Setningarathöfn Bókmenntahátíðar í Reykjavík fer fram í Norræna húsinu í dag klukkan 10. Síðan rekur hver viðburðurinn annan fram á sunnudag.
Meðal þess sem á dagskránni er í dag má nefna málþing um bókmenntir og ferðaþjónustu, kynningu á tveimur verkum sem tilnefnd eru til Barna- og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs, afhendingu verðlaunanna New Voices Award, upplestur og tónleika í Hörpu, viðtöl við höfunda og fleira og fleira. Dagskrána í heild má nálgast á heimasíðu hátíðarinnar bokmenntahatid.is.
Bókmenntahátíð hefst í dag
