Tónlist er atvinna en ekki sjálfboðavinna Gunnar Leó Pálsson skrifar 4. október 2013 08:00 Tónlist er atvinnugrein, segir Björn Th. Árnason, formaður FÍH. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR „Ef það bilar klósett er píparinn ekki að fara að gera við það fyrir kaffi og kleinur. Við viljum virðingu fyrir starfi okkar og að tónlistarmenn fái greitt fyrir vinnu sína eins og aðrir,“ segir Björn Th. Árnason, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna, um kjaramál tónlistarmanna. Töluvert hefur verið um það að skemmtistaðir og veitingahús á Íslandi óski eftir tónlistarmönnum til að koma fram launalaust eða bjóða laun í formi veitinga. „Við reynum að hjálpa en það er erfitt að gera eitthvað í þessu, oft eru þetta ekki meðlimir stéttarfélagsins, heldur mest í grasrótinni.“ Alltof algengt er að tónlistarmenn fái ekki greidd réttmæt laun fyrir vinnu sína og mæti fordómum þegar talað er um tónlistarmenn sem starfsstétt. „Með skerðingu fjárframlaga til lista- og menningarmála má með sanni segja að verið sé að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, þetta er ekki hátekjufólk eða hátekjubransi,“ bætir Björn við. Samkvæmt samningi FÍH við Samband veitinga- og gistihúsa, kemur fram að ef tónlistarmaður er einn að spila, greiðist að lágmarki 40.300 krónur fyrir vinnu hans.Ef fjögurra manna hljómsveit er að spila greiðst að lágmarki 26.000 krónur fyrir hvern hljómlistarmann. Innifalin eru launatengd gjöld þar sem þeir eru yfirleitt verktakar. Þá er miðað við, um tveggja klukkustunda vinnu. Tónlistarmenn vinna þó gjarnan sjálfboðastarf. „Við fáum oft ekki mikið kredit fyrir sjálfboðastörf okkar, þegar við komum fram á styrktartónleikum og öðrum góðgerðarviðburðum,“ segir Björn að lokum og hvetur tónlistarmenn til að hugsa sig vel um áður en þeir gerast sjálfboðaliðar á veitinga- og skemmtistöðum. Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Ef það bilar klósett er píparinn ekki að fara að gera við það fyrir kaffi og kleinur. Við viljum virðingu fyrir starfi okkar og að tónlistarmenn fái greitt fyrir vinnu sína eins og aðrir,“ segir Björn Th. Árnason, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna, um kjaramál tónlistarmanna. Töluvert hefur verið um það að skemmtistaðir og veitingahús á Íslandi óski eftir tónlistarmönnum til að koma fram launalaust eða bjóða laun í formi veitinga. „Við reynum að hjálpa en það er erfitt að gera eitthvað í þessu, oft eru þetta ekki meðlimir stéttarfélagsins, heldur mest í grasrótinni.“ Alltof algengt er að tónlistarmenn fái ekki greidd réttmæt laun fyrir vinnu sína og mæti fordómum þegar talað er um tónlistarmenn sem starfsstétt. „Með skerðingu fjárframlaga til lista- og menningarmála má með sanni segja að verið sé að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, þetta er ekki hátekjufólk eða hátekjubransi,“ bætir Björn við. Samkvæmt samningi FÍH við Samband veitinga- og gistihúsa, kemur fram að ef tónlistarmaður er einn að spila, greiðist að lágmarki 40.300 krónur fyrir vinnu hans.Ef fjögurra manna hljómsveit er að spila greiðst að lágmarki 26.000 krónur fyrir hvern hljómlistarmann. Innifalin eru launatengd gjöld þar sem þeir eru yfirleitt verktakar. Þá er miðað við, um tveggja klukkustunda vinnu. Tónlistarmenn vinna þó gjarnan sjálfboðastarf. „Við fáum oft ekki mikið kredit fyrir sjálfboðastörf okkar, þegar við komum fram á styrktartónleikum og öðrum góðgerðarviðburðum,“ segir Björn að lokum og hvetur tónlistarmenn til að hugsa sig vel um áður en þeir gerast sjálfboðaliðar á veitinga- og skemmtistöðum.
Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira