Undirbjuggu tvær fæðingar fyrir haustið Ólöf Skaftadóttir skrifar 23. ágúst 2013 09:00 Valdimar Jóhannsson og Erna Ómarsdóttir Mynd/Magnús Andersen „Við erum að kynna nokkrar nýjar hugmyndir sem við trúum að geti bjargað mannkyninu. Eða að minnsta kosti leyst mörg vandamál,“ segir Erna Ómarsdóttir, dansari og danshöfundur, um sviðsverk sem hún og eiginmaður hennar, Valdimar Jóhannsson eru að setja á fjalirnar og er frumsýnt í kvöld. Verkið unnu þau í samvinnu við fjölda listamanna, meðal annars Ólaf Darra Ólafsson, Dóru Jóhannsdóttur, Friðgeir Einarsson, Sigríði Soffíu Níelsdóttir, Lovísu Ósk Gunnarsdóttur og tónlistarmennina Óttarr Proppé, Flosa Þorgeirsson og Sigtrygg Berg Sigtryggson. Hún segir verkið hafa verið lengi í þróun. Það sé eiginlega blanda af því sem á ensku kallast black yoga screaming, skemmtiatriðum, dansi og spjalli. „Okkur finnst þetta rosalega skemmtilegt,“ segir hún. Hjónakornin hafa í mörg horn að líta þessa dagana því í þann mund sem æfingum var að ljúka fæddist þeim barn, sem nú er rúmlega þriggja vikna. Erna var að fram á síðasta dag. „Hugmyndin var lengi í smíðum og við Valdimar, eiginmaður minn, barnsfaðir og samstarfsmaður, unnum verkið með hópnum. Við vorum innilokuð í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í allt sumar,“ segir Erna þannig að segja má að þau hafi verið að undirbúa tvær fæðingar fyrir haustið. Hún segir að með þeim starfi frábær hópur listamanna og samstarfið hafi verið afar ánægjulegt. Öskur og andardráttur hafa verið meðal einkenna verka þeirra Ernu og Valdimars í gegnum tíðina. Í þetta sinn er farið inn á nýjar brautir með því að gefa gestum sýningarinnar kost á að öskra með, taka undir hljóðin á sviðinu og með því móti taka þátt í því sem fram fer. „Þetta dæmi með öskrið er eitthvað sem við höfum gert mikið í okkar verkum í gegnum tíðina. Hugmyndin núna er að gera eitthvað þannig að áhorfendur geti fengið að öskra með. Við höfum oft fengið óskir frá áhorfendum um slíkt. Þetta er ákveðin losun,“ segir Erna og heldur áfram: „Þetta gerir það að verkum að maður verður ótrúlega rólegur og glaður og hamingjusamur – vandamál leysast. Heimurinn verður betri.“ Ernu finnst greinilega mjög gaman að tala um þetta og hún nefnir skemmtiatriði oft í samtalinu. „Þetta er svona smá tilraun hjá okkur, það kemur ýmislegt í ljós sem ég má eiginlega ekki kjafta frá, það er smá leyndó í gangi, fólk verður eiginlega bara að koma og sjá,“ segir hún að lokum. Sýningin heitir Inn að beini og hefst klukkan 20 í kvöld í Kassanum í Þjóðleikhúsinu. Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Við erum að kynna nokkrar nýjar hugmyndir sem við trúum að geti bjargað mannkyninu. Eða að minnsta kosti leyst mörg vandamál,“ segir Erna Ómarsdóttir, dansari og danshöfundur, um sviðsverk sem hún og eiginmaður hennar, Valdimar Jóhannsson eru að setja á fjalirnar og er frumsýnt í kvöld. Verkið unnu þau í samvinnu við fjölda listamanna, meðal annars Ólaf Darra Ólafsson, Dóru Jóhannsdóttur, Friðgeir Einarsson, Sigríði Soffíu Níelsdóttir, Lovísu Ósk Gunnarsdóttur og tónlistarmennina Óttarr Proppé, Flosa Þorgeirsson og Sigtrygg Berg Sigtryggson. Hún segir verkið hafa verið lengi í þróun. Það sé eiginlega blanda af því sem á ensku kallast black yoga screaming, skemmtiatriðum, dansi og spjalli. „Okkur finnst þetta rosalega skemmtilegt,“ segir hún. Hjónakornin hafa í mörg horn að líta þessa dagana því í þann mund sem æfingum var að ljúka fæddist þeim barn, sem nú er rúmlega þriggja vikna. Erna var að fram á síðasta dag. „Hugmyndin var lengi í smíðum og við Valdimar, eiginmaður minn, barnsfaðir og samstarfsmaður, unnum verkið með hópnum. Við vorum innilokuð í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í allt sumar,“ segir Erna þannig að segja má að þau hafi verið að undirbúa tvær fæðingar fyrir haustið. Hún segir að með þeim starfi frábær hópur listamanna og samstarfið hafi verið afar ánægjulegt. Öskur og andardráttur hafa verið meðal einkenna verka þeirra Ernu og Valdimars í gegnum tíðina. Í þetta sinn er farið inn á nýjar brautir með því að gefa gestum sýningarinnar kost á að öskra með, taka undir hljóðin á sviðinu og með því móti taka þátt í því sem fram fer. „Þetta dæmi með öskrið er eitthvað sem við höfum gert mikið í okkar verkum í gegnum tíðina. Hugmyndin núna er að gera eitthvað þannig að áhorfendur geti fengið að öskra með. Við höfum oft fengið óskir frá áhorfendum um slíkt. Þetta er ákveðin losun,“ segir Erna og heldur áfram: „Þetta gerir það að verkum að maður verður ótrúlega rólegur og glaður og hamingjusamur – vandamál leysast. Heimurinn verður betri.“ Ernu finnst greinilega mjög gaman að tala um þetta og hún nefnir skemmtiatriði oft í samtalinu. „Þetta er svona smá tilraun hjá okkur, það kemur ýmislegt í ljós sem ég má eiginlega ekki kjafta frá, það er smá leyndó í gangi, fólk verður eiginlega bara að koma og sjá,“ segir hún að lokum. Sýningin heitir Inn að beini og hefst klukkan 20 í kvöld í Kassanum í Þjóðleikhúsinu.
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp