Undirbúningurinn stendur sem hæst Sara McMahon skrifar 2. september 2013 15:00 Egill Tómasson, Grímur Atlason og Kamilla Ingibergsdóttir standa í ströngu við skipulagningu tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves. Fréttablaðið/arnþór „Þessa dagana erum við að vinna í dagskránni. Við erum tiltölulega nýbúin að tilkynna alla listamennina sem koma fram á hátíðinni í ár. Auk þess erum við að vinna í tónleikastöðunum, samningum, skipulagningu, „off-venue“-dagskrá, veggspjöldum og alls konar smærri verkefnum. Það er nóg að gera,“ segir Kamilla Ingibergsdóttir, kynningarstjóri. Undirbúningur undir tónlistarhátíðina Iceland Airwaves stendur sem hæst um þessar mundir, enda í mörg horn að líta þegar skipuleggja á svo stóra hátíð.Undirbúningur fyrir hátíðina hófst um leið og síðustu hátíð lauk í nóvember í fyrra og hafa aðstandendur hátíðarinnar meðal annars unnið ötult kynningarstarf í Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi. Þrír vinna á skrifstofu Iceland Airwaves allan ársins hring: Grímur Atlason framkvæmdastjóri, sem kemur meðal annars að bókunum og samningagerð, Kamilla, sem sér um almannatengsl, og Egill Tómasson, sem kemur að framleiðslu og bókunum á íslenskum hljómsveitum. „Mánuðina fyrir hátíð erum við fleiri. Núna erum við til dæmis með þrjá starfsnema frá Bandaríkjunum og Danmörku sem eru ómetanleg aðstoð. Auk þess ráðum við fólk í verkefnavinnu til að sjá um að bóka flug fyrir erlenda listamenn, sjá um baksviðið, veitingar, gæslu, ljósmyndun og margt fleira,“ útskýrir Kamilla. „Vinnudagarnir lengjast alltaf töluvert á þessum tíma. Við finnum mikinn mun strax eftir verslunarmannahelgi, þá fer allt á fullt og magn tölvupósts fer yfir öll mörk. Yfir hátíðina sjálfa vinnum við nánast allan sólarhringinn. Það er síðan alltaf jafn merkilegt að hafa allan þennan frítíma eftir hátíðina, maður veit ekkert hvað maður á að gera við sjálfan sig.“ Nánari upplýsingar dagskrá hátíðarinnar má finna hér.Kraftwerk Þýska raftónlistarsveitin Kraftwerk kemur fram á hátíðinni í ár. Nordicphotos/gettynordicphotos/getty Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Þessa dagana erum við að vinna í dagskránni. Við erum tiltölulega nýbúin að tilkynna alla listamennina sem koma fram á hátíðinni í ár. Auk þess erum við að vinna í tónleikastöðunum, samningum, skipulagningu, „off-venue“-dagskrá, veggspjöldum og alls konar smærri verkefnum. Það er nóg að gera,“ segir Kamilla Ingibergsdóttir, kynningarstjóri. Undirbúningur undir tónlistarhátíðina Iceland Airwaves stendur sem hæst um þessar mundir, enda í mörg horn að líta þegar skipuleggja á svo stóra hátíð.Undirbúningur fyrir hátíðina hófst um leið og síðustu hátíð lauk í nóvember í fyrra og hafa aðstandendur hátíðarinnar meðal annars unnið ötult kynningarstarf í Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi. Þrír vinna á skrifstofu Iceland Airwaves allan ársins hring: Grímur Atlason framkvæmdastjóri, sem kemur meðal annars að bókunum og samningagerð, Kamilla, sem sér um almannatengsl, og Egill Tómasson, sem kemur að framleiðslu og bókunum á íslenskum hljómsveitum. „Mánuðina fyrir hátíð erum við fleiri. Núna erum við til dæmis með þrjá starfsnema frá Bandaríkjunum og Danmörku sem eru ómetanleg aðstoð. Auk þess ráðum við fólk í verkefnavinnu til að sjá um að bóka flug fyrir erlenda listamenn, sjá um baksviðið, veitingar, gæslu, ljósmyndun og margt fleira,“ útskýrir Kamilla. „Vinnudagarnir lengjast alltaf töluvert á þessum tíma. Við finnum mikinn mun strax eftir verslunarmannahelgi, þá fer allt á fullt og magn tölvupósts fer yfir öll mörk. Yfir hátíðina sjálfa vinnum við nánast allan sólarhringinn. Það er síðan alltaf jafn merkilegt að hafa allan þennan frítíma eftir hátíðina, maður veit ekkert hvað maður á að gera við sjálfan sig.“ Nánari upplýsingar dagskrá hátíðarinnar má finna hér.Kraftwerk Þýska raftónlistarsveitin Kraftwerk kemur fram á hátíðinni í ár. Nordicphotos/gettynordicphotos/getty
Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“