Eggjasamlokurnar kvaddar Sara McMahon skrifar 6. ágúst 2013 09:00 Næstum þrjú ár eru síðan ég skreið á fertugsaldurinn, og það sama á við um marga vini mína. Aldurinn fer misilla í mannskapinn, sumir eiga erfitt með að kyngja því að vera orðnir þetta gamlir á meðan aðrir taka hækkandi aldri fagnandi. Sjálf er ég tvístígandi. Vissulega er ég kát yfir því að fá að eldast og þroskast, en mér finnst líka skrítið að horfa framan í sífellt gránandi spegilmynd mína. Það er furðulegt að eldast. Þegar ég var unglingur var maður ekki maður með mönnum nema maður æti samloku með eggjasalati í frímínútum. Samlokurnar fengust keyptar í „mötuneyti“ frístundarheimilis skólans og voru álíka mikill „hittari“ meðal nemenda unglingadeildarinnar og lagið Man on the Moon með REM. Ég vildi auðvitað ekki skera mig úr og með mikilli útsjónarsemi tókst mér að snúa á foreldra mína, sem heimtuðu að ég færi með staðgott nesti að heiman í skólann. Ég þóttist smyrja mér samloku á hverjum morgni en setti í raun tvær tómar brauðsneiðar í poka og skilaði þeim aftur í brauðpokann þegar heim kom. Svo notaði ég peninginn sem ég hafði þénað sem barnapía til að kaupa mér samloku með eggjasalati – eins og hinir. Hvernig kemur saga um eggjasamloku fertugsaldrinum við? Jú, síðan þá hef ég þroskast og eflst sem einstaklingur. Eftir því sem maður eldist verður auðveldara að skilja sig frá hjörðinni og taka eigin ákvarðanir. Hefði ég haft snefil af þessu sjálfstæði sem unglingur hefði ég líklega sleppt umræddum eggjasamlokum – mér fannst þær hvort sem var aldrei jafn góðar og ostasamlokurnar hans pabba – og nýtt peninginn í eitthvað gáfulegra. Húðin kann að vera svolítið krumpaðri núna en mér líður samt betur í eigin skinni. Því hef ég ákveðið að segja skilið við eggjasamlokur unglingsáranna og taka hverjum nýjum áratug fagnandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun
Næstum þrjú ár eru síðan ég skreið á fertugsaldurinn, og það sama á við um marga vini mína. Aldurinn fer misilla í mannskapinn, sumir eiga erfitt með að kyngja því að vera orðnir þetta gamlir á meðan aðrir taka hækkandi aldri fagnandi. Sjálf er ég tvístígandi. Vissulega er ég kát yfir því að fá að eldast og þroskast, en mér finnst líka skrítið að horfa framan í sífellt gránandi spegilmynd mína. Það er furðulegt að eldast. Þegar ég var unglingur var maður ekki maður með mönnum nema maður æti samloku með eggjasalati í frímínútum. Samlokurnar fengust keyptar í „mötuneyti“ frístundarheimilis skólans og voru álíka mikill „hittari“ meðal nemenda unglingadeildarinnar og lagið Man on the Moon með REM. Ég vildi auðvitað ekki skera mig úr og með mikilli útsjónarsemi tókst mér að snúa á foreldra mína, sem heimtuðu að ég færi með staðgott nesti að heiman í skólann. Ég þóttist smyrja mér samloku á hverjum morgni en setti í raun tvær tómar brauðsneiðar í poka og skilaði þeim aftur í brauðpokann þegar heim kom. Svo notaði ég peninginn sem ég hafði þénað sem barnapía til að kaupa mér samloku með eggjasalati – eins og hinir. Hvernig kemur saga um eggjasamloku fertugsaldrinum við? Jú, síðan þá hef ég þroskast og eflst sem einstaklingur. Eftir því sem maður eldist verður auðveldara að skilja sig frá hjörðinni og taka eigin ákvarðanir. Hefði ég haft snefil af þessu sjálfstæði sem unglingur hefði ég líklega sleppt umræddum eggjasamlokum – mér fannst þær hvort sem var aldrei jafn góðar og ostasamlokurnar hans pabba – og nýtt peninginn í eitthvað gáfulegra. Húðin kann að vera svolítið krumpaðri núna en mér líður samt betur í eigin skinni. Því hef ég ákveðið að segja skilið við eggjasamlokur unglingsáranna og taka hverjum nýjum áratug fagnandi.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun