig um að fylgja framleiðsluferlinu eftir.“ Hebu líður mjög vel á Indlandi en segir að það sé ekki alltaf auðvelt að vera kona þar. „Maður er náttúrulega vanur því að geta farið ferða sinna hvar og hvenær sem er án þess að vera í fylgd karlmans, sem er ekki alltaf í boði þar sem ég bý,“ segir Heba, sem er þó ekki á heimleið strax. „Ég stefni á að vera hér fram að jólum,“ segir hún að lokum.
Mest lesið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Menning Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira