Hljómar og John Grant á svið Freyr Bjarnason skrifar 10. október 2013 09:15 Tónlistarmaðurinn John Grant kemur fram á afmælisfundi SÁÁ. fréttablaðið/valli Hljómar og John Grant eru á meðal þeirra sem koma fram á afmælisfundi SÁÁ í Háskólabíói í kvöld. Á meðal annarra sem koma fram eru Lockerbie, Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar og Karlakórinn Fóstbræður. Sérstakur gestur verður Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. „Þarna erum við að stilla saman strengina og brýna okkur öll í baráttunni sem er fram undan,“ segir leikarinn Rúnar Freyr Gíslason, starfsmaður SÁÁ. Fjársöfnunin Áfram Vogur er nýhafin þar sem óskað er eftir aðstoð frá fyrirtækjum og einstaklingum. Einstaklingar geta hringt í síma 903-2001, 903-1003 og 903-1005 og borgað eitt til fimm þúsund krónur. „Okkur finnst við standa á tímamótum því Þórarinn Tyrfingsson [yfirlæknir á Vogi] segist aldrei hafa séð svartara ástand. Við erum að byggja upp aðstöðu fyrir veikasta fólkið og eins og staðan er núna þurfum við aðstoð til að geta þetta. Annars er nánast óumflýjanlegt að skerða þjónustuna,“ segir Rúnar Freyr. „Þess vegna viljum við hittast og fylla Háskólabíó.“ Tónleikarnir eru ókeypis og hefjast klukkan 20. Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Hljómar og John Grant eru á meðal þeirra sem koma fram á afmælisfundi SÁÁ í Háskólabíói í kvöld. Á meðal annarra sem koma fram eru Lockerbie, Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar og Karlakórinn Fóstbræður. Sérstakur gestur verður Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. „Þarna erum við að stilla saman strengina og brýna okkur öll í baráttunni sem er fram undan,“ segir leikarinn Rúnar Freyr Gíslason, starfsmaður SÁÁ. Fjársöfnunin Áfram Vogur er nýhafin þar sem óskað er eftir aðstoð frá fyrirtækjum og einstaklingum. Einstaklingar geta hringt í síma 903-2001, 903-1003 og 903-1005 og borgað eitt til fimm þúsund krónur. „Okkur finnst við standa á tímamótum því Þórarinn Tyrfingsson [yfirlæknir á Vogi] segist aldrei hafa séð svartara ástand. Við erum að byggja upp aðstöðu fyrir veikasta fólkið og eins og staðan er núna þurfum við aðstoð til að geta þetta. Annars er nánast óumflýjanlegt að skerða þjónustuna,“ segir Rúnar Freyr. „Þess vegna viljum við hittast og fylla Háskólabíó.“ Tónleikarnir eru ókeypis og hefjast klukkan 20.
Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira