Ekki enn rekist á íslensku klíkugrýluna Friðrika Benónýsdóttir skrifar 5. september 2013 12:00 Unnar Geir Unnarsson útskrifaðist frá ASAD fyrir tveimur árum og segist alls ekki hafa orðið var við það að íslenska leiklistarklíkan sé lokuð þeim sem læra erlendis. Fréttablaðið/GVA Blik er heitið á nýju leikriti eftir Phil Porter sem leikhópurinn Arctic frumsýnir í Gamla bíói á sunnudaginn. Unnar Geir Unnarsson, leikstjóri verksins, segir það meinfyndinn harmleik um félagslega hegðun sinnar kynslóðar. „Verkið, sem á ensku heitir Blink, var frumsýnt á Edinborgarhátíðinni í fyrra og síðan flutt í Soho Theatre í London þar sem það sló hressilega í gegn,“ segir Unnar Geir Unnarsson leikstjóri. „Við tryggðum okkur réttinn núna í vor, Súsanna Svavarsdóttir þýddi það fyrir okkur í sumar og svo fórum við bara að æfa á fullu.“ Leikarar í verkinu eru Jenný Lára Arnórsdóttir og Hafsteinn Þór Auðunsson og um tónlistina sér Grímur Gunnarsson. Einungis verða fjórar sýningar og Unnar Geir segir það helgast af því að leikhópurinn sé lítill, án allra styrkja og allir aðstandendur sýningarinnar séu í annarri vinnu meðfram leiklistinni. „Dæmið gengur einfaldlega ekki upp öðruvísi,“ segir hann. „Við sýnum fjórar sýningar á tveimur vikum og höfum bara ekki bolmagn til að halda úti lengra sýningartímabili. Það gengur ekki að fjárhagsáhyggjur hefti listrænt frelsi.“ Þau Unnar, Jenný og Hafsteinn eru öll menntuð í leiklist við ASAD-leiklistarskólann í London og því liggur beint við að spyrja hvort ekki hafi verið erfitt að koma sér á framfæri í íslenska leiklistarheiminum? „Þegar maður kom heim úr námi hafði maður heyrt mikið talað um þessa stóru grýlu; leiklistarklíkuna miklu á Íslandi,“ segir Unnar. „Ég hef nú ekki hitt þá grýlu enn og get ekki betur séð en fólk sé alveg tilbúið að gefa manni jafnmikinn séns og öðrum ef maður hefur eitthvað fram að færa. Auðvitað hafa nemendur úr Listaháskóla Íslands forskot, fólk er kannski búið að fylgjast með þeim alveg frá fyrsta ári, en það þýðir bara að við þurfum aðeins lengri tíma til að sanna hver við erum og fyrir hvað við stöndum. Við leggjum alla áhersluna á að gera eins góðar sýningar og við getum, leggjum okkar framlag á borðið og svo verður framhaldið bara að koma í ljós.“ Unnar segir Blik vera nútímaástarsögu sem gerist í London. Hann segir umfjöllunarefnið taka á nýjum háttum í samskiptum sem orðið hafi til með aðstoð tækninnar. „Það er verið að skoða félagslega hegðun minnar kynslóðar sem finnst að einn status á Facebook uppfylli samskiptaþörf dagsins. Þetta er meinfyndinn harmleikur um samskipti og samskiptaleysi.“ Frumsýningin verður á sunnudag og hinar sýningarnar þrjár verða 11., 13. og 15. september, allar í Gamla bíói. Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Blik er heitið á nýju leikriti eftir Phil Porter sem leikhópurinn Arctic frumsýnir í Gamla bíói á sunnudaginn. Unnar Geir Unnarsson, leikstjóri verksins, segir það meinfyndinn harmleik um félagslega hegðun sinnar kynslóðar. „Verkið, sem á ensku heitir Blink, var frumsýnt á Edinborgarhátíðinni í fyrra og síðan flutt í Soho Theatre í London þar sem það sló hressilega í gegn,“ segir Unnar Geir Unnarsson leikstjóri. „Við tryggðum okkur réttinn núna í vor, Súsanna Svavarsdóttir þýddi það fyrir okkur í sumar og svo fórum við bara að æfa á fullu.“ Leikarar í verkinu eru Jenný Lára Arnórsdóttir og Hafsteinn Þór Auðunsson og um tónlistina sér Grímur Gunnarsson. Einungis verða fjórar sýningar og Unnar Geir segir það helgast af því að leikhópurinn sé lítill, án allra styrkja og allir aðstandendur sýningarinnar séu í annarri vinnu meðfram leiklistinni. „Dæmið gengur einfaldlega ekki upp öðruvísi,“ segir hann. „Við sýnum fjórar sýningar á tveimur vikum og höfum bara ekki bolmagn til að halda úti lengra sýningartímabili. Það gengur ekki að fjárhagsáhyggjur hefti listrænt frelsi.“ Þau Unnar, Jenný og Hafsteinn eru öll menntuð í leiklist við ASAD-leiklistarskólann í London og því liggur beint við að spyrja hvort ekki hafi verið erfitt að koma sér á framfæri í íslenska leiklistarheiminum? „Þegar maður kom heim úr námi hafði maður heyrt mikið talað um þessa stóru grýlu; leiklistarklíkuna miklu á Íslandi,“ segir Unnar. „Ég hef nú ekki hitt þá grýlu enn og get ekki betur séð en fólk sé alveg tilbúið að gefa manni jafnmikinn séns og öðrum ef maður hefur eitthvað fram að færa. Auðvitað hafa nemendur úr Listaháskóla Íslands forskot, fólk er kannski búið að fylgjast með þeim alveg frá fyrsta ári, en það þýðir bara að við þurfum aðeins lengri tíma til að sanna hver við erum og fyrir hvað við stöndum. Við leggjum alla áhersluna á að gera eins góðar sýningar og við getum, leggjum okkar framlag á borðið og svo verður framhaldið bara að koma í ljós.“ Unnar segir Blik vera nútímaástarsögu sem gerist í London. Hann segir umfjöllunarefnið taka á nýjum háttum í samskiptum sem orðið hafi til með aðstoð tækninnar. „Það er verið að skoða félagslega hegðun minnar kynslóðar sem finnst að einn status á Facebook uppfylli samskiptaþörf dagsins. Þetta er meinfyndinn harmleikur um samskipti og samskiptaleysi.“ Frumsýningin verður á sunnudag og hinar sýningarnar þrjár verða 11., 13. og 15. september, allar í Gamla bíói.
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp