Stúlka finnst myrt á bak við Þjóðleikhúsið Friðrika Benónýsdóttir skrifar 13. september 2013 09:00 Kóngurinn Arnaldur Indriðason kynnir nýjan lögreglumann til leiks í verðlaunabókinni Skuggasundi. Fréttablaðið/valli Arnaldur Indriðason hlaut í gær RBA-bókmenntaverðlaunin spænsku. Verðlaunin hlaut hann fyrir bókina Skuggasund þar sem glænýr lögreglumaður er kynntur til leiks. Bókin kemur út 1. nóvember. "Það er auðvitað mikill heiður að hljóta þessi verðlaun hér á Spáni,“ segir Arnaldur Indriðason, sem í gær hlaut spænsku RBA-bókmenntaverðlaunin fyrir bók sína Skuggasund, sem kemur út samtímis á íslensku og spænsku 1. nóvember. „Þau hjá Forlaginu spurðu mig í vetur hvort ég ætti ekki eitthvað til að senda í þessa keppni og það vildi til að ég var einmitt að ljúka við Skuggasund. Hún var þýdd yfir á spænsku í snatri, send inn í keppnina og þetta er niðurstaðan.“ Þekktasta persóna Arnaldar, lögreglumaðurinn Erlendur, er víðs fjarri í nýju bókinni og raunar allt hans lögregluteymi. „Þetta er alveg glæný persóna,“ segir Arnaldur. „Lögreglumaður á eftirlaunum sem fer að garfa í gömlu sakamáli frá 1944 þegar stúlka fannst myrt bak við Þjóðleikhúsið. Sagan fjallar um rannsókn málsins bæði á þeim tíma og í nútímanum.“ Byggir sagan þá á raunverulegu sakamáli? „Nei, nei, alls ekki, þetta er allt hreinn skáldskapur,“ segir Arnaldur. Bókin hefur enn sem komið er ekki verið seld til fleiri landa en væntanlega munu þessi verðlaun auka eftirspurnina. Arnaldur er til dæmis geysivinsæll í Frakklandi þar sem bókaverslanir auglýsa hann sem konung glæpasögunnar, en hann segist aldrei hugsa um erlendan markað þegar hann skrifar. „Alls ekki, ég einbeiti mér að því að skrifa íslenskar sögur fyrir Íslendinga, hitt er bara ánægjulegur fylgifiskur.“ RBA-bókmenntaverðlaunin eru ein þekktustu verðlaun heims í glæpasagnaheiminum, en þau eru veitt á hverju ári fyrir óútgefna glæpasögu. Samkeppnin var hörð því 183 handrit voru send inn í keppnina í ár, sem eru reyndar tíðindi fyrir Arnald. Spurður hvort hann hafi átt von á því að sigra segir hann svo ekki hafa verið, þótt auðvitað hafi sá möguleiki hvarflað að honum. „Þetta er mjög ánægjulegt í alla staði og eins og ég segi mikill heiður,“ segir hann. Menning Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Arnaldur Indriðason hlaut í gær RBA-bókmenntaverðlaunin spænsku. Verðlaunin hlaut hann fyrir bókina Skuggasund þar sem glænýr lögreglumaður er kynntur til leiks. Bókin kemur út 1. nóvember. "Það er auðvitað mikill heiður að hljóta þessi verðlaun hér á Spáni,“ segir Arnaldur Indriðason, sem í gær hlaut spænsku RBA-bókmenntaverðlaunin fyrir bók sína Skuggasund, sem kemur út samtímis á íslensku og spænsku 1. nóvember. „Þau hjá Forlaginu spurðu mig í vetur hvort ég ætti ekki eitthvað til að senda í þessa keppni og það vildi til að ég var einmitt að ljúka við Skuggasund. Hún var þýdd yfir á spænsku í snatri, send inn í keppnina og þetta er niðurstaðan.“ Þekktasta persóna Arnaldar, lögreglumaðurinn Erlendur, er víðs fjarri í nýju bókinni og raunar allt hans lögregluteymi. „Þetta er alveg glæný persóna,“ segir Arnaldur. „Lögreglumaður á eftirlaunum sem fer að garfa í gömlu sakamáli frá 1944 þegar stúlka fannst myrt bak við Þjóðleikhúsið. Sagan fjallar um rannsókn málsins bæði á þeim tíma og í nútímanum.“ Byggir sagan þá á raunverulegu sakamáli? „Nei, nei, alls ekki, þetta er allt hreinn skáldskapur,“ segir Arnaldur. Bókin hefur enn sem komið er ekki verið seld til fleiri landa en væntanlega munu þessi verðlaun auka eftirspurnina. Arnaldur er til dæmis geysivinsæll í Frakklandi þar sem bókaverslanir auglýsa hann sem konung glæpasögunnar, en hann segist aldrei hugsa um erlendan markað þegar hann skrifar. „Alls ekki, ég einbeiti mér að því að skrifa íslenskar sögur fyrir Íslendinga, hitt er bara ánægjulegur fylgifiskur.“ RBA-bókmenntaverðlaunin eru ein þekktustu verðlaun heims í glæpasagnaheiminum, en þau eru veitt á hverju ári fyrir óútgefna glæpasögu. Samkeppnin var hörð því 183 handrit voru send inn í keppnina í ár, sem eru reyndar tíðindi fyrir Arnald. Spurður hvort hann hafi átt von á því að sigra segir hann svo ekki hafa verið, þótt auðvitað hafi sá möguleiki hvarflað að honum. „Þetta er mjög ánægjulegt í alla staði og eins og ég segi mikill heiður,“ segir hann.
Menning Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira