Féll í miðri skvísupósu Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 24. október 2013 13:00 Hér er Pattra í afslöppun heima við í toppi úr H&M og buxum frá Monki. Tískugyðjan Pattra Sriyanonge vekur bæði athygli og aðdáun með tískubloggi sínu á Trendnet. Hún drakk í sig tískuáhugann með móðurmjólkinni. - Hefur þú alltaf haft áhuga á tísku? Já, alveg síðan ég fór að geta tjáð mig. Ein af mínum uppáhaldsbernskumyndum er af mér þriggja ára í hörjakkafötum með stærðarinnar myndavél um hálsinn. Móðir mín átti stóran þátt í tískuáhuga mínum og var dugleg að klæða mig upp á þegar ég var barn. Hún setti mig meðal annars í afklipptar Levi's-gallabuxur sem er í tísku enn í dag.– Hvað leggur þú áherslu á þegar þú bloggar? Ég skrifa um allt sem mér dettur í hug en bloggið er persónulegt og ég legg mikið upp úr því að vera ég sjálf. Tíska er vissulega í aðalhlutverki, í alls kyns formi. Annars hef ég mörg önnur áhugamál og hef til dæmis ótrúlega gaman af eldamennsku sem ég deili gjarnan á blogginu. – Hvaða hönnuðir eru í uppáhaldi? Um þessar mundir er Isabel Marant í algjöru uppáhaldi og ég bíð ofurspennt eftir því að fatalína hennar fyrir H&M komi í búðirnar. Einnig þykir mér Stella McCartney sérstaklega elegant og Marc Jacobs alltaf skemmtilegur, svo fáein séu nefnd. – Er einhver flík sem þú stenst ekki? Ég virðist ekki fá nóg af tvíeykinu fallegri yfirhöfn og vel sniðnum buxum. – Manstu skemmtilega tískuupplifun? Það var eftirminnilegt þegar klaufabárðurinn ég náði að detta með tilþrifum á Marc Jacobs/Coca-Cola-samkomu í Lundúnum síðasta vor. Agalega hressandi að hrasa í gólfið og rífa niður bakgrunnsskiltið í leiðinni þegar verið var að taka af mér skvísumynd. Að pósa getur reynst erfitt, greinilega. – Áttu þér uppáhaldsverslanir? Ég er fastagestur hjá Weekday, Wood Wood, Støy Munkholm og Samsøe & Samsøe, skandínavískar og flottar.– Eyðir þú miklu í fatakaup? Sennilega umfram þörf en ég reyni að taka skynsemina á þetta og hugsa mig vel og vandlega um áður en ég fjárfesti í flík, með misjöfnum árangri. Verandi búsett í Danmörku er þægilegt að geta skilað flíkum aftur í búðir og fengið endurgreitt fái maður bakþanka. Stundarbrjálæðiskaup geta þó komið fyrir besta fólk. – Hvort verslar þú meira á Íslandi eða í útlöndum? Fataverslanir á Íslandi eru margar hverjar glæsilegar þó svo ég heimsæki þær ekki oft. Hér á meginlandinu er samt algjörlega best að vera hvað fatakaup varðar; valmöguleikarnir og freistingarnar endalausar. Ég kaupi því nær allar mínar flíkur hér úti. Skoðaðu tískublogg Pöttru hér. Mest lesið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Menning Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Tískugyðjan Pattra Sriyanonge vekur bæði athygli og aðdáun með tískubloggi sínu á Trendnet. Hún drakk í sig tískuáhugann með móðurmjólkinni. - Hefur þú alltaf haft áhuga á tísku? Já, alveg síðan ég fór að geta tjáð mig. Ein af mínum uppáhaldsbernskumyndum er af mér þriggja ára í hörjakkafötum með stærðarinnar myndavél um hálsinn. Móðir mín átti stóran þátt í tískuáhuga mínum og var dugleg að klæða mig upp á þegar ég var barn. Hún setti mig meðal annars í afklipptar Levi's-gallabuxur sem er í tísku enn í dag.– Hvað leggur þú áherslu á þegar þú bloggar? Ég skrifa um allt sem mér dettur í hug en bloggið er persónulegt og ég legg mikið upp úr því að vera ég sjálf. Tíska er vissulega í aðalhlutverki, í alls kyns formi. Annars hef ég mörg önnur áhugamál og hef til dæmis ótrúlega gaman af eldamennsku sem ég deili gjarnan á blogginu. – Hvaða hönnuðir eru í uppáhaldi? Um þessar mundir er Isabel Marant í algjöru uppáhaldi og ég bíð ofurspennt eftir því að fatalína hennar fyrir H&M komi í búðirnar. Einnig þykir mér Stella McCartney sérstaklega elegant og Marc Jacobs alltaf skemmtilegur, svo fáein séu nefnd. – Er einhver flík sem þú stenst ekki? Ég virðist ekki fá nóg af tvíeykinu fallegri yfirhöfn og vel sniðnum buxum. – Manstu skemmtilega tískuupplifun? Það var eftirminnilegt þegar klaufabárðurinn ég náði að detta með tilþrifum á Marc Jacobs/Coca-Cola-samkomu í Lundúnum síðasta vor. Agalega hressandi að hrasa í gólfið og rífa niður bakgrunnsskiltið í leiðinni þegar verið var að taka af mér skvísumynd. Að pósa getur reynst erfitt, greinilega. – Áttu þér uppáhaldsverslanir? Ég er fastagestur hjá Weekday, Wood Wood, Støy Munkholm og Samsøe & Samsøe, skandínavískar og flottar.– Eyðir þú miklu í fatakaup? Sennilega umfram þörf en ég reyni að taka skynsemina á þetta og hugsa mig vel og vandlega um áður en ég fjárfesti í flík, með misjöfnum árangri. Verandi búsett í Danmörku er þægilegt að geta skilað flíkum aftur í búðir og fengið endurgreitt fái maður bakþanka. Stundarbrjálæðiskaup geta þó komið fyrir besta fólk. – Hvort verslar þú meira á Íslandi eða í útlöndum? Fataverslanir á Íslandi eru margar hverjar glæsilegar þó svo ég heimsæki þær ekki oft. Hér á meginlandinu er samt algjörlega best að vera hvað fatakaup varðar; valmöguleikarnir og freistingarnar endalausar. Ég kaupi því nær allar mínar flíkur hér úti. Skoðaðu tískublogg Pöttru hér.
Mest lesið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Menning Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira