Sumarlegar frumsýningar Ólöf Skaftadóttir skrifar 15. ágúst 2013 08:00 Stilla úr kvikmyndinni The Way, Way Back Paradise: Love (Paradies: Liebe) verður frumsýnd á morgun í Bíó Paradís. Hún er fyrsta myndin í Paradísar-trílógíu leikstjórans Ulrichs Seidl sem segir sögu 50 ára gamallar konu, Teresu, sem ferðast til Kenía sem kynlífsferðamaður. Þar eru konur eins og Teresa þekktar sem „sykur-mömmur“, en í myndinni er ýmsum áleitnum spurningum varpað fram og ólíkir menningarheimar mátaðir saman.The Way, Way Back verður sýnd í Háskólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói og hófust sýningar á þriðjudaginn. Myndin fjallar um Duncan, feiminn en kláran fjórtán ára strák sem fer í sumarfrí með móður sinni, Pam. Með í för er nýi kærastinn hennar, Trent, leikinn af Steve Carrell, og dóttir hans, Steph. Duncan kemur ekki vel saman við Trent, er mjög feiminn við dóttur hans, og til að bæta gráu ofan á svart er hann hægt og hægt að fjarlægjast móður sína. Í sumarfríinu kynnist hann starfsmanni vatnsskemmtigarðs, Owen, sem nálgast lífið á óhefðbundinn hátt.We are the Millers er sýnd í Sambíóunum og var frumsýnd í gær. Myndin fjallar um marijúanasala sem fær bláókunnugt fólk til að þykjast vera fjölskylda hans og fær það til að hjálpa sér að smygla farmi af marijúana yfir landamæri Mexíkó til Bandaríkjanna. We're the Millers er eftir handritshöfundana Bob Fisher og Steve Faber sem skrifuðu meðal annars The Wedding Crashers. Mest lesið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fleiri fréttir Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Paradise: Love (Paradies: Liebe) verður frumsýnd á morgun í Bíó Paradís. Hún er fyrsta myndin í Paradísar-trílógíu leikstjórans Ulrichs Seidl sem segir sögu 50 ára gamallar konu, Teresu, sem ferðast til Kenía sem kynlífsferðamaður. Þar eru konur eins og Teresa þekktar sem „sykur-mömmur“, en í myndinni er ýmsum áleitnum spurningum varpað fram og ólíkir menningarheimar mátaðir saman.The Way, Way Back verður sýnd í Háskólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói og hófust sýningar á þriðjudaginn. Myndin fjallar um Duncan, feiminn en kláran fjórtán ára strák sem fer í sumarfrí með móður sinni, Pam. Með í för er nýi kærastinn hennar, Trent, leikinn af Steve Carrell, og dóttir hans, Steph. Duncan kemur ekki vel saman við Trent, er mjög feiminn við dóttur hans, og til að bæta gráu ofan á svart er hann hægt og hægt að fjarlægjast móður sína. Í sumarfríinu kynnist hann starfsmanni vatnsskemmtigarðs, Owen, sem nálgast lífið á óhefðbundinn hátt.We are the Millers er sýnd í Sambíóunum og var frumsýnd í gær. Myndin fjallar um marijúanasala sem fær bláókunnugt fólk til að þykjast vera fjölskylda hans og fær það til að hjálpa sér að smygla farmi af marijúana yfir landamæri Mexíkó til Bandaríkjanna. We're the Millers er eftir handritshöfundana Bob Fisher og Steve Faber sem skrifuðu meðal annars The Wedding Crashers.
Mest lesið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fleiri fréttir Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira