Kúbverskur saltfiskréttur Tómasar vakti lukku Ólöf Skaftadóttir skrifar 10. ágúst 2013 11:00 Birkir Blær, starfsmaður á Hótel Eddu að Laugum í Sælingsdal. Margir af fremstu tónlistarmönnum landsins hafa að undanförnu lagt leið sína á Hótel Eddu að Laugum í Sælingsdal og spilað fyrir gesti hótelsins og heimamenn. Segja má að hótelið hafi markað sér nokkra sérstöðu að þessu leyti og má upphafið rekja til þess að Tómas R. Einarsson, sem á rætur sínar að rekja til Dalasýslu, flutti verk sitt Streng í Gyllta salnum á hótelinu, en verkið tileinkar hann æskustöðvunum. Auk þess að spila koma tónlistarmennirnir gjarnan með uppáhalds uppskriftina sína sem matreiðslumaðurinn á hótelinu eldar. Tónleikagestir geta síðan gætt sér á herlegheitunum á meðan á tónleikunum stendur „Til dæmis bauð Tómas upp á kúbverskan saltfiskrétt sem vakti mikla lukku,“ segir Birkir Blær, starfsmaður á hótelinu. Auk Tómasar hafa listamennirnir Ellen Kristjánsdóttir, Eyþór Gunnarsson, Ife Tolentino og bræðurnir Óskar og Ómar Guðjónssynir leikið fyrir gesti hótelsins. Í þessari viku spiluðu Skúli Mennski og einnig komu Steindór Andersen og Kjartan Sveinsson úr Sigur Rós og kváðu rímur.Tómas R. Einarsson Tómas er kontrabassaleikari og tónskáld sem hefur ferðast víða um lönd og álfur, meðal annars til þess að flytja og semja tónlist. Hann hefur gefið út hátt á annan tug diska og hlotið fjölda viðurkenninga og lof gagnrýnenda fyrir.Hótelið er einnig eftirtektarvert fyrir þær sakir að stór hluti starfsfólksins er tónlistarfólk. Það kemur því fyrir að starfsmennirnir slá upp tónleikum eða stíga á stokk ásamt listamönnunum sem heimsækja hótelið. „Ætli þetta sé ekki menningarlegasta hótelið,“ segir Birkir Blær. „Mér finnst frekar skemmtileg pæling að reka hótel og manna stöður með tónlistarfólki. Það vekur alltaf lukku þegar starfsmaður sem er kannski nýbúinn að skúra gólfin vippar sér úr þjónagallanum, tekur upp t.d. harmonikku og flytur nokkur lög,“ segir Birkir Blær að lokum. Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Margir af fremstu tónlistarmönnum landsins hafa að undanförnu lagt leið sína á Hótel Eddu að Laugum í Sælingsdal og spilað fyrir gesti hótelsins og heimamenn. Segja má að hótelið hafi markað sér nokkra sérstöðu að þessu leyti og má upphafið rekja til þess að Tómas R. Einarsson, sem á rætur sínar að rekja til Dalasýslu, flutti verk sitt Streng í Gyllta salnum á hótelinu, en verkið tileinkar hann æskustöðvunum. Auk þess að spila koma tónlistarmennirnir gjarnan með uppáhalds uppskriftina sína sem matreiðslumaðurinn á hótelinu eldar. Tónleikagestir geta síðan gætt sér á herlegheitunum á meðan á tónleikunum stendur „Til dæmis bauð Tómas upp á kúbverskan saltfiskrétt sem vakti mikla lukku,“ segir Birkir Blær, starfsmaður á hótelinu. Auk Tómasar hafa listamennirnir Ellen Kristjánsdóttir, Eyþór Gunnarsson, Ife Tolentino og bræðurnir Óskar og Ómar Guðjónssynir leikið fyrir gesti hótelsins. Í þessari viku spiluðu Skúli Mennski og einnig komu Steindór Andersen og Kjartan Sveinsson úr Sigur Rós og kváðu rímur.Tómas R. Einarsson Tómas er kontrabassaleikari og tónskáld sem hefur ferðast víða um lönd og álfur, meðal annars til þess að flytja og semja tónlist. Hann hefur gefið út hátt á annan tug diska og hlotið fjölda viðurkenninga og lof gagnrýnenda fyrir.Hótelið er einnig eftirtektarvert fyrir þær sakir að stór hluti starfsfólksins er tónlistarfólk. Það kemur því fyrir að starfsmennirnir slá upp tónleikum eða stíga á stokk ásamt listamönnunum sem heimsækja hótelið. „Ætli þetta sé ekki menningarlegasta hótelið,“ segir Birkir Blær. „Mér finnst frekar skemmtileg pæling að reka hótel og manna stöður með tónlistarfólki. Það vekur alltaf lukku þegar starfsmaður sem er kannski nýbúinn að skúra gólfin vippar sér úr þjónagallanum, tekur upp t.d. harmonikku og flytur nokkur lög,“ segir Birkir Blær að lokum.
Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira