Gibson leist ekki á hestaklámið Hanna Ólafsdóttir skrifar 19. ágúst 2013 10:00 Benedikt Erlingsson og Mel Giibson bregða á leik en Mel var staddur hér á landi sumarið 2008. „Ég reyndi að fá Mel Gibson til að leika í myndinni en hann varð því miður af þessu frábæra tækifæri, “ segir Benedikt Erlingsson, leikari og leikstjóri myndarinnar Hross í oss. Benedikt og Mel hittust þegar Benedikt var beðinn um að vera leiðsögumaður fyrir Mel sumarið 2008 þegar hann var staddur hér á landi ásamt tveimur sonum sínum. Að sögn Benedikts var Mel hér í sumarfríi en notaði einnig tímann til að fara á víkingaslóðir og skoða mögulega tökustaði fyrir kvikmynd sem hann var að vinna að. „Ég var rétt byrjaður að segja honum söguþráðinn þegar hann stoppaði mig af og sagði: „No Benni, this is horse porn,“ sem útleggst á íslensku sem nei Benni, þetta er hestaklám.“ Benedikt segir ekki hafa komið að sök að Hollywood- stjarnan hafi hafnað hlutverkinu enda hafi hann fengið frábæran mann í hlutverkið. „Það hefði kannski hjálpað upp á fjármögnum að gera að hafa Mel í myndinni en ég fékk frábæran mann að nafni Juan Camillo til að leika hlutverkið. Ég þurfti því ekki stjörnu heldur bjó ég til stjörnu í staðinn.“ Hross í oss verður frumsýnd þann 28. ágúst í Háskólabíó. „En Mel Gibson verður fjarri góður gamni, “ segir Benedikt. Mest lesið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
„Ég reyndi að fá Mel Gibson til að leika í myndinni en hann varð því miður af þessu frábæra tækifæri, “ segir Benedikt Erlingsson, leikari og leikstjóri myndarinnar Hross í oss. Benedikt og Mel hittust þegar Benedikt var beðinn um að vera leiðsögumaður fyrir Mel sumarið 2008 þegar hann var staddur hér á landi ásamt tveimur sonum sínum. Að sögn Benedikts var Mel hér í sumarfríi en notaði einnig tímann til að fara á víkingaslóðir og skoða mögulega tökustaði fyrir kvikmynd sem hann var að vinna að. „Ég var rétt byrjaður að segja honum söguþráðinn þegar hann stoppaði mig af og sagði: „No Benni, this is horse porn,“ sem útleggst á íslensku sem nei Benni, þetta er hestaklám.“ Benedikt segir ekki hafa komið að sök að Hollywood- stjarnan hafi hafnað hlutverkinu enda hafi hann fengið frábæran mann í hlutverkið. „Það hefði kannski hjálpað upp á fjármögnum að gera að hafa Mel í myndinni en ég fékk frábæran mann að nafni Juan Camillo til að leika hlutverkið. Ég þurfti því ekki stjörnu heldur bjó ég til stjörnu í staðinn.“ Hross í oss verður frumsýnd þann 28. ágúst í Háskólabíó. „En Mel Gibson verður fjarri góður gamni, “ segir Benedikt.
Mest lesið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein