Leikarinn Ian McKellen kemur til með að leika einkaspæjarann Sherlock Holmes í nýrri kvikmynd leikstjórans Bills Condon.
Þessir tveir listamenn unnu síðast saman í kvikmyndinni Gods and Monsters árið 1998.
Kvikmyndin nefnist A Slight Trick Of The Mind og gerist árið 1947. Í henni kemur Holmes til með að reyna að leysa 50 ára gamalt mál.

