Grátt á herrana, vítt fyrir dömurnar Sara McMahon skrifar 17. október 2013 13:00 Grátt vinsælt Fatahönnuðurinn Damir Doma notaði gráa litinn mikið í haustlínu sinni fyrir karla þetta haust. Nordicphotos/getty Grátt fyrir herrana Herrarnir skulu klæðast gráu en dömurnar skósíðum buxum og stórum peysum. Klæðaburður fólks tekur breytingum samhliða árstíðaskiptunum. Í haust og vetur verða nokkrir tískustraumar sérlega áberandi og fór Fréttablaðið yfir nokkra þeirra. Hvað herrana varðar verður grái liturinn í forgrunni í vetur, sem og vínrauðir og dökkbláir litatónar. Bomber-jakkinn svonefndi heldur vinsældum sínum inn í mitt næsta ár. Gönguskór í öllum stærðum og gerðum verða einnig áberandi og sé tekið mið af tískusýningum stóru tískuhúsanna má nota þann fótabúnað hvort heldur við jakkaföt eða gallabuxur.Vítt og þægilegt Hólkvíðar og skósíðar buxur verða áberandi í dömutískunni í haust og vetur. Þessar buxur eru þó úr vorlínu Yang Li 2014.Nordicphotos/gettyVítt fyrir dömurnar Þegar kemur að dömutískunni eru skósíðar og hólkvíðar dragtarbuxur sérlega vinsælar, bæði til hversdagsbrúks og sem spariklæðnaður. Dökkblár litur, eða „navy“ eins og hann kallast á ensku, verður sömuleiðis áberandi í vetur. Sá litur gæti hentað þeim sem kjósa helst svartar flíkur því dökkblá flík mun lífga upp á heildarútlitið án þess að draga að sér of mikla athygli. Stórar peysur, og þá sérstaklega kragapeysur, sáust einnig víða á tískupöllunum fyrir veturinn. Slíkar peysur koma sér sannarlega vel á köldum, íslenskum vetrardögum. Mest lesið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lífið samstarf Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Grátt fyrir herrana Herrarnir skulu klæðast gráu en dömurnar skósíðum buxum og stórum peysum. Klæðaburður fólks tekur breytingum samhliða árstíðaskiptunum. Í haust og vetur verða nokkrir tískustraumar sérlega áberandi og fór Fréttablaðið yfir nokkra þeirra. Hvað herrana varðar verður grái liturinn í forgrunni í vetur, sem og vínrauðir og dökkbláir litatónar. Bomber-jakkinn svonefndi heldur vinsældum sínum inn í mitt næsta ár. Gönguskór í öllum stærðum og gerðum verða einnig áberandi og sé tekið mið af tískusýningum stóru tískuhúsanna má nota þann fótabúnað hvort heldur við jakkaföt eða gallabuxur.Vítt og þægilegt Hólkvíðar og skósíðar buxur verða áberandi í dömutískunni í haust og vetur. Þessar buxur eru þó úr vorlínu Yang Li 2014.Nordicphotos/gettyVítt fyrir dömurnar Þegar kemur að dömutískunni eru skósíðar og hólkvíðar dragtarbuxur sérlega vinsælar, bæði til hversdagsbrúks og sem spariklæðnaður. Dökkblár litur, eða „navy“ eins og hann kallast á ensku, verður sömuleiðis áberandi í vetur. Sá litur gæti hentað þeim sem kjósa helst svartar flíkur því dökkblá flík mun lífga upp á heildarútlitið án þess að draga að sér of mikla athygli. Stórar peysur, og þá sérstaklega kragapeysur, sáust einnig víða á tískupöllunum fyrir veturinn. Slíkar peysur koma sér sannarlega vel á köldum, íslenskum vetrardögum.
Mest lesið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lífið samstarf Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira