Engin dramatík hjá systrunum í HAIM Freyr Bjarnason skrifar 3. október 2013 07:15 Systrahljómsveitin HAIM hefur gefið út sína fyrstu plötu, Days Are Gone, sem beðið hefur verið eftir með eftirvæntingu. Í hljómsveitinni eru systurnar Este, Danielle og Alana Haim og þær koma frá Los Angeles í Bandaríkjunum. Tónlistin er eins konar póstmódernísk samsuða af poppi síðustu áratuga, allt frá Motown-kvennaböndunum til Fleetwood Mac og þaðan til hipphopptónlistar tíunda áratugarins og R&B. HAIM hefur verið áberandi í umræðunni á meðal tónlistaráhugamanna í töluverðan tíma enda hefur sveitin gefið út eftirtektarverðar smáskífur með lögunum Forever, Don"t Save Me, Falling og The Wire. Tímaritin Rolling Stone og Elle hafa hampað tónlistinni, auk dagblaðsins The Los Angeles Times. Í Bretlandi varð HAIM í byrjun ársins fyrsta bandaríska kvennahljómsveitin til að bera sigur úr býtum í hinni árlegu skoðanakönnun BBC á „Hljómi ársins 2013“. Systurnar þykja góðar á tónleikum og hefur ítrekað verið uppselt á tónleika þeirra á staðnum Troubadour í Los Angeles og í Music Hall of Williamsburg í New York. Einnig hafa þær spilað á hátíðum á borð við SXSW, Lollapalooza, Bonnaroo og Governors Ball. Það er því engin tilviljun að þeim hefur verið boðið að hita upp fyrir Phoenix, Florence and the Machine, Mumford and Sons og Vampire Weekend. Upptökustjórar á nýju plötunni voru Ariel Rechtshaid, sem hefur unnið með Usher og Vampire Weekend, og James Ford, sem hefur starfað með Florence and the Machine og Arctic Monkeys. Days Are Gone hefur fengið góðar viðtökur. The Guardian, Allmusic, Consequence of Sound og Q gefa henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Rolling Stone límir á hana þrjár og hálfa stjörnu og Pitchfork gefur henni 8,3 af 10. HAIM hefur verið bókuð í risastóra tónleikaferð sem hefst í Texas á morgun. Fyrst spilar sveitin í Bandaríkjunum og ferðast svo um Evrópu með Phoenix. Að því loknu halda systurnar ferðalaginu áfram einar á báti og hafa síðustu tónleikarnir verið bókaðir í Glasgow í mars. Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Systrahljómsveitin HAIM hefur gefið út sína fyrstu plötu, Days Are Gone, sem beðið hefur verið eftir með eftirvæntingu. Í hljómsveitinni eru systurnar Este, Danielle og Alana Haim og þær koma frá Los Angeles í Bandaríkjunum. Tónlistin er eins konar póstmódernísk samsuða af poppi síðustu áratuga, allt frá Motown-kvennaböndunum til Fleetwood Mac og þaðan til hipphopptónlistar tíunda áratugarins og R&B. HAIM hefur verið áberandi í umræðunni á meðal tónlistaráhugamanna í töluverðan tíma enda hefur sveitin gefið út eftirtektarverðar smáskífur með lögunum Forever, Don"t Save Me, Falling og The Wire. Tímaritin Rolling Stone og Elle hafa hampað tónlistinni, auk dagblaðsins The Los Angeles Times. Í Bretlandi varð HAIM í byrjun ársins fyrsta bandaríska kvennahljómsveitin til að bera sigur úr býtum í hinni árlegu skoðanakönnun BBC á „Hljómi ársins 2013“. Systurnar þykja góðar á tónleikum og hefur ítrekað verið uppselt á tónleika þeirra á staðnum Troubadour í Los Angeles og í Music Hall of Williamsburg í New York. Einnig hafa þær spilað á hátíðum á borð við SXSW, Lollapalooza, Bonnaroo og Governors Ball. Það er því engin tilviljun að þeim hefur verið boðið að hita upp fyrir Phoenix, Florence and the Machine, Mumford and Sons og Vampire Weekend. Upptökustjórar á nýju plötunni voru Ariel Rechtshaid, sem hefur unnið með Usher og Vampire Weekend, og James Ford, sem hefur starfað með Florence and the Machine og Arctic Monkeys. Days Are Gone hefur fengið góðar viðtökur. The Guardian, Allmusic, Consequence of Sound og Q gefa henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Rolling Stone límir á hana þrjár og hálfa stjörnu og Pitchfork gefur henni 8,3 af 10. HAIM hefur verið bókuð í risastóra tónleikaferð sem hefst í Texas á morgun. Fyrst spilar sveitin í Bandaríkjunum og ferðast svo um Evrópu með Phoenix. Að því loknu halda systurnar ferðalaginu áfram einar á báti og hafa síðustu tónleikarnir verið bókaðir í Glasgow í mars.
Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“