Hvatvís og sjarmerandi ökuþór Sara McMahon skrifar 10. október 2013 10:00 Kvikmyndin Rush segir frá breska ökuþórnum James Hunt. Kvikmyndin Rush segir frá baráttu ökuþóranna James Hunt og Niki Lauda um heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1. Ástralski leikarinn Chris Hemsworth fer með hlutverk Hunts og Íslandsvinurinn Daniel Brühl fer með hlutverk Lauda. Kvikmyndin er í leikstjórn Rons Howard. Hunt var þekktur fyrir að vera skemmtilegur en heldur hvatvís en hinn austurríski Lauda þótti einbeittur og tæknilegur. Lauda var liðsmaður Ferrari-liðsins en Hunt keppti fyrir hönd McLaren. Hunt hætti keppni árið 1979 eftir að hafa tapað nokkrum keppnum í röð og lést af völdum hjartaáfalls árið 1993, þá 45 ára að aldri. Með helstu hlutverk myndarinnar fara Chris Hemsworth, Daniel Brühl, Olivia Wilde, Alexandra Maria Lara og Pier Francesco Favino.Þjálfaði Häkkinen Hunt var ráðinn af John Hogan til að þjálfa unga ökuþóra sem styrktir voru af Marlboro. Meðal lærlinga Hunts var finnski ökumaðurinn Mika Häkkinen. Hunt kvæntist Suzy Miller árið 1974. Ári síðar tók Miller saman við leikarann Richard Burton og óskaði þá eftir skilnaði við Hunt. Burton endaði á því að greiða allan málskostnað vegna skilnaðarins. Þetta er í annað sinn sem Ron Howard vinnur með handritshöfundinum Peter Morgan. Þeir unnu síðast saman við myndina Frost/Nixon frá árinu 2008. Chris Hemsworth varð að léttast um 14 kíló áður en tökur á Rush hófust. Hann hafði þá bætt á sig vöðvamassa fyrir hlutverk sitt í Thor. Myndin halaði inn 22.764.977 milljónum króna á frumsýningarhelginni. Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Kvikmyndin Rush segir frá baráttu ökuþóranna James Hunt og Niki Lauda um heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1. Ástralski leikarinn Chris Hemsworth fer með hlutverk Hunts og Íslandsvinurinn Daniel Brühl fer með hlutverk Lauda. Kvikmyndin er í leikstjórn Rons Howard. Hunt var þekktur fyrir að vera skemmtilegur en heldur hvatvís en hinn austurríski Lauda þótti einbeittur og tæknilegur. Lauda var liðsmaður Ferrari-liðsins en Hunt keppti fyrir hönd McLaren. Hunt hætti keppni árið 1979 eftir að hafa tapað nokkrum keppnum í röð og lést af völdum hjartaáfalls árið 1993, þá 45 ára að aldri. Með helstu hlutverk myndarinnar fara Chris Hemsworth, Daniel Brühl, Olivia Wilde, Alexandra Maria Lara og Pier Francesco Favino.Þjálfaði Häkkinen Hunt var ráðinn af John Hogan til að þjálfa unga ökuþóra sem styrktir voru af Marlboro. Meðal lærlinga Hunts var finnski ökumaðurinn Mika Häkkinen. Hunt kvæntist Suzy Miller árið 1974. Ári síðar tók Miller saman við leikarann Richard Burton og óskaði þá eftir skilnaði við Hunt. Burton endaði á því að greiða allan málskostnað vegna skilnaðarins. Þetta er í annað sinn sem Ron Howard vinnur með handritshöfundinum Peter Morgan. Þeir unnu síðast saman við myndina Frost/Nixon frá árinu 2008. Chris Hemsworth varð að léttast um 14 kíló áður en tökur á Rush hófust. Hann hafði þá bætt á sig vöðvamassa fyrir hlutverk sitt í Thor. Myndin halaði inn 22.764.977 milljónum króna á frumsýningarhelginni.
Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira