Grátt á herrana, vítt fyrir dömurnar Sara McMahon skrifar 17. október 2013 13:00 Grátt vinsælt Fatahönnuðurinn Damir Doma notaði gráa litinn mikið í haustlínu sinni fyrir karla þetta haust. Nordicphotos/getty Grátt fyrir herrana Herrarnir skulu klæðast gráu en dömurnar skósíðum buxum og stórum peysum. Klæðaburður fólks tekur breytingum samhliða árstíðaskiptunum. Í haust og vetur verða nokkrir tískustraumar sérlega áberandi og fór Fréttablaðið yfir nokkra þeirra. Hvað herrana varðar verður grái liturinn í forgrunni í vetur, sem og vínrauðir og dökkbláir litatónar. Bomber-jakkinn svonefndi heldur vinsældum sínum inn í mitt næsta ár. Gönguskór í öllum stærðum og gerðum verða einnig áberandi og sé tekið mið af tískusýningum stóru tískuhúsanna má nota þann fótabúnað hvort heldur við jakkaföt eða gallabuxur.Vítt og þægilegt Hólkvíðar og skósíðar buxur verða áberandi í dömutískunni í haust og vetur. Þessar buxur eru þó úr vorlínu Yang Li 2014.Nordicphotos/gettyVítt fyrir dömurnar Þegar kemur að dömutískunni eru skósíðar og hólkvíðar dragtarbuxur sérlega vinsælar, bæði til hversdagsbrúks og sem spariklæðnaður. Dökkblár litur, eða „navy“ eins og hann kallast á ensku, verður sömuleiðis áberandi í vetur. Sá litur gæti hentað þeim sem kjósa helst svartar flíkur því dökkblá flík mun lífga upp á heildarútlitið án þess að draga að sér of mikla athygli. Stórar peysur, og þá sérstaklega kragapeysur, sáust einnig víða á tískupöllunum fyrir veturinn. Slíkar peysur koma sér sannarlega vel á köldum, íslenskum vetrardögum. Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Fleiri fréttir Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira
Grátt fyrir herrana Herrarnir skulu klæðast gráu en dömurnar skósíðum buxum og stórum peysum. Klæðaburður fólks tekur breytingum samhliða árstíðaskiptunum. Í haust og vetur verða nokkrir tískustraumar sérlega áberandi og fór Fréttablaðið yfir nokkra þeirra. Hvað herrana varðar verður grái liturinn í forgrunni í vetur, sem og vínrauðir og dökkbláir litatónar. Bomber-jakkinn svonefndi heldur vinsældum sínum inn í mitt næsta ár. Gönguskór í öllum stærðum og gerðum verða einnig áberandi og sé tekið mið af tískusýningum stóru tískuhúsanna má nota þann fótabúnað hvort heldur við jakkaföt eða gallabuxur.Vítt og þægilegt Hólkvíðar og skósíðar buxur verða áberandi í dömutískunni í haust og vetur. Þessar buxur eru þó úr vorlínu Yang Li 2014.Nordicphotos/gettyVítt fyrir dömurnar Þegar kemur að dömutískunni eru skósíðar og hólkvíðar dragtarbuxur sérlega vinsælar, bæði til hversdagsbrúks og sem spariklæðnaður. Dökkblár litur, eða „navy“ eins og hann kallast á ensku, verður sömuleiðis áberandi í vetur. Sá litur gæti hentað þeim sem kjósa helst svartar flíkur því dökkblá flík mun lífga upp á heildarútlitið án þess að draga að sér of mikla athygli. Stórar peysur, og þá sérstaklega kragapeysur, sáust einnig víða á tískupöllunum fyrir veturinn. Slíkar peysur koma sér sannarlega vel á köldum, íslenskum vetrardögum.
Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Fleiri fréttir Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira