Tækifæri til að mjólka upplýsingar úr fagmönnunum Sara McMahon skrifar 6. september 2013 08:00 Árni Ásgeirsson stýrir vinnusmiðju á vegum Riff. Smiðjan er ætluð ungu kvikmyndagerðarfólki og enn er opið fyrir skráningu. Fréttablaðið/anton „Þessi vinnusmiðja er búin að vera í gangi í nokkur ár og ég tek nú við keflinu af Marteini Þórssyni leikstjóra,“ segir leikstjórinn Árni Ásgeirsson, sem stýrir vinnusmiðju á vegum Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík, Riff. Hátíðin fer fram dagana 26. september til 6. október. Smiðjan stendur yfir í fimm daga og fá þátttakendur hennar tækifæri til þess að hitta þá leikstjóra og framleiðendur er sækja Riff í ár. „Vinnusmiðjan er ætluð ungu kvikmyndafólki alls staðar að úr heiminum. Það kemur til okkar og sækir alls kyns námskeið og fyrirlestra með starfandi kvikmyndagerðarmönnum, leikstjórum, handritshöfundum og framleiðendum. Þetta er kjörið tækifæri fyrir þetta unga fólk að reyna að mjólka upplýsingar úr fagmönnunum.“ Annað markmið vinnusmiðjunnar er að aðstoða þátttakendur hennar við að slípa til handritin að þeirra fyrstu kvikmynd í fullri lengd. „Flestir þátttakendur smiðjunnar eru með hugmynd að sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd og ráðgjafar okkar munu aðstoða þá við að slípa hugmyndina og kjarna hana. Unga fólkið mun svo „pitcha“ hugmynd sinni fyrir dómnefnd sem mun að lokum veita verðlaun fyrir áhugaverðustu söguna,“ útskýrir Árni. „Svona smiðjur eru einnig góð leið fyrir ungt fólk innan bransans til að kynnast og „network-a“, eins og maður kallar það á ensku.“ Aðspurður segist Árni ekki geta látið neitt uppi um hvaða leikstjórar munu taka þátt í smiðjunni að svo stöddu. „Það er góð ástæða fyrir því að nöfnunum er haldið leyndum, en ég get lofað því að fólk verður ekki fyrir vonbrigðum.“ Enn er opið fyrir skráningu í vinnusmiðjuna á vefsíðu Riff og kostar þátttaka um fjörutíu þúsund krónur. Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Fleiri fréttir Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
„Þessi vinnusmiðja er búin að vera í gangi í nokkur ár og ég tek nú við keflinu af Marteini Þórssyni leikstjóra,“ segir leikstjórinn Árni Ásgeirsson, sem stýrir vinnusmiðju á vegum Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík, Riff. Hátíðin fer fram dagana 26. september til 6. október. Smiðjan stendur yfir í fimm daga og fá þátttakendur hennar tækifæri til þess að hitta þá leikstjóra og framleiðendur er sækja Riff í ár. „Vinnusmiðjan er ætluð ungu kvikmyndafólki alls staðar að úr heiminum. Það kemur til okkar og sækir alls kyns námskeið og fyrirlestra með starfandi kvikmyndagerðarmönnum, leikstjórum, handritshöfundum og framleiðendum. Þetta er kjörið tækifæri fyrir þetta unga fólk að reyna að mjólka upplýsingar úr fagmönnunum.“ Annað markmið vinnusmiðjunnar er að aðstoða þátttakendur hennar við að slípa til handritin að þeirra fyrstu kvikmynd í fullri lengd. „Flestir þátttakendur smiðjunnar eru með hugmynd að sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd og ráðgjafar okkar munu aðstoða þá við að slípa hugmyndina og kjarna hana. Unga fólkið mun svo „pitcha“ hugmynd sinni fyrir dómnefnd sem mun að lokum veita verðlaun fyrir áhugaverðustu söguna,“ útskýrir Árni. „Svona smiðjur eru einnig góð leið fyrir ungt fólk innan bransans til að kynnast og „network-a“, eins og maður kallar það á ensku.“ Aðspurður segist Árni ekki geta látið neitt uppi um hvaða leikstjórar munu taka þátt í smiðjunni að svo stöddu. „Það er góð ástæða fyrir því að nöfnunum er haldið leyndum, en ég get lofað því að fólk verður ekki fyrir vonbrigðum.“ Enn er opið fyrir skráningu í vinnusmiðjuna á vefsíðu Riff og kostar þátttaka um fjörutíu þúsund krónur.
Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Fleiri fréttir Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira