Skoðar konurnar sem manneskjur 30. september 2013 10:00 Maríanna Clara segist ekki ætla að vera mjög fræðileg í fyrirlestri sínum heldur varpa fram ýmsum spurningum um bókina. Fréttablaðið/Anton Í tilefni af ritþingi Gerðubergs 12. október þar sem fjallað verður um Kristínu Steinsdóttur verður bókmenntanámskeið í Gerðubergi í kvöld. Þar mun Maríanna Clara Lúthersdóttir fjalla um verðlaunabók Kristínar, Ljósu, auk þess sem Kristín lítur við og spjallar við þátttakendur. „Ég ætla að fjalla almennt og frekar opið um bókina og skoða hana aðeins í tengslum við aðrar bækur Kristínar,“ segir Maríanna Clara. „Svo verða umræður og síðan ætlar Kristín að koma og við verðum svo heppnar að fá að spyrja hana út í bókina. Þetta verður stutt og laggott, tveir tímar, en vonandi skemmtilegt. Ég hlakka allavega mikið til.“Hvers vegna kallið þið þetta námskeið, er þetta ekki bara fyrirlestur? „Ja, ég veit það svo sem ekki, en það er mjó lína á milli námskeiðs og fyrirlesturs. Flest námskeið í Háskólanum eru til dæmis í fyrirlestraformi. Ég hugsaði nú ekkert út í neinar skilgreiningar, fannst bara freistandi að fá að gera þetta og sló til, enda Kristín í miklu uppáhaldi hjá mér.“Hvað ætlarðu helst að draga fram? „Ég ætla að skoða bókina út frá nokkrum sterkum þemum eða áherslum. Skoða konurnar, þetta er kvennasaga undir formerkjunum konan sem manneskja, sem Kristín skrifar svo listavel. Svo er það geðveiki og sköpunarkraftur sem hafa nú oft verið nátengd. Þetta er líka söguleg skáldsaga og kallast þar að auki skemmtilega á við ákveðna sveitarómantík sem hefur verið að finna í íslenskum bókmenntum. Þetta verður ekki mjög fræðilegt heldur ætla ég að velta upp nokkrum mismunandi flötum á bókinni því hún er í rauninni margbrotin.“ Nauðsynlegt er að skrá sig á námskeiðið annaðhvort með pósti á netfang Gerðubergs eða í síma. Það hefst klukkan 20 og lýkur um klukkan 22. Menning Mest lesið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Í tilefni af ritþingi Gerðubergs 12. október þar sem fjallað verður um Kristínu Steinsdóttur verður bókmenntanámskeið í Gerðubergi í kvöld. Þar mun Maríanna Clara Lúthersdóttir fjalla um verðlaunabók Kristínar, Ljósu, auk þess sem Kristín lítur við og spjallar við þátttakendur. „Ég ætla að fjalla almennt og frekar opið um bókina og skoða hana aðeins í tengslum við aðrar bækur Kristínar,“ segir Maríanna Clara. „Svo verða umræður og síðan ætlar Kristín að koma og við verðum svo heppnar að fá að spyrja hana út í bókina. Þetta verður stutt og laggott, tveir tímar, en vonandi skemmtilegt. Ég hlakka allavega mikið til.“Hvers vegna kallið þið þetta námskeið, er þetta ekki bara fyrirlestur? „Ja, ég veit það svo sem ekki, en það er mjó lína á milli námskeiðs og fyrirlesturs. Flest námskeið í Háskólanum eru til dæmis í fyrirlestraformi. Ég hugsaði nú ekkert út í neinar skilgreiningar, fannst bara freistandi að fá að gera þetta og sló til, enda Kristín í miklu uppáhaldi hjá mér.“Hvað ætlarðu helst að draga fram? „Ég ætla að skoða bókina út frá nokkrum sterkum þemum eða áherslum. Skoða konurnar, þetta er kvennasaga undir formerkjunum konan sem manneskja, sem Kristín skrifar svo listavel. Svo er það geðveiki og sköpunarkraftur sem hafa nú oft verið nátengd. Þetta er líka söguleg skáldsaga og kallast þar að auki skemmtilega á við ákveðna sveitarómantík sem hefur verið að finna í íslenskum bókmenntum. Þetta verður ekki mjög fræðilegt heldur ætla ég að velta upp nokkrum mismunandi flötum á bókinni því hún er í rauninni margbrotin.“ Nauðsynlegt er að skrá sig á námskeiðið annaðhvort með pósti á netfang Gerðubergs eða í síma. Það hefst klukkan 20 og lýkur um klukkan 22.
Menning Mest lesið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira