Sverðið vísar til sæmdar og hugrekkis Friðrika Benónýsdóttir skrifar 24. október 2013 11:00 Jón Hallur heldur áfram útleggingum sínum á merkingu tákna á bautasteini Borgesar á málþinginu á morgun. Fréttablaðið/Vilhelm Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum stendur á morgun fyrir málþingi um ævi og ritstörf Jorges Luis Borges í Þjóðminjasafninu. Meðal fyrirlesara er Jón Hallur Stefánsson sem fjallar um sverð í verkum Borges. „Minn fyrirlestur verður eins konar angi af eða réttara sagt nýr flötur á ritgerð minni um bautastein Borgesar sem birtist í Tímaritröðinni 1005 í vor,“ segir Jón Hallur Stefánsson, einn frummælenda á málþingi um skáldskap argentínska Íslandsvinarins, rithöfundarins og ljóðskáldsins Jorges Luis Borges sem Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum stendur fyrir á morgun. „Ég ætla að tala um sverð, en Borges var kominn af hermönnum í báðar ættir og þegar hann var drengur var hann með tvö sverð hangandi á veggjunum hjá sér. Sverðið tengist því fjölskyldu hans beint og er mjög sterkt tákn í verkum hans alla ævi. Vísar þar til sæmdar og hugrekkis og gildis þess að bregðast ekki sem var honum mjög mikilvægt.“ Málþingið fer fram frá klukkan 14 til 17 á morgun í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins og er haldið í tilefni þess að út kom á árinu hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Háskólaútgáfunni bókin Yfir saltan mar: Þýðingar á ljóðum Jorge Luis Borges. Frummælendur eru auk Jóns Halls þau Hólmfríður Garðarsdóttir, prófessor í spænsku við Háskóla Íslands, Jón Karl Helgason, prófessor í íslensku sem öðru máli við Háskóla Íslands, og Sigrún Á. Eiríksdóttir þýðandi. Kynnir verður Kristín Guðrún Jónsdóttir, aðjunkt í spænsku við Háskóla Íslands. Rúsínan í pylsuendanum er síðan fyrirlestur sem ber yfirskriftina: „Hvernig skrifaði Borges: Um handritið Örlög Norðurlanda“ sem Daniel Balderston, prófessor og framkvæmdastjóri Borges-seturs við Háskólann í Pittsburg í Bandaríkjunum, flytur. Ástráður Eysteinsson, prófessor í almennri bókmenntafræði og forseti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands, kynnir gestafyrirlesarann. Fyrirlestur Daniels Balderston verður fluttur á ensku en annað efni er flutt á íslensku. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Menning Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum stendur á morgun fyrir málþingi um ævi og ritstörf Jorges Luis Borges í Þjóðminjasafninu. Meðal fyrirlesara er Jón Hallur Stefánsson sem fjallar um sverð í verkum Borges. „Minn fyrirlestur verður eins konar angi af eða réttara sagt nýr flötur á ritgerð minni um bautastein Borgesar sem birtist í Tímaritröðinni 1005 í vor,“ segir Jón Hallur Stefánsson, einn frummælenda á málþingi um skáldskap argentínska Íslandsvinarins, rithöfundarins og ljóðskáldsins Jorges Luis Borges sem Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum stendur fyrir á morgun. „Ég ætla að tala um sverð, en Borges var kominn af hermönnum í báðar ættir og þegar hann var drengur var hann með tvö sverð hangandi á veggjunum hjá sér. Sverðið tengist því fjölskyldu hans beint og er mjög sterkt tákn í verkum hans alla ævi. Vísar þar til sæmdar og hugrekkis og gildis þess að bregðast ekki sem var honum mjög mikilvægt.“ Málþingið fer fram frá klukkan 14 til 17 á morgun í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins og er haldið í tilefni þess að út kom á árinu hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Háskólaútgáfunni bókin Yfir saltan mar: Þýðingar á ljóðum Jorge Luis Borges. Frummælendur eru auk Jóns Halls þau Hólmfríður Garðarsdóttir, prófessor í spænsku við Háskóla Íslands, Jón Karl Helgason, prófessor í íslensku sem öðru máli við Háskóla Íslands, og Sigrún Á. Eiríksdóttir þýðandi. Kynnir verður Kristín Guðrún Jónsdóttir, aðjunkt í spænsku við Háskóla Íslands. Rúsínan í pylsuendanum er síðan fyrirlestur sem ber yfirskriftina: „Hvernig skrifaði Borges: Um handritið Örlög Norðurlanda“ sem Daniel Balderston, prófessor og framkvæmdastjóri Borges-seturs við Háskólann í Pittsburg í Bandaríkjunum, flytur. Ástráður Eysteinsson, prófessor í almennri bókmenntafræði og forseti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands, kynnir gestafyrirlesarann. Fyrirlestur Daniels Balderston verður fluttur á ensku en annað efni er flutt á íslensku. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
Menning Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira