Dr. Spock og MacGyver eru hetjurnar Freyr Bjarnason skrifar 17. október 2013 08:00 Sveinn Guðmundsson hefur gefið út sína fyrstu plötu. „Góðir hlutir gerast hægt. Það er svolítið mottóið mitt. Ef ég tek hlutina rólega fríka ég ekki út,“ segir Sveinn Guðmundsson. Hann hefur gefið út sína fyrstu plötu sem kallast Fyrir herra Spock, MacGyver og mig. Á henni er rólyndisgítartónlist með sjálfsspeglandi textum. Spurður út í þetta óvenjulega nafn segir Sveinn einfaldlega að bæði Spock og sjónvarpspersónan MacGyver séu hetjurnar sínar. Sitthvort lagið á plötunni fjallar um þá, eða ½ Vulkan og MacGyver og ég. Titillinn er einnig tilvísun í lag Jethro Tull, For Michael Collins, Jeffrey and Me. Sveinn er doktorsnemi í mannfræði. Hann hafði lengi langað til að gefa út plötu og hjálpaði þar til að pabbi hans gaf út þrjár plötur með hljómsveitinni Randver. Það var svo í fjölskylduafmæli þegar Sveinn spilaði lag eftir sig að félagi hans, sem var í upptökunámi, plataði hann með sér í hljóðver. „Hann vantaði lokaverkefni og þetta passaði vel inn í námið hans. Svo sparkaði hann í rassinn á mér og ýtti mér aðeins lengra,“ segir hann og á þar við Magnús Leif Sveinsson úr hljómsveitinni Úlpu. „Ég var skíthræddur við þetta en svo fór boltinn að rúlla.“ Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Góðir hlutir gerast hægt. Það er svolítið mottóið mitt. Ef ég tek hlutina rólega fríka ég ekki út,“ segir Sveinn Guðmundsson. Hann hefur gefið út sína fyrstu plötu sem kallast Fyrir herra Spock, MacGyver og mig. Á henni er rólyndisgítartónlist með sjálfsspeglandi textum. Spurður út í þetta óvenjulega nafn segir Sveinn einfaldlega að bæði Spock og sjónvarpspersónan MacGyver séu hetjurnar sínar. Sitthvort lagið á plötunni fjallar um þá, eða ½ Vulkan og MacGyver og ég. Titillinn er einnig tilvísun í lag Jethro Tull, For Michael Collins, Jeffrey and Me. Sveinn er doktorsnemi í mannfræði. Hann hafði lengi langað til að gefa út plötu og hjálpaði þar til að pabbi hans gaf út þrjár plötur með hljómsveitinni Randver. Það var svo í fjölskylduafmæli þegar Sveinn spilaði lag eftir sig að félagi hans, sem var í upptökunámi, plataði hann með sér í hljóðver. „Hann vantaði lokaverkefni og þetta passaði vel inn í námið hans. Svo sparkaði hann í rassinn á mér og ýtti mér aðeins lengra,“ segir hann og á þar við Magnús Leif Sveinsson úr hljómsveitinni Úlpu. „Ég var skíthræddur við þetta en svo fór boltinn að rúlla.“
Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira