Nítján ára undrabarn Freyr Bjarnason skrifar 21. ágúst 2013 21:00 fyrsta platan Hinn nítján ára gamli Archie Marchall, betur þekktur sem King Krule, gefur út sína fyrstu plötu á laugardaginn. nordicphotos/getty King Krule gefur út sína fyrstu sólóplötu, 6 Feet Beneath the Moon, á nítján ára afmælisdegi sínum á laugardaginn í samstarfi við XL Recordings og True Panther Sounds frá New York. Ekki er venjan að plötur séu gefnar út á laugardögum en Krule, öðru nafni Archie Marshall, er svo sem enginn venjulegur tónlistarmaður. Marshall kemur frá suðausturhluta Lundúna. Hann gekk í Brit School, sama listaskóla og söngkonurnar Adele og Amy Winehouse, og virðist hafa lært ýmislegt gagnlegt þar. Marshall braust fram á sjónarsviðið árið 2011, þá aðeins sextán ára, með samnefndri EP-plötu sinni sem True Panther Sounds gaf út. Áður hafði hann tekið upp efni undir nafninu Zoo Kid og vakti athygli árið 2010 fyrir fyrstu smáskífuna sína Out Getting Ribs.Hefur náð ótrúlegur þroska Þrátt fyrir ungan aldur þykir Krule hafa yfir að ráða ótrúlegum þroska á tónlistarsviðinu og mörgum þykir útlit hans ekki vera í neinu samræmi við röddina. Flestir segja hann vera undrabarn. Tónlistin er eins konar blanda af hipphoppi, dub, djassi og gítarpoppi og hefur honum verið líkt við kappa á borð við Morrissey, Skotann Edwyn Collins og Fela Kuti. Tónlistaráhugamenn hafa í nokkur ár haft augastað á King Krule. Bjuggust flestir við því að þessi fyrsta plata hans kæmi út fyrir ári en hann ákvað að leggja meiri vinnu í hana, sem virðist hafa skilað sér. Í byrjun ársins var hann nefndur af breska ríkisútvarpinu, BBC, sem einn þeirra tónlistarmanna sem ætti að gefa gaum á þessu ári og miðað við fyrstu dómana sem platan fær á King Krule fyllilega skilið að fá sem mesta athygli. The Guardian og vefsíðan MusicOMH gefa henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum, Clashmusic gefur henni átta af tíu og Timeout London fullt hús stiga, eða fimm stjörnur. King Krule ætlar að fylgja 6 Feet Beneath the Moon eftir með tónleikum í heimaborginni London í kvöld. Í september spilar hann svo á fernum tónleikum í Bandaríkjunum og Kanada. Hann hefur annars verið duglegur við spilamennsku í sumar og kom til að mynda fram á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku. Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
King Krule gefur út sína fyrstu sólóplötu, 6 Feet Beneath the Moon, á nítján ára afmælisdegi sínum á laugardaginn í samstarfi við XL Recordings og True Panther Sounds frá New York. Ekki er venjan að plötur séu gefnar út á laugardögum en Krule, öðru nafni Archie Marshall, er svo sem enginn venjulegur tónlistarmaður. Marshall kemur frá suðausturhluta Lundúna. Hann gekk í Brit School, sama listaskóla og söngkonurnar Adele og Amy Winehouse, og virðist hafa lært ýmislegt gagnlegt þar. Marshall braust fram á sjónarsviðið árið 2011, þá aðeins sextán ára, með samnefndri EP-plötu sinni sem True Panther Sounds gaf út. Áður hafði hann tekið upp efni undir nafninu Zoo Kid og vakti athygli árið 2010 fyrir fyrstu smáskífuna sína Out Getting Ribs.Hefur náð ótrúlegur þroska Þrátt fyrir ungan aldur þykir Krule hafa yfir að ráða ótrúlegum þroska á tónlistarsviðinu og mörgum þykir útlit hans ekki vera í neinu samræmi við röddina. Flestir segja hann vera undrabarn. Tónlistin er eins konar blanda af hipphoppi, dub, djassi og gítarpoppi og hefur honum verið líkt við kappa á borð við Morrissey, Skotann Edwyn Collins og Fela Kuti. Tónlistaráhugamenn hafa í nokkur ár haft augastað á King Krule. Bjuggust flestir við því að þessi fyrsta plata hans kæmi út fyrir ári en hann ákvað að leggja meiri vinnu í hana, sem virðist hafa skilað sér. Í byrjun ársins var hann nefndur af breska ríkisútvarpinu, BBC, sem einn þeirra tónlistarmanna sem ætti að gefa gaum á þessu ári og miðað við fyrstu dómana sem platan fær á King Krule fyllilega skilið að fá sem mesta athygli. The Guardian og vefsíðan MusicOMH gefa henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum, Clashmusic gefur henni átta af tíu og Timeout London fullt hús stiga, eða fimm stjörnur. King Krule ætlar að fylgja 6 Feet Beneath the Moon eftir með tónleikum í heimaborginni London í kvöld. Í september spilar hann svo á fernum tónleikum í Bandaríkjunum og Kanada. Hann hefur annars verið duglegur við spilamennsku í sumar og kom til að mynda fram á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku.
Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira