Skúmaskot netheima heimsótt Sara McMahon skrifar 23. október 2013 22:00 Alexander Skarsgård og Paula Patton fara með hlutverk ungra hjóna sem lenda í klóm netsvindlara í kvikmyndinni Disconnected. Kvikmyndin Disconnect er í leikstjórn Henry Alex Rubin og spinnur saman þrjár sögur af einstaklingum sem glíma við ólík vandamál sem rekja má til gegndarlausrar netnotkunar nútímamannsins. Saga Boyd-fjölskyldunnar er ein þeirra þriggja sagna sem sagðar eru. Táningssonur hjónanna er lagður í einelti á netinu sem hefur þær afleiðingar að pilturinn reynir að stytta sér aldur og er fluttur í dauðadái á sjúkrahús. Fjölskyldufaðirinn, Rich Boyd sem leikinn er af Jason Bateman, hyggst finna eineltisseggina í fjöru þrátt fyrir mótbárur eiginkonu sinnar. Þá er sagt frá föður annars drengsins sem stendur á bak við eineltið, en sá er leynilögreglumaður sem er fenginn til að komast að því hver hefur nýtt netupplýsingar ungra hjóna í þeim tilgangi að ræna þau. Loks er saga fjölmiðlakonunnar Ninu Dunham, sem leikin er af Andreu Riseborough, rakin. Dunham hyggst fjalla um strípiþjónustu sem þrífst á netinu og kemst í samband við ungan mann sem starfar á síðunni en gerist um leið sek um lögbrot.Vinsæll auglýsingaleikstjóri Með helstu hlutverk fara Jason Bateman, Hope Davis, Frank Grillo, Andrea Riseborough, Paula Patton, sem er eiginkona söngvarans Robins Thicke, Michael Nyqvist, sem fór með hlutverk Mikaels Blomkvist í Millenium-þríleiknum, Alexander Skarsgård, Max Thieriot og fatahönnuðurinn Marc Jacobs, sem þreytir hér frumraun sína á hvíta tjaldinu. Disconnect er fyrsta kvikmynd Rubins, en hann hefur hingað til aðallega fengist við auglýsingaleikstjórn og er í hópi fimm vinsælustu auglýsingaleikstjóra heims í dag. Rubin hefur unnið Ljónið í Cannes 22 sinnum og unnið til fimm Clio-verðlauna á síðustu fjórum árum. Kvikmyndin hefur fengið ágæta dóma og hlýtur meðal annars 64 stig af hundrað í einkunn á vefsíðunni Metacritic og 7,5 í á IMDb. Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Fleiri fréttir Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Kvikmyndin Disconnect er í leikstjórn Henry Alex Rubin og spinnur saman þrjár sögur af einstaklingum sem glíma við ólík vandamál sem rekja má til gegndarlausrar netnotkunar nútímamannsins. Saga Boyd-fjölskyldunnar er ein þeirra þriggja sagna sem sagðar eru. Táningssonur hjónanna er lagður í einelti á netinu sem hefur þær afleiðingar að pilturinn reynir að stytta sér aldur og er fluttur í dauðadái á sjúkrahús. Fjölskyldufaðirinn, Rich Boyd sem leikinn er af Jason Bateman, hyggst finna eineltisseggina í fjöru þrátt fyrir mótbárur eiginkonu sinnar. Þá er sagt frá föður annars drengsins sem stendur á bak við eineltið, en sá er leynilögreglumaður sem er fenginn til að komast að því hver hefur nýtt netupplýsingar ungra hjóna í þeim tilgangi að ræna þau. Loks er saga fjölmiðlakonunnar Ninu Dunham, sem leikin er af Andreu Riseborough, rakin. Dunham hyggst fjalla um strípiþjónustu sem þrífst á netinu og kemst í samband við ungan mann sem starfar á síðunni en gerist um leið sek um lögbrot.Vinsæll auglýsingaleikstjóri Með helstu hlutverk fara Jason Bateman, Hope Davis, Frank Grillo, Andrea Riseborough, Paula Patton, sem er eiginkona söngvarans Robins Thicke, Michael Nyqvist, sem fór með hlutverk Mikaels Blomkvist í Millenium-þríleiknum, Alexander Skarsgård, Max Thieriot og fatahönnuðurinn Marc Jacobs, sem þreytir hér frumraun sína á hvíta tjaldinu. Disconnect er fyrsta kvikmynd Rubins, en hann hefur hingað til aðallega fengist við auglýsingaleikstjórn og er í hópi fimm vinsælustu auglýsingaleikstjóra heims í dag. Rubin hefur unnið Ljónið í Cannes 22 sinnum og unnið til fimm Clio-verðlauna á síðustu fjórum árum. Kvikmyndin hefur fengið ágæta dóma og hlýtur meðal annars 64 stig af hundrað í einkunn á vefsíðunni Metacritic og 7,5 í á IMDb.
Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Fleiri fréttir Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira