Nítján ára undrabarn Freyr Bjarnason skrifar 21. ágúst 2013 21:00 fyrsta platan Hinn nítján ára gamli Archie Marchall, betur þekktur sem King Krule, gefur út sína fyrstu plötu á laugardaginn. nordicphotos/getty King Krule gefur út sína fyrstu sólóplötu, 6 Feet Beneath the Moon, á nítján ára afmælisdegi sínum á laugardaginn í samstarfi við XL Recordings og True Panther Sounds frá New York. Ekki er venjan að plötur séu gefnar út á laugardögum en Krule, öðru nafni Archie Marshall, er svo sem enginn venjulegur tónlistarmaður. Marshall kemur frá suðausturhluta Lundúna. Hann gekk í Brit School, sama listaskóla og söngkonurnar Adele og Amy Winehouse, og virðist hafa lært ýmislegt gagnlegt þar. Marshall braust fram á sjónarsviðið árið 2011, þá aðeins sextán ára, með samnefndri EP-plötu sinni sem True Panther Sounds gaf út. Áður hafði hann tekið upp efni undir nafninu Zoo Kid og vakti athygli árið 2010 fyrir fyrstu smáskífuna sína Out Getting Ribs.Hefur náð ótrúlegur þroska Þrátt fyrir ungan aldur þykir Krule hafa yfir að ráða ótrúlegum þroska á tónlistarsviðinu og mörgum þykir útlit hans ekki vera í neinu samræmi við röddina. Flestir segja hann vera undrabarn. Tónlistin er eins konar blanda af hipphoppi, dub, djassi og gítarpoppi og hefur honum verið líkt við kappa á borð við Morrissey, Skotann Edwyn Collins og Fela Kuti. Tónlistaráhugamenn hafa í nokkur ár haft augastað á King Krule. Bjuggust flestir við því að þessi fyrsta plata hans kæmi út fyrir ári en hann ákvað að leggja meiri vinnu í hana, sem virðist hafa skilað sér. Í byrjun ársins var hann nefndur af breska ríkisútvarpinu, BBC, sem einn þeirra tónlistarmanna sem ætti að gefa gaum á þessu ári og miðað við fyrstu dómana sem platan fær á King Krule fyllilega skilið að fá sem mesta athygli. The Guardian og vefsíðan MusicOMH gefa henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum, Clashmusic gefur henni átta af tíu og Timeout London fullt hús stiga, eða fimm stjörnur. King Krule ætlar að fylgja 6 Feet Beneath the Moon eftir með tónleikum í heimaborginni London í kvöld. Í september spilar hann svo á fernum tónleikum í Bandaríkjunum og Kanada. Hann hefur annars verið duglegur við spilamennsku í sumar og kom til að mynda fram á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku. Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
King Krule gefur út sína fyrstu sólóplötu, 6 Feet Beneath the Moon, á nítján ára afmælisdegi sínum á laugardaginn í samstarfi við XL Recordings og True Panther Sounds frá New York. Ekki er venjan að plötur séu gefnar út á laugardögum en Krule, öðru nafni Archie Marshall, er svo sem enginn venjulegur tónlistarmaður. Marshall kemur frá suðausturhluta Lundúna. Hann gekk í Brit School, sama listaskóla og söngkonurnar Adele og Amy Winehouse, og virðist hafa lært ýmislegt gagnlegt þar. Marshall braust fram á sjónarsviðið árið 2011, þá aðeins sextán ára, með samnefndri EP-plötu sinni sem True Panther Sounds gaf út. Áður hafði hann tekið upp efni undir nafninu Zoo Kid og vakti athygli árið 2010 fyrir fyrstu smáskífuna sína Out Getting Ribs.Hefur náð ótrúlegur þroska Þrátt fyrir ungan aldur þykir Krule hafa yfir að ráða ótrúlegum þroska á tónlistarsviðinu og mörgum þykir útlit hans ekki vera í neinu samræmi við röddina. Flestir segja hann vera undrabarn. Tónlistin er eins konar blanda af hipphoppi, dub, djassi og gítarpoppi og hefur honum verið líkt við kappa á borð við Morrissey, Skotann Edwyn Collins og Fela Kuti. Tónlistaráhugamenn hafa í nokkur ár haft augastað á King Krule. Bjuggust flestir við því að þessi fyrsta plata hans kæmi út fyrir ári en hann ákvað að leggja meiri vinnu í hana, sem virðist hafa skilað sér. Í byrjun ársins var hann nefndur af breska ríkisútvarpinu, BBC, sem einn þeirra tónlistarmanna sem ætti að gefa gaum á þessu ári og miðað við fyrstu dómana sem platan fær á King Krule fyllilega skilið að fá sem mesta athygli. The Guardian og vefsíðan MusicOMH gefa henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum, Clashmusic gefur henni átta af tíu og Timeout London fullt hús stiga, eða fimm stjörnur. King Krule ætlar að fylgja 6 Feet Beneath the Moon eftir með tónleikum í heimaborginni London í kvöld. Í september spilar hann svo á fernum tónleikum í Bandaríkjunum og Kanada. Hann hefur annars verið duglegur við spilamennsku í sumar og kom til að mynda fram á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku.
Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira