Nýr einleikur um eldklerkinn Friðrika Benónýsdóttir skrifar 30. október 2013 11:00 "Upphafið má rekja til þess að í æsku var ég í sveit í Meðallandinu,“ segir Pétur um kveikju Eldklerksins. Eldklerkurinn, nýr einleikur eftir Pétur Eggerz, verður frumsýndur á Kirkjubæjarklaustri um helgina. Verkið er byggt á ritum séra Jóns Steingrímssonar, eldklerksins úr Skaftáreldum. Sýningar verða í Hallgrímskirkju næstu þrjár helgar. „Þetta verk er að miklu leyti unnið upp úr ævisögu og Eldriti Jóns, auk annarra heimilda,“ segir Pétur Eggerz um einleik sinn Eldklerkinn en hann fjallar um líf og störf séra Jóns Steingrímssonar sem frægur varð fyrir eldmessu sína sem talin var hafa stöðvað hraunrennslið í Skaftáreldum árið 1783. „Ég skrifaði textann en síðan unnum við Sigrún Valbergsdóttir leikstjóri hann áfram í sameiningu.“ Verkið hefur verið um tvö ár í vinnslu að sögn Péturs en meðgöngutíminn er þó mun lengri. „Upphafið má rekja til þess að í æsku var ég í sveit í Meðallandinu og þar er þetta hraun og sögurnar af Skaftáreldum mjög nærri. Þannig að þessir viðburðir hafa verið mér hugstæðir alveg síðan þá. Upphaflega var nú meiningin að gera leikverk fyrir börn sem gerðist í Skaftáreldum en þegar nánar var skoðað var saga Jóns bara svo mikil og merkileg að hún kallaði á það að yrði séreinleikur um hann, ætlaður fyrir fullorðna.“ Eldklerkurinn var forsýndur í Hallgrímskirkju um síðustu helgi en eiginleg frumsýning fer fram á Kirkjubæjarklaustri á föstudagskvöldið. Síðan verður sýnt í Hallgrímskirkju á sunnudaginn og tvær næstu helgar, en Pétur segir framhaldið ráðast nokkuð af undirtektum. Ætlunin sé þó að fara með leikinn aftur á söguslóðir og jafnvel tengja hann menningartengdri ferðaþjónustu næsta sumar. Sýningin er á vegum Möguleikhússins, það er Pétur sem skrifar og leikur, Sigrún Valbergsdóttir leikstýrir, leikmynd gerði Rósa Sigrún Jónsdóttir, búninga Thelma Björnsdóttir og hljóðmynd er eftir Guðna Franzson. Menning Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Eldklerkurinn, nýr einleikur eftir Pétur Eggerz, verður frumsýndur á Kirkjubæjarklaustri um helgina. Verkið er byggt á ritum séra Jóns Steingrímssonar, eldklerksins úr Skaftáreldum. Sýningar verða í Hallgrímskirkju næstu þrjár helgar. „Þetta verk er að miklu leyti unnið upp úr ævisögu og Eldriti Jóns, auk annarra heimilda,“ segir Pétur Eggerz um einleik sinn Eldklerkinn en hann fjallar um líf og störf séra Jóns Steingrímssonar sem frægur varð fyrir eldmessu sína sem talin var hafa stöðvað hraunrennslið í Skaftáreldum árið 1783. „Ég skrifaði textann en síðan unnum við Sigrún Valbergsdóttir leikstjóri hann áfram í sameiningu.“ Verkið hefur verið um tvö ár í vinnslu að sögn Péturs en meðgöngutíminn er þó mun lengri. „Upphafið má rekja til þess að í æsku var ég í sveit í Meðallandinu og þar er þetta hraun og sögurnar af Skaftáreldum mjög nærri. Þannig að þessir viðburðir hafa verið mér hugstæðir alveg síðan þá. Upphaflega var nú meiningin að gera leikverk fyrir börn sem gerðist í Skaftáreldum en þegar nánar var skoðað var saga Jóns bara svo mikil og merkileg að hún kallaði á það að yrði séreinleikur um hann, ætlaður fyrir fullorðna.“ Eldklerkurinn var forsýndur í Hallgrímskirkju um síðustu helgi en eiginleg frumsýning fer fram á Kirkjubæjarklaustri á föstudagskvöldið. Síðan verður sýnt í Hallgrímskirkju á sunnudaginn og tvær næstu helgar, en Pétur segir framhaldið ráðast nokkuð af undirtektum. Ætlunin sé þó að fara með leikinn aftur á söguslóðir og jafnvel tengja hann menningartengdri ferðaþjónustu næsta sumar. Sýningin er á vegum Möguleikhússins, það er Pétur sem skrifar og leikur, Sigrún Valbergsdóttir leikstýrir, leikmynd gerði Rósa Sigrún Jónsdóttir, búninga Thelma Björnsdóttir og hljóðmynd er eftir Guðna Franzson.
Menning Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira