Stúlka finnst myrt á bak við Þjóðleikhúsið Friðrika Benónýsdóttir skrifar 13. september 2013 09:00 Kóngurinn Arnaldur Indriðason kynnir nýjan lögreglumann til leiks í verðlaunabókinni Skuggasundi. Fréttablaðið/valli Arnaldur Indriðason hlaut í gær RBA-bókmenntaverðlaunin spænsku. Verðlaunin hlaut hann fyrir bókina Skuggasund þar sem glænýr lögreglumaður er kynntur til leiks. Bókin kemur út 1. nóvember. "Það er auðvitað mikill heiður að hljóta þessi verðlaun hér á Spáni,“ segir Arnaldur Indriðason, sem í gær hlaut spænsku RBA-bókmenntaverðlaunin fyrir bók sína Skuggasund, sem kemur út samtímis á íslensku og spænsku 1. nóvember. „Þau hjá Forlaginu spurðu mig í vetur hvort ég ætti ekki eitthvað til að senda í þessa keppni og það vildi til að ég var einmitt að ljúka við Skuggasund. Hún var þýdd yfir á spænsku í snatri, send inn í keppnina og þetta er niðurstaðan.“ Þekktasta persóna Arnaldar, lögreglumaðurinn Erlendur, er víðs fjarri í nýju bókinni og raunar allt hans lögregluteymi. „Þetta er alveg glæný persóna,“ segir Arnaldur. „Lögreglumaður á eftirlaunum sem fer að garfa í gömlu sakamáli frá 1944 þegar stúlka fannst myrt bak við Þjóðleikhúsið. Sagan fjallar um rannsókn málsins bæði á þeim tíma og í nútímanum.“ Byggir sagan þá á raunverulegu sakamáli? „Nei, nei, alls ekki, þetta er allt hreinn skáldskapur,“ segir Arnaldur. Bókin hefur enn sem komið er ekki verið seld til fleiri landa en væntanlega munu þessi verðlaun auka eftirspurnina. Arnaldur er til dæmis geysivinsæll í Frakklandi þar sem bókaverslanir auglýsa hann sem konung glæpasögunnar, en hann segist aldrei hugsa um erlendan markað þegar hann skrifar. „Alls ekki, ég einbeiti mér að því að skrifa íslenskar sögur fyrir Íslendinga, hitt er bara ánægjulegur fylgifiskur.“ RBA-bókmenntaverðlaunin eru ein þekktustu verðlaun heims í glæpasagnaheiminum, en þau eru veitt á hverju ári fyrir óútgefna glæpasögu. Samkeppnin var hörð því 183 handrit voru send inn í keppnina í ár, sem eru reyndar tíðindi fyrir Arnald. Spurður hvort hann hafi átt von á því að sigra segir hann svo ekki hafa verið, þótt auðvitað hafi sá möguleiki hvarflað að honum. „Þetta er mjög ánægjulegt í alla staði og eins og ég segi mikill heiður,“ segir hann. Menning Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Arnaldur Indriðason hlaut í gær RBA-bókmenntaverðlaunin spænsku. Verðlaunin hlaut hann fyrir bókina Skuggasund þar sem glænýr lögreglumaður er kynntur til leiks. Bókin kemur út 1. nóvember. "Það er auðvitað mikill heiður að hljóta þessi verðlaun hér á Spáni,“ segir Arnaldur Indriðason, sem í gær hlaut spænsku RBA-bókmenntaverðlaunin fyrir bók sína Skuggasund, sem kemur út samtímis á íslensku og spænsku 1. nóvember. „Þau hjá Forlaginu spurðu mig í vetur hvort ég ætti ekki eitthvað til að senda í þessa keppni og það vildi til að ég var einmitt að ljúka við Skuggasund. Hún var þýdd yfir á spænsku í snatri, send inn í keppnina og þetta er niðurstaðan.“ Þekktasta persóna Arnaldar, lögreglumaðurinn Erlendur, er víðs fjarri í nýju bókinni og raunar allt hans lögregluteymi. „Þetta er alveg glæný persóna,“ segir Arnaldur. „Lögreglumaður á eftirlaunum sem fer að garfa í gömlu sakamáli frá 1944 þegar stúlka fannst myrt bak við Þjóðleikhúsið. Sagan fjallar um rannsókn málsins bæði á þeim tíma og í nútímanum.“ Byggir sagan þá á raunverulegu sakamáli? „Nei, nei, alls ekki, þetta er allt hreinn skáldskapur,“ segir Arnaldur. Bókin hefur enn sem komið er ekki verið seld til fleiri landa en væntanlega munu þessi verðlaun auka eftirspurnina. Arnaldur er til dæmis geysivinsæll í Frakklandi þar sem bókaverslanir auglýsa hann sem konung glæpasögunnar, en hann segist aldrei hugsa um erlendan markað þegar hann skrifar. „Alls ekki, ég einbeiti mér að því að skrifa íslenskar sögur fyrir Íslendinga, hitt er bara ánægjulegur fylgifiskur.“ RBA-bókmenntaverðlaunin eru ein þekktustu verðlaun heims í glæpasagnaheiminum, en þau eru veitt á hverju ári fyrir óútgefna glæpasögu. Samkeppnin var hörð því 183 handrit voru send inn í keppnina í ár, sem eru reyndar tíðindi fyrir Arnald. Spurður hvort hann hafi átt von á því að sigra segir hann svo ekki hafa verið, þótt auðvitað hafi sá möguleiki hvarflað að honum. „Þetta er mjög ánægjulegt í alla staði og eins og ég segi mikill heiður,“ segir hann.
Menning Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira