Spila bestu lög Dire Straits í Hörpu Freyr Bjarnason skrifar 5. september 2013 09:30 „Þetta verða frábærir tónleikar,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson. Hljómsveitin The Straits, sem er skipuð tveimur fyrrverandi meðlimum hinnar heimsfrægu Dire Straits, spilar í Eldborgarsal Hörpu 25. nóvember. Í hljómsveitinni eru Alan Clark, fyrrverandi hljómborðsleikari Dire Straits, og saxófónleikarinn Chris White, sem spilaði með sveitinni á tónleikum í tíu ár. Terence Reis stendur vaktina í staðinn fyrir söngvarann og gítarleikarann Mark Knopfler, sem lagði hljómsveitina niður árið 1995 og ákvað að einbeita sér að sólóferli sínum. „Rödd stráksins er ótrúlega lík rödd Marks Knopfler, þú heyrir varla mun,“ segir Guðbjartur. Einnig eru í The Straits þeir Steve Ferrone, sem hefur spilað með Tom Petty, Mickey Féat, Adam Philips og Jamie Squire. Saman flytja þeir öll bestu lög Dire Straits á borð við Sultans of Swing, Romeo and Juliet, Brothers in Arms og Money For Nothing. The Straits spilaði fyrst opinberlega í Royal Albert Hall í London fyrir um tveimur árum. „Ég er búinn að kíkja á umsagnir fólks á hljómleikum sem þeir hafa verið að halda og fólk bara tárast yfir því hvað þetta er flott hjá þeim,“ segir Guðbjartur. Miðasala á tónleikana hefst á miðvikudaginn í næstu viku. Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Þetta verða frábærir tónleikar,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson. Hljómsveitin The Straits, sem er skipuð tveimur fyrrverandi meðlimum hinnar heimsfrægu Dire Straits, spilar í Eldborgarsal Hörpu 25. nóvember. Í hljómsveitinni eru Alan Clark, fyrrverandi hljómborðsleikari Dire Straits, og saxófónleikarinn Chris White, sem spilaði með sveitinni á tónleikum í tíu ár. Terence Reis stendur vaktina í staðinn fyrir söngvarann og gítarleikarann Mark Knopfler, sem lagði hljómsveitina niður árið 1995 og ákvað að einbeita sér að sólóferli sínum. „Rödd stráksins er ótrúlega lík rödd Marks Knopfler, þú heyrir varla mun,“ segir Guðbjartur. Einnig eru í The Straits þeir Steve Ferrone, sem hefur spilað með Tom Petty, Mickey Féat, Adam Philips og Jamie Squire. Saman flytja þeir öll bestu lög Dire Straits á borð við Sultans of Swing, Romeo and Juliet, Brothers in Arms og Money For Nothing. The Straits spilaði fyrst opinberlega í Royal Albert Hall í London fyrir um tveimur árum. „Ég er búinn að kíkja á umsagnir fólks á hljómleikum sem þeir hafa verið að halda og fólk bara tárast yfir því hvað þetta er flott hjá þeim,“ segir Guðbjartur. Miðasala á tónleikana hefst á miðvikudaginn í næstu viku.
Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira