Jón Jónsson fær að gefa út lag Gunnar Leó Pálsson skrifar 16. október 2013 09:00 Jón Jónsson sendir frá sér nýtt lag í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR „Við erum loksins að fá að gefa út nýtt lag, við erum komnir með bunka af nýjum lögum,“ segir Jón Ragnar Jónsson, tónlistarmaður, sem gefur út lagið Feel For You á föstudag. Jón gaf síðast út lag síðasta sumar. Tónlistarmaðurinn samdi við útgáfufyrirtækið Sony í fyrra haust en lítið hefur gerst síðan að samningurinn var undirritaður. „Við höfum ekki fengið að gefa út efni síðan að samningurinn tók gildi, það hefur lítið gerst, þetta hefur verið á ís í langan tíma og við erum orðnir mjög þyrstir í að gefa út lag.“ Lagið er að mestu tekið upp í hljóðveri Jóns og félaga og sér Haffi Tempo sér um hljóðblöndun þess. Aðspurður segir Jón texta lagsins fjalla um skólapilt sem heldur partí í þeirri von að stúlkan sem hann er skotinn í mæti. Hann vonar að nýja lagið blási lífi í gamlar glæður og að hljómsveitin fari að spila að einhverri alvöru að nýju. „Ef öllum finnst lagið glatað þá fer ég bara að einbeita mér að fótboltanum,“ segir Jón við að lokum, léttur í lundu. Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Við erum loksins að fá að gefa út nýtt lag, við erum komnir með bunka af nýjum lögum,“ segir Jón Ragnar Jónsson, tónlistarmaður, sem gefur út lagið Feel For You á föstudag. Jón gaf síðast út lag síðasta sumar. Tónlistarmaðurinn samdi við útgáfufyrirtækið Sony í fyrra haust en lítið hefur gerst síðan að samningurinn var undirritaður. „Við höfum ekki fengið að gefa út efni síðan að samningurinn tók gildi, það hefur lítið gerst, þetta hefur verið á ís í langan tíma og við erum orðnir mjög þyrstir í að gefa út lag.“ Lagið er að mestu tekið upp í hljóðveri Jóns og félaga og sér Haffi Tempo sér um hljóðblöndun þess. Aðspurður segir Jón texta lagsins fjalla um skólapilt sem heldur partí í þeirri von að stúlkan sem hann er skotinn í mæti. Hann vonar að nýja lagið blási lífi í gamlar glæður og að hljómsveitin fari að spila að einhverri alvöru að nýju. „Ef öllum finnst lagið glatað þá fer ég bara að einbeita mér að fótboltanum,“ segir Jón við að lokum, léttur í lundu.
Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira