Útlendingar kaupa íslenskt indí Freyr Bjarnason skrifar 5. september 2013 10:30 Vinsælasta platan hér á landi í sumar var This Is Icelandic Indie Music. Hún hefur setið í efsta sæti Tónlistans undanfarnar vikur og hefur, að sögn útgefandans Haralds Leví Haraldssonar hjá Record Records, selst í um þrjú þúsund eintökum. Aðspurður segir Haraldur að erlendir ferðamenn hafi helst keypt plötuna en margir Íslendingar hafi þó einnig fengið sér eintak. „Ég vissi að þetta gæti svínvirkað en bjóst ekki við því að hún yrði mest selda platan yfir allt sumarið,“ segir hann. Eins og oft vill verða seljast „gamlar“ plötur vel yfir sumartímann vegna allra ferðamannanna sem hingað koma. Þar má nefna plötur með Of Monsters and Men, Retro Stefson og Hjaltalín, sem allar komu út í fyrra. Mest hefur samt Dýrð í dauðaþögn með Ásgeiri Trausta selst, eða í um tvö þúsund eintökum, samkvæmt útgefandanum Senu. Á þessu ári hefur hún selst í um fjögur þúsund eintökum. Samanlagt hefur hún selst í rétt innan við þrjátíu þúsund eintökum síðan hún kom út fyrir um ári síðan. Vinsælustu plöturnar í sumar sem komu út á þessu ári hafa verið Kveikur með Sigur Rós og Samaris með rafpoppsveitinni Samaris, auk safnplötunnar Tíminn flýgur áfram. Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Vinsælasta platan hér á landi í sumar var This Is Icelandic Indie Music. Hún hefur setið í efsta sæti Tónlistans undanfarnar vikur og hefur, að sögn útgefandans Haralds Leví Haraldssonar hjá Record Records, selst í um þrjú þúsund eintökum. Aðspurður segir Haraldur að erlendir ferðamenn hafi helst keypt plötuna en margir Íslendingar hafi þó einnig fengið sér eintak. „Ég vissi að þetta gæti svínvirkað en bjóst ekki við því að hún yrði mest selda platan yfir allt sumarið,“ segir hann. Eins og oft vill verða seljast „gamlar“ plötur vel yfir sumartímann vegna allra ferðamannanna sem hingað koma. Þar má nefna plötur með Of Monsters and Men, Retro Stefson og Hjaltalín, sem allar komu út í fyrra. Mest hefur samt Dýrð í dauðaþögn með Ásgeiri Trausta selst, eða í um tvö þúsund eintökum, samkvæmt útgefandanum Senu. Á þessu ári hefur hún selst í um fjögur þúsund eintökum. Samanlagt hefur hún selst í rétt innan við þrjátíu þúsund eintökum síðan hún kom út fyrir um ári síðan. Vinsælustu plöturnar í sumar sem komu út á þessu ári hafa verið Kveikur með Sigur Rós og Samaris með rafpoppsveitinni Samaris, auk safnplötunnar Tíminn flýgur áfram.
Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira