Óvissa um framtíð Margrétar Láru hjá Kristianstad Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. október 2013 07:00 Margrét Lára getur horft brosandi á vel heppnað tímabil sem lýkur í Serbíu í næstu viku. Mynd/Daníel „Ég er samningslaus og er að skoða mín mál,“ segir markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir. Framherjanum hefur gengið vel með Kristianstad á tímabilinu sem er nýlokið í Svíþjóð. Margrét Lára skoraði 13 mörk í deildinni og hafnaði í þriðja til fjórða sæti á lista yfir markahæstu leikmenn. „Það hefur náttúrulega gengið nokkuð vel hjá mér enda margir gríðarlega sterkir sóknarmenn í þessari deild,“ segir Eyjamærin sem hefur spilað aftar á vellinum í ár en hún hefur átt að venjast. „Mér finnst þetta skemmtileg staða. Hún hentar mér vel miðað við leikstílinn hjá Kristianstad,“ segir Margrét Lára sem hefur spilað fyrir aftan fremsta leikmann liðsins. Hún geti vel hugsað sér að spila þessa stöðu í framhaldinu. „Maður gerir mikið af því að lesa hreyfingar andstæðingsins og nýta sér svæði sem skapast.“ Hún segir árangur sinn gefa til kynna að hún sé á réttri leið eftir að hafa glímt við erfið meiðsli í fimm ár. Hún telur sig eiga mikið inni. „Ég er rosalega ánægð með að vera komin af stað og árið hefur verið gleðilegt. Að geta æft á hverjum degi er eitthvað sem ég hef ekki getað í fimm ár. Auk þess hef ég spilað nánast allar mínúturnar með félagsliði mínu,“ segir Margrét Lára. Markahæsti leikmaður A-landsliðsins frá upphafi, með 70 mörk í 93 leikjum, verður í eldlínunni með landsliðinu sem mætir Serbíu ytra 31. október. Óvíst er hvort hún verði áfram hjá Kristianstad. Hún muni gefa sér tíma til að skoða sín mál. „Hvort ég spila áfram með Kristianstad á næstu leiktíð er óljóst. Ég ætla að gefa mér tíma til að skoða mín mál. Það liggur ekkert á.“ Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira
„Ég er samningslaus og er að skoða mín mál,“ segir markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir. Framherjanum hefur gengið vel með Kristianstad á tímabilinu sem er nýlokið í Svíþjóð. Margrét Lára skoraði 13 mörk í deildinni og hafnaði í þriðja til fjórða sæti á lista yfir markahæstu leikmenn. „Það hefur náttúrulega gengið nokkuð vel hjá mér enda margir gríðarlega sterkir sóknarmenn í þessari deild,“ segir Eyjamærin sem hefur spilað aftar á vellinum í ár en hún hefur átt að venjast. „Mér finnst þetta skemmtileg staða. Hún hentar mér vel miðað við leikstílinn hjá Kristianstad,“ segir Margrét Lára sem hefur spilað fyrir aftan fremsta leikmann liðsins. Hún geti vel hugsað sér að spila þessa stöðu í framhaldinu. „Maður gerir mikið af því að lesa hreyfingar andstæðingsins og nýta sér svæði sem skapast.“ Hún segir árangur sinn gefa til kynna að hún sé á réttri leið eftir að hafa glímt við erfið meiðsli í fimm ár. Hún telur sig eiga mikið inni. „Ég er rosalega ánægð með að vera komin af stað og árið hefur verið gleðilegt. Að geta æft á hverjum degi er eitthvað sem ég hef ekki getað í fimm ár. Auk þess hef ég spilað nánast allar mínúturnar með félagsliði mínu,“ segir Margrét Lára. Markahæsti leikmaður A-landsliðsins frá upphafi, með 70 mörk í 93 leikjum, verður í eldlínunni með landsliðinu sem mætir Serbíu ytra 31. október. Óvíst er hvort hún verði áfram hjá Kristianstad. Hún muni gefa sér tíma til að skoða sín mál. „Hvort ég spila áfram með Kristianstad á næstu leiktíð er óljóst. Ég ætla að gefa mér tíma til að skoða mín mál. Það liggur ekkert á.“
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira