Íslenskt rapp í nýjum búningi Gunnar Leó Pálsson skrifar 16. september 2013 09:00 Emmsjé Gauti, Úlfur Úlfur og Agent Fresco koma fram í Hörpu í október. fréttablaðið/stefán Rapparinn Emmsjé Gauti, Úlfur Úlfur og hljómsveitin Agent Fresco koma fram á tónleikum sem haldnir verða í Kaldalóni í Hörpu 18. október. Agent Fresco verður í hlutverki húshljómsveitar og mun sjá um undirleik fyrir bæði Gauta og Úlf Úlf. „Það má gera ráð fyrir því að sum laganna verði sett í nýjan búning með tilkomu Agent Fresco. Hugmyndin um að hafa lifandi hljómsveit í stað plötusnúða tíðkast víða erlendis og mér þótti spennandi hugmyndin að fá lifandi sveit með Gauta og Úlfi Úlfi,“ segir Friðrik Salvar Bjarnason, skipuleggjandi tónleikanna. Hann segir hugmyndina að þeim hafa sprottið upp snemma á þessu ári og í kjölfarið hafi hann sótt um styrk. „Við fengum styrk frá Ýli, sem er tónlistarsjóður Hörpu og styrkir unga listamenn í framkvæmdahug, og hefðum við ekki getað framkvæmt þetta án þess að fá styrk.“ Friðrik lofar glæsilegum tónleikum, enda er það ekki á hverjum degi sem þessir ólíku en hæfileikaríku menn troða upp saman. Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Rapparinn Emmsjé Gauti, Úlfur Úlfur og hljómsveitin Agent Fresco koma fram á tónleikum sem haldnir verða í Kaldalóni í Hörpu 18. október. Agent Fresco verður í hlutverki húshljómsveitar og mun sjá um undirleik fyrir bæði Gauta og Úlf Úlf. „Það má gera ráð fyrir því að sum laganna verði sett í nýjan búning með tilkomu Agent Fresco. Hugmyndin um að hafa lifandi hljómsveit í stað plötusnúða tíðkast víða erlendis og mér þótti spennandi hugmyndin að fá lifandi sveit með Gauta og Úlfi Úlfi,“ segir Friðrik Salvar Bjarnason, skipuleggjandi tónleikanna. Hann segir hugmyndina að þeim hafa sprottið upp snemma á þessu ári og í kjölfarið hafi hann sótt um styrk. „Við fengum styrk frá Ýli, sem er tónlistarsjóður Hörpu og styrkir unga listamenn í framkvæmdahug, og hefðum við ekki getað framkvæmt þetta án þess að fá styrk.“ Friðrik lofar glæsilegum tónleikum, enda er það ekki á hverjum degi sem þessir ólíku en hæfileikaríku menn troða upp saman.
Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira