Jakob Frímann notaði sumarfríið til að taka upp plötu og semja lag með Steed Lord Hanna Ólafsdóttir skrifar 29. ágúst 2013 09:00 Svala Björgvinsdóttir söngkona og Jakob Frímann Magnússon sömdu saman lag í Los Angeles í sumar fyrir sjónvarpsþáttinn Hljómskálann. Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður og miðborgarstjóri, dvaldi nýlega í Los Angeles við upptökur á nýrri plötu. Platan var unnin undir stjórn upptökustjórans og gítarleikarans Pauls Brown, margverðlaunuðum tónlistarmanni, sem hefur meðal annars unnið með tónlistarmönnum á borð við George Benson, Patty Austin, Al Jarreau og Luther Vandross. Tónlistin mun vera í anda ýmissa fyrri platna Jakobs sem komið hafa út í Bandaríkjunum, Asíu og Evrópu, frumsaminn, fönkskotinn, instrúmental djass. Í ferðinni notaði hann einnig tækifærið og tók upp lag með hljómsveitinni Steed Lord fyrir Hljómskálann sem sýnt verður í þættinum í september. Jakob Frímann er ekki ókunnugur borg englanna en þar bjó hann og starfaði um árabil, meðal annars fyrir bandaríska útgáfufyrirtækið Warner Brothers. „Það var að áeggjan þeirra Hljómskálamanna að við Steed Lord tókum upp lag saman. Þeir vildu steypa þessum Los Angeles-staðsettu tónlistarmönnum saman. Afrakstur ferðarinnar verður lagður undir dóm hlustenda þegar þar að kemur,“ sagði Jakob, sem vildi ekki tjá sig um verkefnin að öðru leyti. Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður og miðborgarstjóri, dvaldi nýlega í Los Angeles við upptökur á nýrri plötu. Platan var unnin undir stjórn upptökustjórans og gítarleikarans Pauls Brown, margverðlaunuðum tónlistarmanni, sem hefur meðal annars unnið með tónlistarmönnum á borð við George Benson, Patty Austin, Al Jarreau og Luther Vandross. Tónlistin mun vera í anda ýmissa fyrri platna Jakobs sem komið hafa út í Bandaríkjunum, Asíu og Evrópu, frumsaminn, fönkskotinn, instrúmental djass. Í ferðinni notaði hann einnig tækifærið og tók upp lag með hljómsveitinni Steed Lord fyrir Hljómskálann sem sýnt verður í þættinum í september. Jakob Frímann er ekki ókunnugur borg englanna en þar bjó hann og starfaði um árabil, meðal annars fyrir bandaríska útgáfufyrirtækið Warner Brothers. „Það var að áeggjan þeirra Hljómskálamanna að við Steed Lord tókum upp lag saman. Þeir vildu steypa þessum Los Angeles-staðsettu tónlistarmönnum saman. Afrakstur ferðarinnar verður lagður undir dóm hlustenda þegar þar að kemur,“ sagði Jakob, sem vildi ekki tjá sig um verkefnin að öðru leyti.
Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira