Frostrósirnar kveðja á toppnum Freyr Bjarnason skrifar 5. október 2013 08:00 „Ef það á að kveðja er best að gera það á toppnum,“ segir Samúel Kristjánsson, skipuleggjandi Frostrósatónleikanna. Lokatónleikar hinna vinsælu Frostrósa verða haldnir í Laugardalshöll 21. desember. Eftir það fara þær í frí um óákveðinn tíma. Samúel ætlar í staðinn að einbeita sér að því að koma Frostrósunum á kortið í Noregi og Svíþjóð. „Ég er búinn að vinna með Frostrósir í Noregi og Svíþjóð síðustu tvö ár. Það hefur verið svo rosalega mikil vinna hérna heima að það er ekki hægt að gera bæði,“ segir Samúel, sem er einnig búinn að ráða sig í annað verkefni í Svíþjóð. „En það er aldrei að vita nema hugurinn leiti aftur heim og við, þessi samhenta fjölskylda sem að baki þessu stendur, komum saman aftur og blásum til veislu að nokkrum árum liðnum. En það þarf framtíðin að leiða í ljós.“ Á lokatónleikunum í Höllinni verður öllu tjaldað til. Dívurnar mæta allar til leiks, auk fjölda tenóra og söngvara. Einnig kemur fram Stórhljómsveit Frostrósa, tvö hundruð manna hátíðarkór, barnakór og Íslenski gospelkórinn. Miðasala hefst 15. október á Midi.is. Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Ef það á að kveðja er best að gera það á toppnum,“ segir Samúel Kristjánsson, skipuleggjandi Frostrósatónleikanna. Lokatónleikar hinna vinsælu Frostrósa verða haldnir í Laugardalshöll 21. desember. Eftir það fara þær í frí um óákveðinn tíma. Samúel ætlar í staðinn að einbeita sér að því að koma Frostrósunum á kortið í Noregi og Svíþjóð. „Ég er búinn að vinna með Frostrósir í Noregi og Svíþjóð síðustu tvö ár. Það hefur verið svo rosalega mikil vinna hérna heima að það er ekki hægt að gera bæði,“ segir Samúel, sem er einnig búinn að ráða sig í annað verkefni í Svíþjóð. „En það er aldrei að vita nema hugurinn leiti aftur heim og við, þessi samhenta fjölskylda sem að baki þessu stendur, komum saman aftur og blásum til veislu að nokkrum árum liðnum. En það þarf framtíðin að leiða í ljós.“ Á lokatónleikunum í Höllinni verður öllu tjaldað til. Dívurnar mæta allar til leiks, auk fjölda tenóra og söngvara. Einnig kemur fram Stórhljómsveit Frostrósa, tvö hundruð manna hátíðarkór, barnakór og Íslenski gospelkórinn. Miðasala hefst 15. október á Midi.is.
Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira