Höfum lengi verið ljóðasöngsteymi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. september 2013 11:00 Þeir eru góðir saman Gunnar og Jónas. Fréttablaðið/GVA „Við Jónas fluttum þriðja og síðasta ljóðaflokk Franz Schubert, Svanasönginn, í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í sumar og þótt húsfyllir væri þá hafa margir hvatt okkur til að endurtaka leikinn. Við höfum ákveðið að gera það næsta föstudagskvöld, í hinu viðeigandi umhverfi Þjóðmenningarhúsinu,“ segir Gunnar Guðbjörnsson tenórsöngvari þegar haft er samband við hann símleiðis. Gunnar segir samstarf þeirra Jónasar hafa staðið hátt í aldarfjórðung og tónskáldið Schubert oft hafa komið þar við sögu. „Við Jónas höfum starfað saman lengi sem ljóðasöngsteymi og meðal annars flutt Vetrarferðina og Malarastúlkuna fögru eftir Schubert. Jónas er mikill Schubertmaður og það er frábært að vinna með slíkum reynslubolta. Hann kann þetta upp á sína tíu fingur – sem er gott þar sem hann er píanisti!“ Sjálfur kveðst Gunnar þó hafa verið í hálfgerðum ljóðadvala í nokkur ár þar til nýlega. Í þættinum Útúrdúr hjá Víkingi Heiðari Ólafssyni flutti hann tvö lög úr Ástum skáldsins eftir Schumann. „Hjá Víkingi Heiðari vaknaði ég fyrst aftur af þessum dvala og er nú kominn á fulla ferð,“ segir hann glaðlega. Annars starfar Gunnar víðar en í tónleikasölum. Í sumar kveðst hann hafa verið leiðsögumaður hópa, bæði í hringferðum um landið og dagsferðum frá Reykjavík. „En ég fékk eins og tveggja daga frí inn á milli og þá æfðum við Jónas,“ tekur hann fram. Spurður hvort hann syngi ekki fyrir ferðahópana svarar hann. „Jú, ég syng alltaf eitthvað fyrir þá. Reyndar ekki Svanasönginn en ég tek til dæmis alltaf Sjá dagar koma eftir Sigurð Þórðarson þegar ég er á Þingvöllum af því það er úr Alþingishátíðarkantötu Davíðs Stefánssonar.“ Svanasöngurinn er talinn vera síðasta atlaga Schuberts að sönglagaforminu en þar lýsir hann örvæntingu ljóðmælandans af innsæi. Ljóðin sótti hann til þriggja skálda, Ludwigs Rellstab, Heinrichs Heine og Johanns Gabriels Seidl. Menning Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Við Jónas fluttum þriðja og síðasta ljóðaflokk Franz Schubert, Svanasönginn, í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í sumar og þótt húsfyllir væri þá hafa margir hvatt okkur til að endurtaka leikinn. Við höfum ákveðið að gera það næsta föstudagskvöld, í hinu viðeigandi umhverfi Þjóðmenningarhúsinu,“ segir Gunnar Guðbjörnsson tenórsöngvari þegar haft er samband við hann símleiðis. Gunnar segir samstarf þeirra Jónasar hafa staðið hátt í aldarfjórðung og tónskáldið Schubert oft hafa komið þar við sögu. „Við Jónas höfum starfað saman lengi sem ljóðasöngsteymi og meðal annars flutt Vetrarferðina og Malarastúlkuna fögru eftir Schubert. Jónas er mikill Schubertmaður og það er frábært að vinna með slíkum reynslubolta. Hann kann þetta upp á sína tíu fingur – sem er gott þar sem hann er píanisti!“ Sjálfur kveðst Gunnar þó hafa verið í hálfgerðum ljóðadvala í nokkur ár þar til nýlega. Í þættinum Útúrdúr hjá Víkingi Heiðari Ólafssyni flutti hann tvö lög úr Ástum skáldsins eftir Schumann. „Hjá Víkingi Heiðari vaknaði ég fyrst aftur af þessum dvala og er nú kominn á fulla ferð,“ segir hann glaðlega. Annars starfar Gunnar víðar en í tónleikasölum. Í sumar kveðst hann hafa verið leiðsögumaður hópa, bæði í hringferðum um landið og dagsferðum frá Reykjavík. „En ég fékk eins og tveggja daga frí inn á milli og þá æfðum við Jónas,“ tekur hann fram. Spurður hvort hann syngi ekki fyrir ferðahópana svarar hann. „Jú, ég syng alltaf eitthvað fyrir þá. Reyndar ekki Svanasönginn en ég tek til dæmis alltaf Sjá dagar koma eftir Sigurð Þórðarson þegar ég er á Þingvöllum af því það er úr Alþingishátíðarkantötu Davíðs Stefánssonar.“ Svanasöngurinn er talinn vera síðasta atlaga Schuberts að sönglagaforminu en þar lýsir hann örvæntingu ljóðmælandans af innsæi. Ljóðin sótti hann til þriggja skálda, Ludwigs Rellstab, Heinrichs Heine og Johanns Gabriels Seidl.
Menning Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira